Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 16
„ . . . Er ég var á leið heim til Cyrils næsta morgun, var ég
ekki eins viss um gáfur mínar. Til þess að halda upp á það, að
ég hafði náð mér, hafði ég drukkið of mikið með miðdegisverðin-
um kvöldið áður og hafði verið dálítið meira en kát. Ég hafði
sagt föður mínum, að ég ætlaði að lesa undir próf og mundi í
framtíðinni ekki umgangast aðra en menntamenn; að mig langaði
til að verða fræg og hræðilega leiðinleg. Ég sagði, að hann yrði
að nota hvert það hneykslisbragð, sem auglýsendur þekktu til
þess að koma mér áfram. Við skellihlógum og sögðum alls konar
fáránlega hluti. Anne hló einnig, en af umburðarlyndi og ekki
eins hátt. Þegar ég gekk of langt, hætti hún alveg að hlæja. En
þessi óhemjulega ánægja okkar hafði komið föður mínum í svo
gott skap, að hún reyndi ekki að stöðva hana. Að síðustu fóru
þau í rúmið eftir að hafa breitt ofan á mig.“
Úr bókinni Sumarást
34. EINSKONAR BROS
eftir Frangoise Sagan. Um þessa bók farast ritdómara
svo orð: „Menn höfðu beðið eftir þessari sögu af óvenju-
mikilli eftirvæntingu, einkum hvort hún mundi jafnast
á við fyrri bók höfundarins, er aflaði honum heimsfrægð-
ar. Þess nýja saga sýnir það, sem hin fyrri gaf von um,
að Frangoise Sagan er fædd rithöfundur, gædd mikilli
stílgáfu og öðrum góðum hæfileikum, og er geta hennar
í engu samræmi við aldurinn. Viðtökurnar, sem bókin
hefur fengið hjá gagnrýnendum, eru alveg frábærar.“
Bókin er 157 bls. Guðni Guðmundsson þýddi.
í lausasölu kr. 78.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 55.00
....Hann hló ekki, heldur tók í hönd mér. Ég hefði viljað,
að hann væri alltaf svona, þögull, dálítið alvarlegur, verndandi
og blíður. Að hann færi ekki frá mér, segði mér, að hann elskaði
mig, að hann tilbæði mig, að hann tæki mig í faðm sinn. Hann
stanzaði og tók mig í faðm sinn. Ég var með andlitið upp að
jakka hans og lokuð augu. Og tíminn, sem nýliðinn var, hafði
ekki verið annað en flótti undan þessu andartaki; höndum hans,
sem lyftu andliti mínu, og þessum hlýja og milda munni, sem
var eins og skapaður fyrir minn. Hann hélt enn með fingrunum
um andlit mitt og þrýsti fast, á meðan við kysstumst. Ég lagði
handleggina um háls hans. Ég var hrædd við sjálfa mig og hann
og allt, sem ekki var þetta augnablik.“
Úr bókinni Einskonar bros
38. EFTIR AR OG DAG
eftir Frangoise Sagan. Þessi bók segir frá samskiptum
nokkurra Parísarbúa — karla og kvenna — sem lifa og
hrærast í heimi bókmennta, lista og ásta. Josée kastar
frá sér ástinni — Eduard eltir hana á röndum — Béatrice
lætur hana fala fyrir frægðina. Orlög þeirra eru ofin sam-
an á eftirminnilegan hátt í hinni látlausu og snjöllu frá-
sögu höfundarins. — Bókin er 155 bls. Guðni Guðmunds-
son þýddi.
I lausasölu kr. 78.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 55.00
„ . . . Josée hringdi til Bernards strax daginn eftir. Hún sagði
honum, að hún þyrfd að tala við hann, og hann skildi strax.
Hann hafði auk þess skilið allan tímann, sá hann nú, er hann
fann sína eigin ró. Hann þarfnaðist hennar, hann elskaði hana,
en hún elskaði hann ekki. Þessi þrjú atriði fólu í sér heila röð
af þjáningum, af veiklyndi, og hann mundi þurfa langan tíma
til að losna við þau. Dagarnir þrír í Poitiers yrðu eina gjöf þessa
árs, eina stundin, sem hann, vegna hamingju sinnar, hefði verið
maður. Því að óhamingjan kennir ekkert og þeir, sem gefast upp,
eru Ijódr.
Það rigndi mikið, fólk sagði, að þetta væri ekkert vor. Bernard
fór gangandi til síðasta fundar síns við Josée, og er hann kom,
sá hann hana, þar sem hún beið hans. Og allt gerðist þetta eins
og í Ieikatriði, sem hann hefði alltaf kunnað."
Úr bókinni Eftir ár og dag
65. DÁIÐ ÞÉR BRAHMS . . .
eftir Frangoise Sagan. Nýjasta bók skáldkonunnar og
all-ólík hinum fyrri. Thor Vilhjálmsson rithöfundur ís-
lenzkaði.
í lausasölu kr. 98.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 68.00
„ . . . Þegar hún vaknaði, sunnudaginn, fann hún bréfmiða,
sem hafði verið ýtt undir dyr hennar, af því tagi sem eitt sinn
var á skáldlega vísu kallað blámi, og henni þótti það skáldlegt
því að sólin, sem hafði birzt að nýju á heiðum nóvemberhimn-
inum, fyllti herbergi hennar skuggum og hlýlegum ljósbeltum.
„Það eru mjög fallegir hljómleikar klukkan sex, í Pleyelsalnum,"
skrifaði Símon. „Dáið þér Brahms? Ég bið yður að afsaka það
sem gerðist í gær.“ Hún brosti. Hún brosti vegna annarrar máls-
greinarinnar: „Dáið þér Brahms?“ Það var þess konar spurning
sem piltarnir spurðu hana þegar hún var sautján ára. Og eflaust
hafði hún verið spurð svona spurninga síðar, en án þess að
hlustað væri eftir svarinu. í þessu umhverfi, og á þessu skeiði
ævinnar, hver hlustaði þá á hvern? Og dáði hún annars Brahms?“
Úr bókinni Dáið þér Brahms . . .
105. PÓLSKT SVEITALÍF
eftir W. S. Reymont. „Saga þessi er eitt af stórverkum
heimsbókmenntanna og hefur verið þýdd á flest menn-
ingarmál. Höfundur hennar, Wladyslaw S. Reymont,
hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir hana árið 1924. Lýsingar
hans á pólsku sveitalífi, í þessari bók, eru mjög svo hisp-
urslausar, en þrungnar af lífi og fjöri, — og handbragðið
slík snilld, að unun er hverjum þeim, er ber skyn á bók-
menntir." — Kristmann Guðmundsson.
Bókin er 243 bls. í stóru broti.
í lausasölu kr. 64.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 45.00
„ . . . Ætlarðu þá að koma?“
„ Já, ég skal koma, ég kem,“ endurtók hún og skimaði eftir
honum, en hann var horfinn út í þokuna, hún heyrði aðeins
fótatak hans í forarleðjunni.
Kuldahrollur fór um hana og jafnframt var eins og hitabylgja
risi frá hjartanu upp f höfuðið. Það var ekki laust við að hún
riðaði. Hvað var það, sem gekk að henni? Hana sveið í augun
eins og heit aska hefði farið upp í þau, hún náði naumast
andanum og hafði mikinn hjartslátt. ósjálfrátt breiddi hún út
faðminn, eins og hún ætlaði að vefja einhvern að sér, hver
taug í líkama hennar var þanin, hana langaði til þess að æpa.
Hún hljóp á eftir vagninum og ýtti svo liart á hann, þótt þess
þyrfti ekki með, að það gnast í honum og nokkrir kálhausar
ultu út af honum niður í forina. — Andlit hans vék ekki frá
henni, hin leiftrandi, lostafullu augu hans störðu æ á hana.
„Hann er hættulegur maður. Hvaða töfrar eru það, sem með
honum búa?“ hugsaði hún utan við sig og ringluð.
Hún jafnaði sig, þegar hún heyrði hávaðann frá mylluhjólunum
og niðinn frá vatninu, sem fossaði yfir þau og streymdi út um
opnar flóðgáttirnar. Vatnsmagnið var mikið þetta kvöld. Með
þungum gný beljaði það freyðandi niður og flæddi yfir bakkana."
Úr bókinni Pólkst sveitalif
103. KREUTZER-SÓNATAN
eftir Leo Tolstoy. Þessi skáldsaga hins heimsfræga,
rússneska skáldjöfurs, fjallar um skírh'fismálin og var
útkoma hennar í upphafi bönnuð í Rússlandi, þannig að
hún kom fyrst út í Vestur-Evrópu. Sagan er játning vit-
stola manns, sem hefur myrt eiginkonu sína, sturlaður af
afbrýðisemi. Grunntónn sögunnar er hin kristna siðgæðis-
hugsjón í sambandi karls og konu.
Bókin er 135 bls. Sveinn Sigurðsson þýddi.
í lausasölu kr. 50.00 Til áskr. HEBaðeins kr. 35.00
340 Heima er bezt