Heima er bezt - 01.09.1960, Page 18
kofanum var aðeins eitt herbergi, óhreint og illa hirt, eins og
jafnan hjá smábændum í afskekktum héruðum. A hálmbing
úti í horni sváfu karl og kona, og eftir öllum merkjum að dæma
höfðu þau sofnað út úr drukkin. Á gólfinu lá fatahrúga. Vafa-
laust höfðu þau kastað utanyfirfötum sínum á gólfið áður en þau
lögðust til svefns. A. J. var ekki lengi að átta sig á, að þarna hafði
honum óvænt gefizt hið bezta tækifæri, til þess að ná í fatnað
þann, sem þau höfðu svo brýna þörf fyrir. Hann ályktaði, að
það væri óhyggilegt, að grípa ekki þetta tækifæri. Með skamm-
byssu í annarri hendi tók hann 1 snerilinn. Dyrnar voru ólæstar
eins og hann hafði vonað. Hann gekk óhikað inn, tók fatahrúguna
og gekk út. Lokaði hægt á eftir sér og lagði svo aftur leið sína
upp hæðina. Þetta hafði gengið eins og í sögu, og hann var
alveg öruggur um, að skötuhjúin í kofanum, mundu ekki vakna
fyrr en að mörgum klukkustundum liðnum.“
Úr bókinni Á xngaslóð
50. ÞRÍR ÓBOÐNIR GESTIR
eftir Joseph Hayes. Hörkuspennandi sakamálasaga í vasa-
bókarbroti. Kristmundur Bjamason þýddi.
í lausasölu kr. 30.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 21.00
„ í þessum svifum var bifreiðinni gráu ekið eftir króka-
leiðum um landsvæði, sem fór smáhækkandi, en með djúpum
lægðum á milli. Glenn Griffin sat við stýrið í snjáðum samfest-
ingnum af bóndanum. Roskni maðurinn sat við hlið hans og
kýtti hrikalegt höfuðið niður á milli mikilla axlanna. Drengur-
inn, bróðir Glenns, lá flötum beinum aftur í, gróf höfuðið niður
í sætið og lá með aftur augun.
En Hank Griffin svaf samt ekki. Hann minntist þess, er hann
varð að skríða á maganum í myrkrinu meira en hundrað metra
yfir bersvæði, þar sem fangelsismúrarnir og varðturnarnir voru
i baksviðinu. Hann lifði upp aftur þennan fífldjarfa flótta þeirra
þremenninganna gegnum myrkan skóginn. Hann var allur hrufl-
aður á bringunni, skyrtubrjóstið í tætlum og blóðugt. Skurður
var á enni hans, og hann verkjaði i hann. En þó var verst af öllu,
að hann skyldi skjálfa."
Úr bókinni Þrir óboðnir gestir
116. FREISTINGIN
ástarsaga eftir J. O. Curwood, hinn fræga, ameríska höf-
und, sem öllum mönnum betur hefur ritað um lífið í
hinum harðbýlu heimskautahéröðum nyrzt í Kanada.
í lausasölu kr. 23.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 15.00
.....Páll sá grannan líkama kasta sér fram af brúninni, hann
sá ekki hver það var, hugboðið sagði honum að það væri Claire.
Nístandi óp konu heyrðist frá bjargsnösinni, en ekkert hljóð
kom yfir varir hans til svars, hann rak einungis upp ósjálfrátt,
hálfkæft andvarp um leið og hann sá konuna snerta vatnið og
hverfa. Hann varð altekinn hræðilegu máttleysi, eins og hann
hefði verið lostinn svimandi höggi, sem neyddi hann til að
sleppa takinu á klettinum, hann var máttvana og viðnámslaus
gegn aflinu, sem leitaðist við að draga hann niður í djúpið.
Hann gat ekkert hugsað nokkur andartök, hann byrjaði að
sökkva, hægt og mjúklega, eins og grimmar drápshendur straums-
ins óttuðust að vekja hann af dvalanum, sem á hann hafði
sigið. Vatnið féll í andlit honum og vakti hann, hjarta hans
og heili veittu aftur viðnám og voru á verði. Hann neytti allra
krafta að komast upp og náði aftur taki á rótaflækjunni, og
gat lyft sér svo að axlir hans komu upp fyrir vatnsborðið. Hann
heyrði Denvent hrópa, eins og úr miklum fjarska, en hlustaði
ekki eftir því, sem hann sagði, leit ekki heldur upp á bergið.
Aðeins ein hugsun komst að: Claire mundi verða hjá honum
eftir eitt, tvö andartök. Henni hlaut að skjóta upp hér við klett-
inn og hann varð að vera reiðubúinn að grípa hana og haida
henni uppi við hlið sér meðan takið héldi — eða þangað til
kraftaverk gerðist."
Úr bókinni Freistingin
115. FÉLAGI NAPÓLEON
eftir George Orwell, er í senn skemmtilegt ævintýri og
stórbrotin ádeila á þjóðfélag einræðisins. Þar fara saman
leikandi léttar lýsingar, fyndni og napurt háð, en þótt
bókin sé í gamansömum tón er þung alvara að baki.
í lausasölu kr. 23.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 15.00
„ . . . Þegar dýrin komu saman aftur, gekk æði mikið á fyrir
þeim, því að hvert þeirra um sig tók að lýsa hreystiverkum þeim,
sem það hafði unnið, og hlífði ekki raddböndunum. Þar og þá
var haldin óundirbúin sigurhátíð. Fáninn var dreginn að hún og
„Enskar skepnur“ sungið mörgum sinnum. Að því loknu var
kindin, sem skotin hafði verið, greftruð með mikilli viðhöfn
og hvxtþyrnir gróðursettur á leiðinu. Snækollur flutti ræðu við
opna gröfina og lagði áherzlu á nauðsyn þess, að öll dýr væru
fús til þess að leggja lífið í sölurnar fyrir Dýra-Garð, ef á þyrfti
að halda.
Dýrin samþykktu einróma að stofna heiðursmerki fyrir hern-
aðarleg afrek. Það var nefnt „Dýrakappi, fyrsta flokks" og voru
þeir SnækoIIur og Sörli þegar í stað sæmdir því. Það voru látúns-
skildir (sem höfðu áður verið notaðir til þess að skreyta með
hesta og fundizt höfðu í verkfæraskálanum), og átti að bera þá
í festi um hálsinn á sunnudögum og hátíðisdögum. Einnig var
útbúið heiðursmerkið „Dýrakappi, annars flokks" og hin fallna
kind sæmd því að henni látinni."
Úr bókinni Félagi Napoleon
113. ASTIR OG ÁSTRÍÐUR
eftir André Maurois, hinn fræga, franska rithöfund. Yms-
ir franskir ritdómarar hafa látið þau orð falla, að þetta
sé bezta ástarsagan, sem rituð hefur verið á frönsku á
þessari öld.
í lausasölu kr. 50.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 35.00
„ . . . Áður en ég kvæntist, hafði ég aldrei hugsað um afbrýði-
semi, ég þekkti hana einungis eins og hún birtist á leiksviði, og
fyrirleit hana af öllu hjarta. í mínum augum var Othello fulltrúi
hinnar sorglegu afbrýðisemi, George Daudin hinnar spaugilegu.
Sú hugsun, að ég mundi einn góðan veðurdag leika annaðhvort
þessara hlutverka, eða jafnvel þau bæði, mundi ég hafa talið
hreina brjálsemi. Það hafði ætíð verið ég, sem sleit tengzlin
við ástkonur mtnar, þegar ég var orðinn leiður á þeim. Enda
þótt þær hafi ef til vill verið mér ótrúar, vissi ég það aldrei.
Ég man hverju ég svaraði vini mínum, sem sagði mér, að hann
þjáðist af afbrýðisemi. „Ég skil þig ekki . . . . Ég gæti aldrei
haldið áfram að elska konu, sem ekki elskaði mig .'. . .“
Úr bókinni Ástir og ástriður
117. SKT. JÓSEFS BAR
eftir Arthur Anger. í bók þessari skýrir bráðsnjall, norsk-
ur rithöfundur af leiftrandi kímni og sjálfhæðni frá því,
hvemig honum tókst að losna við drykkjuskaparástríðu
sína.
í lausasölu kr. 30.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 20.00
„ . . . Ég sat uppi í rúminu og beið með öll skilningarvit
spennt til hins ítrasta, hlustaði eftir stofugöngunni. Klukkan var
eitt, ég hafði þegar beðið lengi í vonzkulegri eftirvæntingu. Nú
var röðin kornin að mér! Nú skulum við sjá hvort glottið verður
jafn gleitt á honum og í morgun!
Ég lá t rúminu eins og reglugerðin bauð. Samkvæmt regltt-
gerðinni var ég nú fast að því búinn að vera, þær höfðu komið til
mín í halarófu til að lxkna mér; hita-systir, fjörefna-systir, þvag
-systir og blóð-systir höfðu þyrpzt í kringum mig eins og bý-
flugur með sprautur og mæliglös, og sjálf yfir-systir kom inn
klukkan tólf, tók um ennið á mér og sagði: Hm. Hvernig líður?
— Nú vantaði mig ekkert nema fjandann og langömmu hans.
342 Heima er bezt