Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 22

Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 22
114. B. ÚRVALS ÁSTARSÖGUR (II) í þessu hefti eru sögurnar Daisy Miller eftir ameríska stórskáldið Henry James. Eplatréð eftir enska Nóbels- verðlaunaskáldið John Galsworthy. í lausasölu kr. 23.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 15.00 114. D. ÚRVALS ASTARSÖGUR (III) í þessu hefti er sagan Carmen eftir franska stórskáldið Prosper Mérimée. — Mérimée kom fyrst til Spán- ar 1830 og varð heillaður af landi og lýð, en gerði sér þó einkum far um að kynnast þeim sveitum landsins, þar sem mest var um Tatara, smyglara, nauta- bana og annað slíkt fólk, — þar sem Carmen vakti at- hygli hans. Söguna ritaði hann þó ekki fyrr en fimmt- án árum síðar, en þá var hann þegar orðinn frægur rithöfundur. — Theódór Ámason hefur þýtt sögumar. í lausasölu kr. 15.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 10.00 9. GAMLI MAÐURINN OG HAFIÐ eftir Ernest Hemingway. Það var fyrst og fremst fyrir þessa bók, sem sænska akademían veitti Hemingway Nóbelsverðlaunin (1954), enda er sagan mikið listaverk að stíl og gerð. „Sagan um gamla manninn og hafið er ákaflega einföld og óbrotin eins og stærstu lífssannindi. 1 henni er listin tengd náttúrunni af snilld.... Sjóferðin og fiskisagan er lifandi fyrir hugskotssjónum lesanda; hafið sjálft hreyfist á þessum blaðsíðum.11 — Haukur Snorrason. — Sr. Björn O. Bjömsson þýddi. f lausasölu kr. 100.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00 ....Sólin var að koma upp í þriðja sinn, frá því er hann lét frá landi, þegar fiskurinn hóf að synda í hring. Hann gat ekki séð það á færinu, að fiskurinn var tekinn að synda x hring; það var ekki enn að því komið. Aðeins fann hann votta lítils háttar fyrir slökun á toginu og hann tók að toga ógn varlega með hægri hendi. Að vanda stríkkaði þegar á færinu en er það var að því komið að bresta tók það að dragast inn. Hann brá færinu fram yfir höfuðið og tók að draga það inn fast og mjúkt. Hann notaði báðar hendur með sveifluhætti og reyndi að beita líkamsþunga og fótleggjaafli sem mest við dráttinn. Leggirnir hans gömlu og herðarnar snerust til með inndráttar- sveiflunum. „Þetta er afarvíður hringur," sagði hann, „en í hring fer hann.“ Svo tók fyrir tilslökunina á færinu en hann hélt á móti unz hann sá dropana spretta af því í sólskininu. Þá tók það að renna út og gamli maðurinn kraup niður og gaf það með megnum mótþróa aftur út i sjóinn dökka. „Hann er að synda út í ytri enda hringsins núna,“ sagði hann. „Ég verð að stritast á móti allt hvað ég orka,“ hugsaði hann svo. „Spennan dregur hringinn saman jafnóðum. F.kki er að vita nema ég sjái hann innan stundar. Nú verð ég að ræna hann trúnni og svo verð ég að drepa hann.“ En fiskurinn fór sér hægt í hringsólinu og tveimur stundum seinna var gamli maðurinn rennandi sveittur og þreyttur inn í bein og merg. En hringurinn var orðinn miklu þrengri og af færishallanum sá hann að fiskurinn var jafnt og þétt að hækka sig á sundinu." Úr bókinni Gatnli maðurinn ag hafið 130. HAMINGJUDRAUMUR SKRIFSTOFU- STÚLKUNNAR eftir Betty Smith, sem varð fræg fyrir bók sína „A tree grows in Brooklyn“, sem þýdd var á íslenzku undir nafn- inu „Gróður í gjósti“. En þessi nýja bók höfundar, „Ham- ingjudraumur skrifstofustúlkunnar", er frásögn um ævi trngrar amerískrar skrifstofustúlku og þykir með afbrigð- um vel rituð. I lausasölu kr. 75.00 Til áskr. HEB aðcins kr. 50.00 ......Tveimur kvöldum fyrir brúðkaupið átti Flo alvarlegL einkasamtal við dóttur sína í svefnherbergi hennar. „Áður en þú giftir þig, eru það nokkur atriði, sem þú verður að hafa nokkra þekkingu á,“ sagði hún og roðnaði vandræðalega. „Ég veit það allt saman.“ „Hvað segir þú? Veiztu það allt?“ Grunsemdirnar blossuðu upp i Flo eins og þegar borin er eldspýta að sprittlampa. „Svo þú hefur verið með karlmönnum," var hin tafarlausa ásökun. „Hér hef ég setið alein heima og haldið, að þú værir siðsöxn stúlka, og á meðan hefur þú alltaf farið á bak við mig . . .“ „Nei. Það er ekki rétt. En hinar stúlkumar í skrifstofunni . . .. ja, við höfum bara talað saman um þetta." „Það eru fallegar drósir, sem þú hefur valið þér að vinum. Þið segið hver annarri dónalegar sögur, í stað þess að halda ykkur að starfi ykkar. Þegar ég var ung . . .“ „Mammal Þann dag, sem þú hættir að skammast, dett ég dauð niður af undrun. Bjargaðu því lífi mínu og haltu áfram.“ Úr bókinni Hamingjudraumur skrifstofustúlkunnar 131. SCOTLAND YARD eftir Joseph Gollomb. í bók þessari eru sögur af viður- eign lögreglunnar í mörgum löndum Evrópu við fræga glæpamenn. — Bókin er í senn fróðleg og spennandi. í lausasölu kr. 30.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 20.00 „ . . . Hver skóladrengur kannast við Scotland Yard úr skáld- sögunum, en það þýðir, að hvorki hann né aðrir skáldsagnales- endur hafa heyrt beztu söguna um þessa heimsfrægu glæpa- mannaveiðistöð. Ég hef átt því láni að fagna, sem rithöfundur,. að sjá hin raunverulegu umhverfi á Scotland Yard, tala í trúnaði við foringjana og kynnast af eigin reynd þessu veiðivélabákni, sjá hvernig það starfar í raunverulegum sakamálum, fara í gegnum myndabækur af drýgðum glæpum (og sú skoðun raskaði svefnfriði mínum í margar nætur), dvelja stundum saman í hinu skugga- lega glæpaminjasafni, sökkva mér niður í lögregluskýrslur og fá sumar þeirra lánaðar heim, til að nota þær við samningu þessarar bókar. Og sagan um Scotland Yard þarf ekki á neinum aðfengnum forða að halda, til að standa skáldsögunum á sporði. — Nú skulum við leggja raunverulegt glæpamál í Scotland-Yard -vélina, og virða fyrir oss hina einstöku hluta hennar, ásamt starfi hennar, meðan hún er í gangi, og vefur óslítandi Gleipnl úr hinum veikustu grunsemdarþráðum." Úr bókinni Scotland Yard 132. ÞRENNINGIN eftir E. Philips Oppenheim. Höfundurinn var, eins og kunnugt er, einn frægasti skemmtisagnahöfundur Eng- lendinga. Bækur hans rista flestar ekki djúpt, en eru ákaf- lega „spennandi“ og ætlaðar eingöngu til skemmtunar. Þessi saga segir frá brellum amerísks auðkýfings, fransks greifa og bróðurdóttur hans í Monte Carlo, og kemur þar margt skrýtið fyrir. í lausasölu kr. 60.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00 „ . . . Nokkru seinna leigði Billingham sér lokaðan bíl á torg- inu og ók áleiðis til Villa des Mimosas. Hann ók fram hjá beygl- uðum leyfum rauða bílsins og litlu síðar staðnæmdist bíllinn framan við viðraða, naglrekna hurð á kölkuðu girðingunni, er var í kringum sumarhúsið. Hann sneri hurðarhandfanginu, en fann, að lokað var að innan verðu, eins og hann reyndar hafði biiizt við. Hann varð því hálf hissa, er hann varð þess var, að verið var að opna dyrnar innan frá og hurðinni kippt opinni. Hann gekk inn í þröngan garð, óhirtan og þakinn illgresi. For- stofudyr hússins voru opnaðar og í dyrunum stóð kona. Þekkti Billingham strax, að það var einn af gestum þeim, er tíðast sóttu spilahöllina. Konan var blómleg í andliti en of feitlagin, með 346 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.