Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 25
Carlisle hóf þegar tilraunir til að nálgast hið strandaða skip, og er við höfðum verið þarna að veltast allan daginn í stórsjó, og reynt að komast að skipinu, sá ég, að ekki mátti lengur við svo búið standa, þar eð einungis fáum tugum hafði tekizt að bjarga af öllum farþegunum. Það varð að leggja meira í hættu, ef nokkur árangur ætti að nást.“ Úr bókinni Með vigdrekum um veröld alla 145. HAMINGJUDAGAR eftir Björn J. Blöndal. Þetta er fyrsta bók höfundar, en með henni vann hann hug og hjarta íslenzkra lesenda. Mun vafasamt hvort nokkur frumsmíð íslenzks höfundar hefur getið sér jafnmikinn orðstír. Höfundur rekur þar ýmsar minningar ævi sinnar, sem allar eru tengdar sam- lífi hans við náttúruna. „Höfundur ann öllu sem lifir og hrærist umhverfis hann í náttúrunni, og hann skoðar um- hverfið með augum skálds og listamanns. . . .“ — Stein- dór Steindórsson. í lausasölu kr. 100.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00 „ . . . Næsta dag stóðu drengimir við lækinn, þar sem stóri vatnaurriðinn átti heima. Þeir beittu laxaöngulinn og renndu honum undir holan bakkann. Lengi stóðu þeir og dorguðu, en svo var kippt í færið. Þeir gáfu eftir, og þegar þeir héldu, að gamli þrjóturinn væri búinn að gleypa, kipptu þeir snöggt í. þá fundu þeir, að öngullinn var -fastur í fiski, og hjartað hló í brjóstum þeirra. Hægt og sígandi drógu þeir færið til sín, og eftir stutta stund lá stóri vatnaurriðinn á bakkanum. Svona stóran silung höfðu þeir aldrei áður veitt. Um kvöldið létu þeir vega hann, og þá reyndist hann vera sex pund. í munni hans fundu drengirnir báða önglana, sem þeir misstu daginn áður. Nú héldu þeir þangað, sem sjóbirtingurinn var í gær. Og hann lét ekki standa á sér, ör og ærslafullur tók hann beituna. Stundum slapp hann af, en oftar festi hann sig á önglinum og lá spriklandi á bakkanum eftir andartak. Þetta voru fallegir fiskar. Silfurgljáandi með dreifðum, svörtum dílum. Lifandi silfur. Gjöf frá höfundi lífsins til jarðarbarna. Drengirnir veiddu 23 sjóbirtinga þann dag. Það var fágæt veiði í litlum læk.“ Úr bókinni Hamingjudagar 23. VIÐ LEIÐARLOK eftir sr. Ásmund Gíslason. Ættarsaga. „Hreint má segja að frásagnarmáti höfundarins sé með ágætum, og svo er um mál hans. Okkur hefur bætzt þarna bæði hugðnæm bók og fróðleg. .. .“ — Snæbjörn Jónsson. í lausasölu kr. 85.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 60.00 „ . . . Afar mínir og ömmur hurfu svo héðan, að enn var lifað í voninni einni um batnandi hag, bjartari dag, — en sá dagur var enn ekki runninn. Svo tóku foreldrar mínir til starfa: Gísli frá Þverá og Þorbjörg frá Garði, börn gömlu grannanna, sem ritað er um á þessum blöðum, Ásmundar og Olgeirs. Þá komu Vesturheimsferðirnar til sögunnar. Einar í Nesi mun fyrstur hafa haft 1 huga ferðir héðan til Brasilíu, og var jafnvel svo langt komið, að nokkrir menn fóru þangað, einkum úr Þing- eyjarsýslu og Vopnafirði, en aðrir voru ferðbúnir, en fengu ekki skipsferð. En eitthvað varð til þess að beina hugum þeirra, sem brott vildu fara, fremur til Norður-Ameríku, og eftir árið 1873 hófst útflytjendastraumurinn þangað. Það fór hver af öðrum að bjóða jarðarskikann sinn til kaups og búið sitt, allt, sem ekki var unnt að flytja með sér hina löngu leið. Gott þótti, ef þetta hrökk fyrir fargjaldinu, og fáir munu hafa haft nokkurn teljandi afgang, er vestur kom. Hér varð að selja ódýrt, ef það átti að greiðast í peningum. Þeir lágu þá ekki á lausu. Ekki var þá um bankalán að ræða, og kaupmenn neituðu að greiða fyrir vörur bænda í peningum, heldur aðeins með vöruúttekt. Þeir þóttust gjöra vel, ef þeir borguðu þinggjaldið til sýslumanns fyrir við- skiptamenn sína.“ Úr bókinni Við leiðarlok 27. HEYRT OG SÉÐ ERLENDIS eftir Guðmund Jónsson garðyrkjumann. Höfundurinn stundaði garðyrkjustörf í Danmörku um margra ára skeið, og segir frá fjölmörgum skemmtilegum og óvænt- um atvikum, sem komu fyrir hann. í lausasölu kr. 65.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 45.00 „ . . . Við Jóhannes Abilgaard vorum góðir kunningjar. Hann var bílvirki, átti allstórt verkstæði, og hjá honum unnu talsvert margir sveinar. Auðvitað lét ég hann gera við bílinn minn, þegar þess þurfti með. Abilgaard átti sumarbústað út við Kattegat. Á sumrin dvaldi hann þar alltaf um helgar ásamt konu sinni og einkadóttur þeirra, sem var orðin rúmlega tvítug. Eitt vor pantaði Abildgaard hjá mér 200 trjáplöntur og bað mig að gróðursetja þær við sumarbústaðinn. Nokkrum dögum eftir að hann pantaði plönturnar, hringdi hann til mín og sagði, að sér hefði dottið í hug, að bezt mundi vera að ég gróðursetti þær á laugardaginn fyrir hvítasunnu, yrði svo hjá sér í sumar- bústaðnum um hátíðina, því hann sagðist álíta, að ég hefði gott af því að hvíla mig þessa tvo daga þar sem friður væri og ró. Ég þakkaði honum hið góða tilboð og sagðist hlakka mikið til að dvelja hjá honum hátíðisdagana, en þó mest til að taka sjóböð, ef veðrið yrði gott, og það vonaðist ég eftir að yrði. Þegar við slitum samtalinu, vorum við búnir að ákveða að verða samferða út eftir áðurnefndan laugardag og leggja af stað klukkan tvö.“ Úr bókinni Heyrt og séð erlendis 144. HÁLFA ÖLD Á HÖFUM ÚTI eftir G. J. Whitfield, skipherra. „ . . . Ég hef lesið ýmsar sjóferðasögur frá eldri og yngri tímum og er þessi bók ein með þeim beztu á sínu sviði. Hún er hvort tveggja í senn, fróðleiks- og skemmtilestur fyrir alla þá, sem kynnast vilja lífi farmanna fyrr á tímum og þeim mannraunum, sem þeir komust í og jafnframt því þreki og harðfylgi, er þeir sýndu við að bjarga lífi sínu.“ — Sigurjón A. Ólafs- son. — Bókin er 243 bls. Sigurður Björgólfsson þýddi. í lausasölu kr. .130.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 91.00 „ . . . Litla, seiga skipið, sem ill örlög virtust elta alla leið kring um hnöttinn, átti enn eftir síðasta og þyngsta áfallið er á það var lagt, í langferð. Og mun það aldrei gleymast þeim, er þar áttu hlut að máli og komust í þá raun. Áður en þetta áfall skeði, vorum við Dingwell aldrei hárvissir um, að undanfarin slys og óhöpp, er nærri höfðu riðið skipi og áhöfn að fullu, væri afleiðing ellisljóleika og afskiptaleysis, er af honum leiddi, eða hvort skipstjóri hefði ákveðið þau fyrirfratn með djöfullegri undirhyggju. En eftir að slys það, er nú verður lýst, var um garð gengið, — og það var líka síðasta óhappið, sem fyrir okkur kom, svo teljandi væri — vorum við blátt áfram sannfærðir um, að skipstjóri okkar var og hafði verið einbeittlega staðráðinn í því að granda skipi sínu með einhverjum ráðum. Við vorum um það bil að komast norður í góðviðrasvæðið, og einn morguninn fékk ég skipun um að byrja að skipta seglum, þ. e„ koma upp góðviðrisseglum. Ég var með vökulið mitt upp í reiða, og vorum við að taka niður neðra toppsegl meginsiglunnar. Sá ég þá ofan úr reiðanum, að mikil hvirfilvindshryðja var í aðsigi. Dró upp svart og mikið þykkni út við sjóndeildarhring kulborðsmegin." Úr bókinni Hálfa öld á höfum úti 143. ÉG KAUS FRELSIÐ eftir Victor Kravchenko. ÞaS mun ekki ofmælt, að af mörgum bókum, sem komið hafa út um Rússland á síðari árum, hafi sjálfsævisaga Victors Kravchenko vakið einna mesta athygli. „ . . . Það sem einkum gerir bókina merki- Heima er bezt 349

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.