Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 26
lega er, að hér er engirrn venjulegur flóttamaður á ferð-
inni. Kravchenko var háttsettur embættismaður, nálægt
innsta hringnum í Kreml og er öllum hnútum kunn-
ugur. . . .“
Bókin er 564 bls. í stóru broti. Þýðingu gerði Lárus
Jóhannesson.
í lausasölu kr. 100.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00
„ . . . Nóttin var köld, og ekki sást til stjarna.
Mér fannst járnbrautarstöðin full af ógnunum. Hvað myndi
gerast, ef ég rækist á einhvern starfsmanna minna og hann gerði
viðvart? Ferðatöskurnar tvær og þessi ferð, sem farin var án leyfis,
myndi þegar í stað vekja grun hans. Hvað myndi gerast, ef
félagi Serov eða Rudenko hershöfðingi hefði þegar komizt að
fyrirætlunum mínum? Eins og það væri svar við þessum ótta,
kom ég skyndilega auga á mann í einkennisbúningi rauða hersins.
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég dró hattinn
lengra niður yfir augun, laut dýpra niður í uppbrettan frakka-
kragann, læddist fram með múrveggnum og gætti þess að snúa
ávallt bakinu við landa mínum.
Þar eð embættismenn Ráðstjórnarríkjanna ferðast ætíð með
svefnvagni, settist ég inn i almenningsvagn. Þetta dró úr þeirri
áhættu að mæta einhverjum, sem þekkti mig. f þessum dimma
vagni, sem var troðfullur af syfjuðum mönnum, gat ég hugsað
í næði.
Mér hafði lengi verið ljóst, að þessi úrslitastund var óum-
flýjanleg. Ég hafði undirbúið flóttann í marga mánuði. Eg
hafði skoðað hann sem lausn úr völundarhúsi hræsni, gremju og
samvizkubits, sem ég hafði reikað um í mörg ár. Hann átti að
vera yfirbót mín fyrir þær svívirðingar, sem ég var sakbitinn
af sem einn úr hinni ráðandi stétt lands míns.“
Úr bókinni Eg kaus frelsið
ÆVISÖGUR
139. EINKALÍF NAPÓLEONS
eftir Octave Aubry. „Einkalíf Napóleons er skemmtileg
og fróðleg bók, sem sameinar helztu kosti sagnrits og
skáldsögu. . . .“ „Franski rithöfundurinn Octave Aubry
er einn fremsti ævisagnaritari nútímans. Honum tekzt á
aðdáanlegan hátt að sameina krítiska safnritun og skáld
lega frásögn. . . .“ Ólafur Hansson.
Bókin er 400 bls. í stóru broti, prýdd 16 myndum auk
litmyndar. Magnús Magnússon þýddi.
f lausasölu kr. 160.00 Til áskr. HEB a'ðeins kr. 110.00
......Bonaparte stígur á strönd Alexandríu eftir sex vikna
siglingu, hinn 2. júlí. Sama daginn er borgin á valdi hans. f
brennandi hitanum leggur hann samstundis af stað til Kairo.
Arabamir hafa fyllt brunnana, hermennirnir þjást af hita og
þorsta og nöldra, þeim sýnist auðnin alþakin brostnum vonum
og sviknum loforðum, janfnvel liðsforingjarnir láta hugfallast.
Bonaparte er byrstur og ómjúkur í máli. En vonirnar vakna á
ný, þegar mjóturnar Kairó og hvítir, tröllvaxnir pýramídamir
í gullnum sólarbjarma blasa við. Ljómandi af gieði og með
brugðið sverðið hleypir herforinginn fáki sínum meðfram her-
línunni og hrópar til manna sinna eldheitum hvatningarorðum,
sem í munnmælum hafa orðið þessi: Hermenn, munið að fjöru-
tíu aldir líta niður til ykkar."
Úr bókinni Einkalif Napoleons
140. SONUR NAPÓLEONS
eftir Clara van Tschudi. Höfundur þessarar bóka hefur
skrifað margar bækur, einkum ævisögur, sem þýddar
hafa verið á fjölda mála og notið mikilla vinsælda víða
um heim. — Þetta er saga einkasonar Napóleons mikla.
Þó að hann yrði ekki nema rúmlega tvítugur að aldri,
varð ævi hans merkileg og áhrifa frá honum gætti mjög
í stjórnmálum Evrópu á þessum tíma. Þegar hann fædd-
ist, og fyrstu bernskuárin heima í París, var hann dýrk-
aður sem eins konar goð, nefndur kóngur af Rómi, og
skáldin ortu um hann ljóð í þúsundatali. En ævi þessa
manns, sem virtist hafa verið frábærum gáfum gæddur,
var stórfelldur harmleikur, eins og menn geta lesið í
bókinni. — Guðbrandur Jónsson, prófessor, íslenzkaði og
samdi skýringar. Bókin er 242 bls. með mörgum myndum.
í lausasölu kr. 130.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 90.00
„ . . . Nú var sonur Napoleons orðinn átta ára. Var þá lokið
við undirbúningsnámið og breytt um kennslutilhögun. Við lok
þessa fyrsta kennslutímabils bar kennurum hans saman um það,
að starf þeirra hefði borið meiri árangur, en þeir hefðu árætt
að búast við.
Það hafði verið varast það fram að þessu að ofreyna drenginn;
en nú varð hann að læra mikið utan bókar. Honum var nú
kenndur reikningur, stærðfræði, náttúrufræði, landafræði, mörg
mál, þýzk málfræði og saga Austurríkis. Það var fenginn til einn
bezti skriftarkennarinn í Vínarborg til þess að laga hina kröbbu-
legu rithönd hertogans, og hann átti einnig að gefa sig að garð-
yrkjustörfum. Með hjálp Collins byggði hann moldarkofa í
hallargarðinum í Scönbrunn, og var hann til skamms tíma
sýndur þar og kallaður „hellir hertogans af Reichstadt".
Þar eð enginn mælti á franska tungu, lærði hann loks þýzku.
En auðvitað var það ekki tilætlunin, að hann skyldi týna niður
frönskunni, og því varð það að ráði, að kennarar hans skyldu
á víxl tala við hann þýzku og frönsku í kennslustundunum."
Úr bókinni Sonur Napoleons
141. EUGENÍA KEISARADROTTNING
eftir Octave Aubry: „Ævisaga Eugeníu drottningar sýnir
jöfnum höndum merka þætti úr sögu síðustu aldar og
óvenjulega tilbrigðaríkar myndir úr örlögum konu, sem
á fáa sína líka. . . . Aubry segir þessa sögu með þeirri
leikandi snilld, sem er svo að segja í blóðið borin hverjum
Frakka, sem fæst í alvöru við bókmenntir.“ Jónas Jónsson
frá Hriflu. Bókin er 355 bls. í stóru broti, prýdd 16 mynd-
um auk litmyndar. Magnús Magnússon þýddi.
I lausasölu kr. 160.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 110.00
„ . . . Veiðarnar hófust aftur. Eugenía reið alltaf við hlið
keisarans, nú iét hann hana ekki víkja frá sér. Hún var í reiðföt-
um, er voru í tízku á dögum Lúðvíks XV., og hélt á lítilli sviptt
og lét ólina hvína á gljástígvélunum með gullnu sporunum.
Það ljómaði af andliti hennar, varirnar stóðu hálfopnar, svo
skein í hvítar tennurnar, augun sindruðu. Napóleon gat naumast
350 Heima er bezt