Heima er bezt - 01.09.1960, Side 32
menntaskólakennari. — Bókin er skrá yfir alla islenzka
stúdenta innritaða í Kaupmannahafnar háskóla á árun-
um 1592 til 1944, ásamt æviágripi hvers manns.
í lausasölu kr. 85.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 60.00
„ . . . 869. Matthias Einarsson, innr. 1898; f. á Akureyri 7.
júní 1879, albróðir Solveigar, konu nr. 866. Foreldrar: Einar
Pálsson, bókhaldari, og kona hans, María Kristín Matthíasdóttir,
trésmiðs í Holti í Rvík, Markússonar. Stúdent 1898 með 1. eink.,
86 st. Cand. phil. 3. júní 1899 með 1. eink. Las ytra læknisfræði
til 1900. Hvarf þá heim, gekk í Læknaskólann í Rvík og lauk þar
embættisprófi 24. júní 1904 með 1. eink., I861/3 st. Praktiserandi
læknir í Rvík síðan 1905. Jafnframt læknir við frakkneska sjó-
mannaspítalann í Rvík frá 1905 til þess er hann var lagður niður
1. okt. 1927. Sérfræðingur í handlækningum. Hann var lengi
læknir við Landakotsspítalann í Rvík og yfirlæknir hans frá 1934
til dauðadags, 15. nóv. 1948. Félagi í Vísindafél. fsl. Frm. Matthías
kvæntist 7. júní 1906 Ellen Ludvika, dóttur Matthias Johannessen,
kaupmanns í Rvík, en Jóhannes faðir hans kallaðist Askevold
og var kaupm. í Bergen. (Læknat. J. Kr., nr. 80. Læknar á ísl.,
bls. 216-17. Smæf. III., 169).“
Úr bókinni Islenzkir Hafnarstúdentar
46. LEIÐIN TIL ÞROSKANS
eftir Guðrúnu Sigurðardóttur. Bók þessi er næsta ný-
stárleg í íslenzkum bókmenntum. Hún er til komin á
þann hátt, að höfundurinn, Guðrún Sigurðardóttir frá
Torfufelli, hefur lesið hana fyrir meðan hún var í miðils-
svefni — trance. En orðin af vörum hennar voru tekin á
segulband jafnóðum og hún mælti þau fram. „Ekki er
það nokkurt vafamál, að höfundurinn sér og heyrir það
sem hún segir frá.... Margur gæti haft gagn af að lesa
þessa bók....“ — Snæbjörn Jónsson.
í lausasölu kr. 140.00 Til áskr. HEB aðcins kr. 100.00
„ . . . Þá sé ég allt í einu streng, sem liggur frá barninu, og
strengurinn liggur í aðra konuna, sem er með börurnar og alveg
í gegn um hana og eitthvað út, ég sé ekki hvert. Allt í einu sé
ég, að það stríkkar á þessum streng og mér til undrunar sé ég,
að strengurinn slitnar. Það kemur einkennilegt hljóð úr hvílu
barnsins, það er eins og það taki kipp í rúminu, þannig, að
það rótast eitthvað til.
Ég sé, að konurnar falla á kné og þær fara að gráta svo undar-
lega mikið, og konan í rúminu gerir það sama. Læknarnir, þessir
björtu, sem þarna voru inni, ganga til þeirra allra þessara og
skipta sér á milli þeirra, en þá sé ég eins og ljósgeisla líða upp
frá hvílu barnsins og ég sé, að konan, sem strengurinn fór í
gegnum, tekur við þessum bjarta geisla og vefur hann að hjarta
sínu. Og einkennilegt er að sjá, að það er eins og myndist þarna
svolítið blóm, eða rós við brjóst konunnar, og ég sé, að blómið
er tekið og lagt á börurnar."
153. UM DÁLEIÐSLU.
eftir Alexander Erskine. Höfundurinn, sem er einn þekkt-
asti dáleiðslulæknir Englendinga, segir hér frá lækning-
um sínum á margs konar sjúkdómum, sem læknar höfðu
gengið frá að lækna með öðrum aðferðum.
Bókin er 180 bls.
í lausasölu kr. 50.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 35.00
„ . . . Verðmæti dáleiðslunnar fyrir hvern óbreyttan mann liggur
í því, að hann geti hagnýtt sér hana almennt í hversdagslífi sínu.
Frá vissu sjónarmiði má nefna tilfelli þau, sem ég hef verið
að lýsa, sýnishorn, ef ég mætti svo segja, upp á hinar „meiri
háttar aðgerðir", er komið hafa fyrir á löngum og víðtækum
starfsferli. En þau voru líka valin beint í þeim tilgangi og til
frekari sönnunar; því að geti dáleiðslan náð þvílíkum árangri í
slíkum óvenjulegum og þrálátum tilfellum, hvað ætti hún þá
ekki að geta læknað af þeim venjulegu starfskvillum, sem menn-
irnir þjást af.“
Úr bókinni Um dúleiðslu
44. VÍGÐIR MEISTARAR
eftir Edouard Schuré. „Hér er á ferðinni eitt öndvegisrit
heimsbókmenntanna um dulfræði og mikilmenni heim-
speki og trúarbragða....“ — Jón Gíslason. — „Það var
góð og óvænt gleði að fá þessa ágætisbók á íslenzku!“ —
Kristmann Guðmundsson. — „Ég minnist þess ekki, að
nokkur bók, að frátekinni bók bókanna, hafi farið með
anda minn um slíkar furðu veraldir... . “ — Pétur Sig-
urðsson. — Séra Björn Magnússon próf. þýddi bókina.
í lausasölu kr. 198.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 140.00
„ í þetta sinn var farið inn í musterið um hið leyndar-
dómsfulla hlið, til að vera þar nóttina helgu eða vígslunóttina.
Fyrst var komið inn í breið súlnagöng, sem lágu gegnum
hringmúrinn ytri. Þar vísaði kallarinn hinum óvígðu burt með
hræðilegum ógnunum og hrópinu: Eskato Bebeloi! burt með
óvígða! þessum óboðnu gestum, er oft tókst að komast ásamt
vígsluþegunum inn á hið friðhelga svæði. Vígsluþegana lét hann
sverja það að viðlögðum bana að birta ekkert af því, er þeir mundu
verða áskynja. Hann bætti síðan við: „Þér eruð hér við neðan-
jarðarþröskuld Persefóne. Til þess að skilja komandi líf yðar
og núverandi ástand, verðið þér að ganga gegnum ríki dauðans;
það er próf hinna innvígðu. Menn verða að kunna að standa
gegn myrkrinu, til þess að sjá ljósið." Síðan voru menn færðir
í rádýrsfeld, er skyldi tákna húðstrýking og tvístring þeirrar sálar,
er hrapað hafði niður í líkamslífið. Þá voru kyndlar og lampar
slökktir og gengið inn í neðanjarðarvölundarhúsið."
Úr bókinni Vígðir meistarar
158. LÍFSGLEÐI NJÓTTU
eftir Dale Camegie. Eins og titillinn ber með sér, er þetta
handbók um, hvernig maður á að forðast áhyggjur, sér-
staklega óþarfa áhyggjur, og þykir hún með afbrigðum
góð. Gefur hún fjölda ráða til þess að varpa frá sér
áhyggjum sínum og segir sögur af reynslu fjölda manna,
sem áhyggjurnar voru að sliga og gera heilsulausa, en
gátu varpað þeim frá sér og byrjað á nýju, hamingju-
sömu lífi.
í lausasölu kr. 130.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 91.00
„ . . . 1. Ef þú vilt, að þessi bók komi þér að sem mestum notum,
verðurðu að uppfylla eitt skilyrði, sem er langtum mikilvægara
en allar reglur og aðferðir. Allar leiðbeiningar um, hvernig þú
átt að haga lestri hennar, eru næsta lítils virði, ef þú uppfyllir
ekki þetta skilyrði. Gerirðu það hins vegar, þori ég að staðhæfa,
að þú munir ná undraverðum árangri, án þess að kynna þér
reglurnar um, hvernig þú eigir að lesa bókina, þannig að hún
komi þér að sem mestum notum.
Hvert er þá þetta þýðingarmikla skilyrði? Aðeins það: að þú
hafir einlœgan hug ú aó lœra og sért faslúkveðinn i að varpa frd
þér dhyggjunum og byrja að njóta lífsins.
Hvernig geturðu þroskað slíka löngun hjá þér? Þú skalt stöðugt
minna sjálfan þig á, hversu mikilsverðar þessar lífsreglur eru fyrir
þig. Gerðu þér í hugarlund, hversu auðugra og hamingjuríkara
líf þitt verður, er þú hefur tamið þér þær. Endurtaktu hvað
eftir annað með sjálfum þér: „Sálarfriður minn, heilbrigði, ham-
ingja og e. t. v. einnig fjárhagsleg afkoma eru að miklu leyti
undir því komin, að ég tileinki mér hin gömlu, augljósu og
eilífu sannindi, sem finna má í bók þessari."
Úr bókinni Lifsgleði njóttu
62. DÝRAFRÆÐI
eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Dýrasögur Jónasar frá
Hriflu voru orðnar vinsæl almannaeign, þegar landspróf-
in komu til sögunnar, en þá var talið nauðsynlegt að gera
356 Heima er bezt