Heima er bezt - 01.09.1960, Side 38
íku, og segir frá ævintýrum svertingjadrengsins Mikka
og hvíta drengsins Tomma. Sagan var lesin í útvarpinu
sem framhaldssaga barnanna veturinn 1959.
I lausasölu kr. 45.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 32.00
„ . . . Margir dagar voru liðnir. Það voru langir og erfiðir
dagar í steikjandi sólarhita eða húðardembum, er létti jafn-skyndi-
lega og þær skullu á. Fljótið teygði sig óendanlegt framundan,
og á báða bóga lá skógarþykknið alveg niður að bökkum þess.
Drengirnir voru aðframkomnir a£ þreytu. Þeir voru næstum
því of þreyttir til þess að lyfta upp árunum til þess að róa á
móti straumnum. Hið hýra andlit Mikka var nú oftast alvarlegt.
Útlit Tomma hafði einnig gjörbreytzt. Hann var nú ekki lengur
sami djarfi pilturinn, sem hafði lagt af stað frá tjöldunum fyrir
viku síðan. Hvítu fötin hans héngu í tætlum utan á honum
og voru svo útötuð í mold og leir, að hvergi sá í hvítan blett.
Andlit hans var brúnt og hrjúft af sólbrunanum, og berir hand-
leggirnir bólgnir af mýflugnabiti. Báðir voru drengirnir aðfram-
komnir af sulti. Þeir höfðu ekki gefið sér tíma til þess að veiða
sér fisk í matinn, og matarbirgðirnar fóru ört minnkandi."
Úr bókinni Gullhellirinn
11. ÍVIK BJARNDÝRSBANI
eftir Pipaluk Freuchen. Höfundur þessarar bókar er dótt-
ir hins fræga landkönnuðar og rithöfundar Peter
Freuchen. Móðir hennar var grænlenzk. Bókin segir frá
því, hvernig grænlenzki drengurinn ívik bjargaði fjöl-
skyldu sinni frá hungurdauða með því að berjast við
bjarndýr. Margar myndir prýða bókina, sem er í íslenzkri
þýðingu Sigurðar Gunnarssonar skólastjóra.
í lausasölu kr. 38.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 27.00
„ . . . En ísbjörninn kom nær og nær. Og ívik fannst, að hann
stækkaði alltaf og stækkaði, og yrði loks stærri en allt ísfjallið.
En þegar fyrsta hræðslan var afstaðin, minntist hann þess, að
hann var veiðimaður, sem hélt á gamla spjótinu hans pabba
síns í hendinni, — spjótinu, sem lagt hafði svo mörg veiðidýr
að velli.
ísbjörninn nálgaðist enn meir. Þetta var meðalstór björn, og
hann var soltinn."
Úr bókinni ívik bjarndýrsbani
30. TÓMSTUNDIR
eftir Vald. V. Snævarr fyrrum skólastjóra, er safn smá-
sagna, leikrita og ljóða. Er hér um að ræða hugljúft lestr-
arefni, sem hollt er börnum og unglingum.
í lausasölu kr. 38.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 27.00
„ . . . Ég lagði af stað í hægu veðri með sjúkdómslýsinguna
í huganum. Eg var alltaf að rifja hana upp fyrir mér á leiðinni.
Ég mátti engu atriði gleyma. Eg skyldi muna allt, ákvað ég með
sjálfum mér. Og auðvitað fór ég styttri leiðina, til þess að ná sem
fyrst út að Stað. Ég hugsaði lítið út í snjóflóðahættuna á þeirri
leið, en herti gönguna, sem mest ég mátti. Eg renndi mér á ská
niður Staðarhnjúkinn — þið munið eftir honum, drengir, — og
kom standandi niður á grundina ofan við bæinn.“
Úr bókinni Tómstundir
36. DRENGURINN OG HAFMÆRIN
eftir Synnöve G. Dahl. í bókinni eru sjö gullfalleg ævin-
týri, sem öll böm verða hugfangin af. Bókin er prýdd
mörgum skemmtilegum teikningum. Sigurður Gunnars-
son skólastjóri þýddi.
Bókhlöðuverð kr. 38.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 27.00
„ . . . Þegar Mikki refur kom heim í greni sitt, sagði hann
við konu sína: „Nú hef ég boðið skógarbirnunni og allri fjöl-
skyldu hennar til miðdegisverðar klukkan fjögur á miðvikudag-
inn. Þú veizt, að það skiptir okkur miklu máli að eiga vingott
við birnuna."
„Já, ég veit það,“ svaraði frúin. „En hvaðan eigum við að fá
veizluföngin? Þér er þó vel kunnugt um, að nú eru erfiðir tímar.“
„Mitt er að sjá um það,“ svaraði Mikki. „En nú skal ég segja
þér nokkuð: Birnan er orðin svo mikil með sig, að hún hefur
ráðið sér barnfóstru."
Úr bókinni Drengurinn og hajmarin
42. LEYNDARDÓMUR KÍNVERSKU GULLKERANNA
eftir Percy F. Westerman. Davíð Áskelsson þýddi. Hér
segir frá ævintýrum og mannraunum Péturs Annesley í
leit að hinum dýrmætu ættargripum, kínversku gullker-
unum.
í lausasölu kr. 55.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 39.00
„ . . . Li Fan var í jafn æstu skapi, þó að sjóræningjaskipstjór-
inn væri lagður af stað til að framkvæma fyrirskipanir hans.
Hann gekk um gólf í ákafa í móttökusalnum, meðan hann íhugaði
ástandið eins og það var.
Hann hafði Annesley á valdi sínu. Það var vissulega mikilsvert.
En Forsyth hafði sloppið, og það gat haft alvarlegar afleiðingar.
Kæmist Forsyth aftur til Hermione, myndi það kosta Li Fan
stöðuna. En tækist Tao Ching aðeins að ná strokufanganum, var
Li Fan nokkurn veginn óhultur gegn allri íhlutun um fyrir-
ætlanir sínar, og auk þess gat hann þá neytt Annesley til þess
að segja allt, sem hann vissi um dýrgripina."
Úr bókinn Leyndardómur kinversku gullkeranna
K. JÓNSI KARLINN í KOTI OG TELPURNAR TVÆR
eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Jónsi í Koti er karl í
krapinu, sem íslenzkum drengjum mun að skapi, telp-
urnar tvær, Þura og Stella, eiga margar góðar vinkonur.
Bókina prýða teikningar eftir Odd Bjömsson.
í lausasölu kr. 25.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 18.00
„ . . . Gráni er betri."
„Nei, Rauður er víst betri. Hann skal vera það,“ sagði ég og
vingsaði hnappheldunni, sem ég hélt á, en þokaði mér þó um
eitt skref aftur á bak, því að ég sá, að Þura stappaði niður fætin-
um, og það gat ég verið alveg viss um, að hún væri að verða
verulega reið. Við höfðum verið að flytja hrossin og farið að jagast
út af reiðhestum feðra okkar.
Nú stóðum við á holtinu fyrir utan túnið á Völlum, en þar
skildust leiðir. Önnur gatn lá beint heim að bænum á Völlum,
en hin í sveig niður með holtinu og út að Vallakoti. Ég átti
nefnilega heima í Vallakoti, en Þura á Völlum. Feður okkar
voru bræður, til allrar bölvunar fannst mér stundum, og pabbi
Þuru var flúttur að Völlum fyrir nokkrum árum, en við höfðum
verið í Vallakoti eins lengi og ég mundi eftir mér.“
Úr bókinni Jónsi karlinn i Koti og telpurnar tvœr
41. STRÁKUR A KÚSKINNSSKÓM
eftir Gest Hannson. Höfundarnafnið er dulnefni á ung-
um, íslenzkum rithöfundi og er bókin myndskreytt af
bróður höfimdarins. „Strákur á kúskinnsskóm . . . er
skemmtileg bók, og þá er nokkuð sagt. Og hún er vel
skrifuð barnabók, þar sem sitt hvað gerist, sem í frásög-
ur er færandi. Það er langt síðan ég hef rekizt á jafn
ómengaða fyndni í íslenzkri bók. . . .“ — Steingrímur Sig-
urðsson. — Bókin er því miður uppseld hjá forlaginu.
71. STRÁKUR í STRÍÐI
eftir Gest Hannson. Þessi nýja bók, eftir höf. bókarinn-
362 Heima er bezt