Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 39

Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 39
ar „Strákur á kúskinnsskóm", er jafnvel ennþá skemmti- legri aflestrar en fyrri bókin. Hér segir frá ýmsum ævin- týrum, sem þeir bræður, Gestur og Gáki, lentu í. Margar bráðsnjallar teikningar eftir bróður höfundar prýða bókina. í lausasölu kr. 58.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 41.00 ..... Eitt sinn kom Lási til mín, þar sem ég var úti í hesthúsi að kemba hestunum, og bað mig að koma fljótt með sér út í fjós. Honum var mikið niðri fyrir, og mér fannst hann vera eitthvað glámslegur í augunum. „Hvað viltu?“ spurði ég hálfönugur, því að ég vildi ógjarnan fara frá fallegu reiðhestunum út í fjós til beljanna. Átti auk þess ekki á verra von, þegar Lási kom uppveðraður til mín. „Það er dálítið sem ég þarf að sýna þér þar,“ sagði Lási hátíð- legur. Ég skotraði til hans augunum tortrygginn. Lási var aldrei trúnaðarlegri en einmitt þegar hann var að brugga manni einhver launráð. Ég taldi þó hyggilegra að fara með honum, annars væri hann viss með að taka upp einhverjar pyndingar við mig.“ Úr bókinni Strákur í striði LJÓÐ 72. LJÓÐMÆLI I—II eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. Prentað í mjög takmörk- uðu upplagi, gefið út í tveimur bindum, bundið í skinn- band. Um Þorstein Þ. Þorsteinsson kemst próf. Richard Beck meðal annars svo að orði: „Hann er fjölhæfastur vestur-íslenzkra skálda . . . frumlegur í efnismeðferð, orðavali og bragarháttum, smíðar þá ósjaldan sjálfur og fellir þá vel að efni.“ í lausasölu kr. 280.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 196.00 HUNDURINN PRESTSINS „ .. . Eg hausinn þekki. Hundur prestsins varstu, með hefð og stolti loðna feldinn barstu sem prestar sína hempu, kraga og hatt. En kúnstir þínar lékstu langtum betur, því lífið eigi hærra komizt getur en svíkja’ ei satt. Þér góður var hann, unz til brauðsins betra hann burtu fór og glæsilegra setra. Eg held ’hann biskup hafi orðið þar. En þú varst skilinn allslaus eftir heima. f upphefðinni’ er títt þeim lægstu að gleyma. Þú fékkst ei far.“ Úr bókinni Ljóðmœli 53. í DAGSINS ÖNN eftir Sigurð Sveinbjörnsson. „Aldraður verkamaður kveður sér hljóðs með þessari ljóðabók á eftirtektarverð- an hátt.... kverið skilur eitthvað eftir sem gerir mann ríkari. . . . “ — Kristmann Guðmundsson. í lausasölu kr. 90.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 63.00 VIRKIR DAGAR „ .. . Þeir eru margir þrautakaldir dagarnir virku, — af drottni taldir. Þeir koma og fara sem flökkugestir í gráum klæðum, og gleymast flestir. Þeir sýnast ei margir mikið vinna. En örlaga þræði allir spinna. 1 hógværð sinni þeir hljóðir fara. En áhrif þeirra um eilífð vara.“ Úr bókinni / dagsins önn 160. VÍSUR OG KVÆÐI eftir Eirík Einarsson frá Hæli. „ . . . Eiríkur Einarsson var hugsjónamaður og skáld. Vafalaust mesta skáld, sem setið hefur á Alþingi síðan Hannes Hafstein leið. . . .“ — Jón Pálmaon. í lausasölu kr. 95.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 65.00 Visur garnals Árnesings „ ... Þú Árnesþing, ég elska nafnið þitt. Þar upp til fjalla er helgisetrið mitt, er morgunsgeislans mildi fyrst ég naut við móðurskaut. Þar greri ég, sem grær allt jarðarlíf, í gleði og trausti barns á föðurhlíf. Hve létt var byrði léttfætts smalasveins og lundin eins.“ Úr bókinni Visur og kvœði 73. LJÓÐ AF LAUSUM BLÖÐUM eftir Ármann Dalmannsson. Ármann er þjóðkunnur mað- ur fyrir störf sín í þágu skógræktar, íþrótta- og búnaðar- mála. En hann hefur, eins og margir aðrir íslendingar, farið dult með hagmælsku sína. og er þetta fyrsta ljóða- bók hans. í lausasölu kr. 120.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 84.00 AKUREYRI „ ... Fagri bær við fjörðinn vinalega, ferðamannsins þráða paradís. Litaskrúði ofin alla vega crtu, þegar morgunsólin rís. Bær, sem ýmist ert í möttli grænum eða hvítum skrúða úr vetrarsnæ. Bær, sem getur gefið sunnanblænum gróðurilm í nesti um fjöll og sæ. Fjaran, Bótin, Eyrin, öll þín hverfi eiga svip í stíl við börnin sín. Heima er bezt 363

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.