Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 43
Foreldrar Ingólfs voru hjónin Jón Friðfinnsson neta-
gerðarmaður, síðast á Akureyri, og Þuríður Sigurðar-
dóttir frá Miðkoti í Svarfaðardal. Ingólfur lauk námi
og vann síðan í prentsmiðjunni til 1913, að hann ásamt
Aðalsteini Sigmundssyni frá Árbót í Aðaldal, síðar
kennara, lagði niður vinnu og hvarf frá prentlistinni.
Tók þá að leggja stund á skólanám, varð stúdent og
kandidat í lögfræði. Hefur síðan gegnt ýmsum opinber-
um störfum.
Ástæðan fyrir brottgöngunni var talin meðal annars
hafa verið sú, að þeir hefðu neitað að fara höndum um
handrit úr penna Guðmundar sýslumannssonar Guð-
laugssonar, vegna veikinda hans. Hann mun hafa andazt
úr berklum.
Auk þessara framantöldu vann um sumartíma bakara-
sonur austan af Seyðisfirði, Þórarinn Jörgensen að
nafni.
Prentsmiðjusctlurinn.
Þegar inn úr dyrum var komið, frá vestri, blasti við
stóra prentvélin fyrir austurhlið, sneri formstæðið til
suðurs, en borðið, sem hið prentaða lagðist á, til norð-
urs. Sunnan vð prentvélina var vaskurinn; í honum var
letrið þvegið eftir prentun. Uppi yfir honum var opinn
veggskápur með mörgum hólfum; þar var komið fyrir
ýmsu því, sem nota þurfti við undirbúning prentunar-
innar. Vestan við vaskinn var stálborð mikið; voru á
því blöð og bækur búin undir prentunina. Vestan þess
kom lítil leturkassa-dragkista, en vestur af henni prent-
vél sú, sem allt smávegis var prentað í; var hún fót-
knúin eða stigin. Er þá komið að skrifstofudyrum hús-
bóndans. Vestan þeirra kom svo stór leturkassa-drag-
kista, þar sem leturkassarnir hölluðust mót norðri og
önnur þar norður af, við vesturhlið, en þar hallaðist
letur- eða setjara-kassinn mót suðri. Væru tveir að
setja úr þessum kössum eða skúffum, sneru þeir saman
bökum. Er þá komið að dyrunum. Norðan þeirra var
sama fyrirkomulag með staðsetningu leturskúffanna;
bökum var snúið saman. Bak við nyrðri leturkassa-drag-
ldstuna voru hillur, sem höfðu því hlutverki að gegna
að geyma smákassa þar sem í voru strik og ýmsir aðrir
hlutir, sem ætlaðir voru til prentskreytingar. Er þá lok-
ið við vesturhlið og komið að norðurstafni vestanverð-
um. Austur af fyrrnefndu hillu-skoti, voru tvær letur-
kassa-dragkistur, en þeirra staðsetningu var þann veg
háttað, að þar stóðu setjararnir augliti til auglitis hvor
við annan. Þar austatl við kom svo pappírsskurðarhníf-
ur. I norðausturhorninu voru snagar fyrir sloppa okkar
og handþurrkur utan vinnustunda, en jakka okkar og
höfuðföt meðan verið var að verki. Er þá lokið að lýsa
hringsviði salarins.
Nokkuru austar en um miðjan sal, voru fjórar stoðir
undir loftinu, frá suðri til norðurs. Á milli tveggja
syðri stoðanna, gegnt prentvélarhjólinu, lá baklaus stigi
upp á loftið; í gólfinu, skammt austan stigans, var nið-
urgangan í kjallarann; þar voru geymdar pappírsbirgð-
ir o. m. fl. Sunnan og vestan til við stigann var hitagjafi
okkar prentaranna, ekki mjög gildvaxinn ofn, en nokk-
uð hár. Hann hafði þá yfirburði fram yfir marga aðra
ofna, að bolurinn var í mörgum fellingum; var því
hitaútstreymi hans mun meira en venjulegra ofna, þótt
fyrirferðameiri væru. Vestur af ofninum og stiganum
var auður gangur til útidyra. Norðan gangs þessa og
vestan til í salnum voru einir fjórir kollóttir stólar, sem
trépallar þeir, sem letrið var þvegið á eftir prentun,
voru staðsettir á, á undan dreifingu letursins í letur-
kassana. Var sá verknaður kallaður „aflagning“ og að
„leggja af“, sjálft verkið.
Norðan við stóla þessa lá gangur austur að nyrðri
stoðunum. Milli þeirra var komið fyrir nálega hnéhá-
um kassa sem stóð á gólfi og hillu, sem var allt að því
Fyrsta prentvélin i Prentsmiðju
Odds Björnssonar 1901.
Heima er bezt 367