Heima er bezt - 01.09.1960, Page 44

Heima er bezt - 01.09.1960, Page 44
mannhæðarhá. Kassinn var notaður til að leggja á hann gallaðar pappírsarkir, en þær komu að gagni, til að þurrka upp ef prentaðist á sívalninginn, sem pappím- um, er prenta átti, var ætlað að vefjast um. Henti slíkt, ef sá sem leggja átti fyrir vélina varð of seinn. Þegar pappír var skorinn, urðu oft til afskurðargeirar og vom þeir geymdir á hillunni, einnig til bráðabirgða svoköll- uð bókasafnseintök. Norðan fyrr nefnds gangs, vestan stoðanna var aflangur allstór skápur, nokktns konar borð að ofan, með föstum göflum og nyrðri hlið, en með loki á suðurhlið, sem hægt var að fella inn í og loka með snerlum. I honum vora hillur, sem geymdu bæði nothæfa pappírsafganga, mislita, kápupappír og smávegis prentanir, þar til um þær var búið og þær burt sendar. Þá er lokið lýsingu prentsalarins að því við- bættu, að á suðurþili, austan skrifstofudyra, allhátt uppi, var komið fyrir hringlaga klukku, sem taldi okkur vinnustundirnar, og svo að segja á þili, yfir hverjum leturkassa, var hilla til að hafa skipin á. Reynslutíminn. Hann var 3 mánuðir. Að honum loknum voru samn- ingar gerðir og fékk neminn 30.00 krónur útborgaðar ef hann ætlaði sér að halda áfram, en ákvæði hann þá að hætta, gekk hann þaðan með tvær hendur tómar. Þegar kom fram í ágústmánuð, fór Oddur að grennsl- ast um, hvernig mér geðjaðist starfið. Varð það á þá lund, að faðir minn gerði samning fyrir mína hönd. Áður en til samninga yrði gengið, bað ég föður minn að skjóta því ákvæði inn í hann, að ef mér byðust betri kjör annars staðar að þrem árum liðnum, væri ég laus frá prentsmiðjunni. Að þessu var gengið. Fékk ég að því búnu þriggja mánaða laun. Þóttu mér það miklir peningar; það man ég. Þá gladdist maður yfir hverjum 25eyringi, sem manni áskotnaðist. Einu atviki man ég eftir á reynslutímanum. Það var seinni hluta dags. Oddur þurfti að bregða sér eitthvað frá. Ég var að setja grein úr „petit“, að mig minnir í „GjalIarhorn“, vikublað, sem þeir Jón Stefánsson og Bernharð Laxdal gáfu út og voru ritstjórar að. Ég hafði hugsað mér að halda vel áfram. Þegar Oddur kom aft- ur, þótti honum ég hafa afkastað miklu verld, og hældi mér fyrir. Þegar próförkin kom af greininni, gafst á að líta. Þær urðu fullmargar prentvillurnar. Oddur varð ekkert vondur við mig, en sagði á þá leið, að betra væri að fara hægar og gera það bemr. Lét ég mér það að kenningu verða, varð aldrei fljótur, en setti vel og rétt. Fyrir kom það og á prentara-ferli mínum, að handritahöfundar æsktu þess, að mér væri falin setn- ingin. Er þetta ekkert karlagrobb, þótt sumum gæti komið það í hug. Ég komst fljótt upp á að lesa handrit, þótt þau virtust næstum ólæsileg við fyrstu sýn. Þetta varð mér mikil hjálp, ásamt rækilegri kynningu á blaða- mannaritun þess tíma, sem var að finna á „Stafsetning- arbók“ Björns Jónssonar, þáverandi ritstjóra „Isafold- ar“ og síðar ráðherra. í bók þessa var ávallt gluggað, ef vafi lék á um ritun orðs. Blöð og bækur. Þegar ég kom að prentarastarfinu voru vikublöðin „Norðurland“ og „Gjallarhorn“ prentuð þar. „Norð- urlandið“ hóf göngu sína 1. okt. 1901. Var mér vel kunnugt um það fyrir hingað komu mína. Hafði meira að segja lært um það vísu, sem andstæðingur þess einn Ijóðaði að enduðum lestri. Vísan er svona: „Norðurland vill frið og fró farga bræðra sinna. í því galar naðran nóg, sem náði Evu ginna.“ Ritstjóri þess var Einar Hjörleifsson, skáld og rithöf- undur, síðar Kvaran, sem bræður hans og niðjar þeirra. Er hann lét af því starfi 1905, tók við stjórn þess Sig- urður læknir Hjörleifsson, bróðir hans, og hafði hana, er ég hvarf frá prentsmiðjunni 31. maí 1907. „Gjallarhornið“ byrjaði að koma út í ársbyrjun 1903. Ritstjórar þess voru tveir, þeir Bernharð Laxdal og Jón Stefánsson. Siðar stjórnaði Jón því einn. Áður en ég komst í kallfæri við blað þetta, minntist ég „Akur- eyrar-vísna“ þess. Tek þessa til gamans: „Norður á Sand er svalt um þessar mundir, situr Einbúi þar og kveður Ijóð; eru Guðmundi gengnar munastundir, getur Kolskeggur því mokað á ’hann hnjóð. Sjá þó betur þar augu en auga, því að Ólafur vekur upp drauga, sem í sóthríð oft sveima nærri hlóðunum og sækja’ að Kolskeggi hjá stuttpilsuðu fljóðunum.“ Ég hlakkaði oft til að setja í „Gjallarhornið“ frétta- pistla Steingríms læknis Matthíassonar: „Á ferð og flugi“. Hann var tun þær mundir læknir á farkosti, sem ferðaðist á milli Danmerkur og Kína. Fundust mér þeir bráðskemtilegir og fjörlega ritaðir. Bækur, eða bókarefni, sem ég fór höndum um, man ég þessar, þótt eigi geti ég greint frá hvaða ári hver bók kom út: Vorljóð og Móðurminning, eftir Gunnar skáld Gunnarsson, sennilega fyrstu bækur þess höfund- ar. Ljóðmæli eftir Pál Jónsson skáld, síðar Árdal, Krist- ur, biblían og vantrúin, á vegum Arthurs Gook, trú- boða, Styttir Kvöldvökunnar eða Ævisaga Karls Magn- ússonar hins sanna íslendings, samin og gefin út af skag- firzkum bónda, Sveini Gunnarssyni frá Mælifellsá, Und- ir beru lofti, eftir Guðmund skáld Friðjónsson frá Sandi í Aðaldal. í afturelding eftir Guðmund lækni Hannesson á Akureyri, síðar prófessor í Reykjavík, Reikningsbók eftir séra Jónas Jónasson á Hrafnagili, í tveim hlutum, Markaskrár fyrir Múlasýslur, Skagafjarð- ar- og Húnavatnssýslur, Ársrit Ræktunarfélags Norð- urlands, auk skólaskýrslna og sýslufundargjörða. Enn fremur eftirmæli, söngskrár, nafnspjöld, trúlofunarkort, hlutabréf o. m. fl„ sem þarflaust er að rekja. 368 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.