Heima er bezt - 01.09.1960, Page 45

Heima er bezt - 01.09.1960, Page 45
Skipting vinnunnar. Hún var á þá lund, að ég fékkst mikið við setningu meginmáls, Jakob við allt það vandasamara, og prent- aði, framan af, í fótstignu prentvélinni flest það, sem gekk í gegnum hana, en í hlut Ingólfs Guðmundssonar kom að mestu leyti aflagningin eða dreifing letursins í kassana eftir prentun. Væri ekki um því fleiri hundruð eintaka að ræða, sem prenta skyldi, snerum við ýmist einn eða tveir, eftir atvikum, undir því, sem prentað var í stóru prentvélinni. Þá var enn fremur venjan að nota yngsta nema starfsins í margs konar sendiferðir. Til skiptis vorum við látnir sópa gólfið daglega í vinnu- tímanum, en á laugardögum var það þvegið af öðrum. Sópunin fór þannig fram, að vatni var með bursta hríslað yfir gólfið á undan sópun. Áður var litið eftir, hvort stafir eða annað tilheyrandi letri, hefði fallið nið- ur hjá leturkössunum og það tínt upp; enn fremur leit- að í sorpinu. Ekkert var látð fara til spillis, sem not- hæft var. Vélar og stærri tæki. Prentvélar voru tvær, önnur handsnúin, kölluð „hraðpressa“, fyrir blöð og bækur, hin fótknúin, not- uð við allt fyrirferðarminna. Þá var þar bæði pappírs- skurðarhnífur og mót til að steypa í sívalninga þá, sem báru svertuna yfir letrið. „Hraðpressan“ var með stóru hjóli, sem hafði þann eiginleika að létta undir við ann- an hvorn snúning. Haldið út úr hjólinu var svo langt, að tveir menn gátu snúið því, en þá þurftu þeir að standa hvor andspænis öðrum og á þann hátt, að sá sem norðar stóð hafði báðar hendur á haldinu, en hinn aðra og hélt sér þá venjulega í eina rim stigans, sem lá upp á loftið, með hinni. Vinnubrögð. Yfirleitt máttu þau teljast góð. Prentsmiðjustjórinn sat í skrifstofu sinni, fyrir opnum dyrum, og gat því fylgzt með verkunum. Þyrfti hann út í bæ, einhverra erinda, var litið eftir, hvaða stefnu hann tók. Þegar hann var úr augsýn kominn, losnaði oft um málbeinin og léttara var andað. Dró þá nokkuð úr vinnuafköst- um, en séð var ævinlega um, að allir væru komnir á sinn stað, er húsbóndinn birtist í dyrunum. Urðu frá- vik hans tíðari og lengri með hverju ári. Var hann bæði í bæjarstjórn og ýmsum nefndum. Kom þetta þá eigi að sök, því að við vorum jafnframt að vitkast og þrosk- ast. Er hann kom úr ferðum þessum, gekk hann venju- lega inn á skrifstofu sína, fór úr yfirhöfn og hafði skó- skipti. Að því búnu hófst nokkurs konar stofugangur. Fyrir kom þá, að meistarinn spyrði á þessa leið: Hvers vegna fórstu svona að þessu, eða hvers vegna gerðir þú þetta. Væri svarið: Ég hélt það væri rétt, sagði Oddur oft: „Það er ekki nóg að halda, það á að vita“. Aldrei minnist ég þess að meistarinn yrði vondur við okkur, en hann vandaði um við okkur með festu og alvöru. Oddur var framúrskarandi vandvirkur og vildi láta okkur gera allt vel. Færi Oddur út í bæ vegna heimilis- þarfa, var hann vanur að taka yngsta nemann í listinni með sér til að bera bögglana. Voru þetta að ýmsu leyti skemmtiferðir, afvik trá inniverunni. Ferðalög þessi drógu oft í tímann, sérstaklega meðan heimili hans var sunnan gömlu kirkjunnar. Komu þessar ferðir oft í minn hlut, fyrsta námsár mitt. Menn, sem ég man. Fáir munu þeir dagar hafa liðið, að ekki kæmu ein- hverjir að erinda við prentsmiðjustjórann. Minnist ég sérstaklega þriggja, því að þeir komu aðeins einu sinni. Hvort þeir konru allir á sama árinu, man ég ekki með vissu. Er mér nær að halda um tvo þeirra, þá Vilhjálm Stefánsson landkönnuð og Jón Þorláksson landsverk- fræðing, síðar ráðherra. Þriðji maðurinn, Oddur Gísla- son, lögfræðingur, glæsimenni mikið að mér virtist. Það mun hafa verið sumarið 1905, sem Vilhjálmur kom, og sat um hálfan dag inni á skrifstofu Odds, ýrnist flettandi blöðum eða skrifandi. Mér kom hann fyrir sjónir á þá lund, að hann væri herðabreiður og mið- mjór, dökkhærður og hrokkinhærður, mjög brúnn í andliti og lægi djúpt rómur. Hann var þá sagður þrítug- ur að árum og prófessor við háskóla í Vesturheimi. Jón Þorláksson hefur sennilega verið að koma frá út- löndum, að loknu verkfræðinámi. Voru þeir Oddur, húsbóndi minn, báðir Húnvetningar og að sjálfsögðu kunningjar, bæði frá heimahéraði og dvöl erlendis. Jón lauk stúdentsprófi 1897. Mér leizt vel á manninn við þessa fyrstu sýn. Virtist hann hógvær, kurteis og alúð- legur. Brá mér því mjög fimm árum síðar, er ég þurfti að reka smávegis erindi fyrir föður minn. Var þá kom- inn yfirmennskusvipur á ásjónuna og framkoman stapp- aði nærri ósvífni. Oddur Gíslason var í hálfleiðinlegum erindum. Hann hafði tekið að sér að innheimta skuld, sem Oddur hafði komizt í erlendis vegna stofnunar prentsmiðju sinnar. Hann dvaldi töluverðan hluta úr degi á skrifstofu hús- bóndans, að honum fjarverandi. Vissum við ekki fyrri til, en hann vindur sér fram í prentsalinn til okkar og fer að spyrjast fyrir um leiðina út í garðinn. Gekk okk- ur ekki vel að skilja þetta í fyrstu, en nægilega snemma komumst við þó að því, að maðurinn þyrfti að ganga örna sinna. Dritklefinn, sem var áfastur prentsmiðju- húsinu, var ætíð lokaður og gengu þar ekki aðrir um en prentararnir. Fengum við komumanni lykilinn og leiðbeindum honum. Er mér enn í fersku minni, hve ynnilega þakklátur hann var okkur, er hann skilaði lyklinum. Auk ritstjóranna Jóns Stefánssonar, Einars og Sig- urðar Hjörleifssona, og barna þeirra bræðra, man ég að nefna sem lítið sýnishorn þá: séra Jónas á Hrafnagili, Pál Jónsson, skáld, Guðmund Hannesson, lækni, Guð- mund Friðjónsson, skáld, Gunnar skáld Gunnarsson, þá ungan mann, Guðlaug sýslumann Guðmundsson, Stefán kennara Stefánsson, Árthúr trúboða Gook, Hannes um- boðssala Magnússon, Friðbjörn bókbindara Steinsson, Sigtrygg trésmíðameistara Jónsson, Jón blinda, sögu- Heima er bezt 369

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.