Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 46

Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 46
mann, frá Mýlaugsstöðum, Sigurð Jónsson, bónda á Yzta-Felli, Einar Sigfússon frá Ærlæk, dálítið sérkenni- legan mann, Sigfús þjóðsagnasafnara Sigfússon, lög- fræðingana Gísla Sveinsson og V'aldimar Thorarensen, Sigurð skólastjóra Sigurðsson frá Draflastöðum í Fnjóskadal, skólapiltana Jónas Jónsson frá Flriflu, Jónas Flelgason frá Grænavatni og Sigurgeir Friðriks- son frá Skógarseli. Fíeimsóknir kvenna í prentsmiðj- una voru fátíðar. Vil ég þó geta tveggja, sem ekki voru mjög fáséðar og komu venjulega báðar saman. Þær voru kona og systir Davíðs trésmíðameistara Sigurðs- son, Þórdís Stefánsdóttir og Guðrún. Fengust þær mik- ið við blómsveigatilbúning á kistur látinna manna, og þurftu oft að fá prentað á silkiborða nafn hins látna og sálmabókarvers. Dönskukennsla. Eins og fyrr hefur verið getið um, lofaði Oddur að kenna mér dönsku; sennilega hefur hann lofað hinum nemunum því sama. Að loknu fyrsta ári mínu bólaði ekki á kennslunni. Þegar kom fram á annað árið, fór- um við að stinga saman nefjum um, að seint gengi með dönskukennsluna. Hvernig svo sem það atvikaðist, þá hófst dönskukennslan, skömmu fyrir hættutíma dag nokkurn, á þá lund, að meistarinn endurtók nokkrum sinnum: „Nú skal du feje gulvet,“ og þess á milíi: „Hvad behager.“ Gólfið var sópað eins og venjulega og lokunartíminn brást ekki heldur. Við vorum víst eitthvað skilningssljóir í þessum fyrsta dönskutíma; varð hann bæði upphaf og endir dönskunámsins. A flrauna-cefingar. Fyrr hef ég minnzt á stigann, sem lá upp á loftið. Hann var baklaus. Var því hægt að gera ýmsar hand- styrktaræfingar í honum; sérstaklega æfðum við okkur á að hanga á rimunum í seilingarhæð og draga okkur svo hægt upp á við, á handleggjunum, þangað til við komum hökunni á sömu rim og um var haldið. Síðan létum við okkur síga niður, unz teygðist á handleggj- unum. Var þessi æfing látin endurtakast eins lengi og við komum höku á rim. Þá tókum við einnig upp á því að vega okkur jafnhátt höndum, sleppa síðan báðum höndum jafnt og grípa um næstu rim ofan við, án þess að detta niður á gólf. Var ég orðinn svo leikinn í þessu, að ég gat hækkað mig um tvær rimar í stökkinu. Stökki þessu gaf ég nafnið apastökk. Yfir stigagatinu var hleri á hjörum, sem féll að suð- urþili uppi á lofti. Var hann ætíð yfir opinu, nema þeg- ar um það var gengið. Yfir hleranum var komið fyrir afbragðs rólu. Auk þess, sem gaman var að róla sér endrum og eins, var hægt að fara í gegnum sjálfan sig aftur á bak og áfram. Þar með eru þó ekki taldir allir kostir hennar. Væri setið í henni klofvega, og annarri hendinni haldið um keflið fyrir framan sig, en hinni aftan við sig, var hægt að fá á sig hjólsveiflu, þannig, að ýmist vissi höfuð eða fætur að gólfi. Hnefaleikurinn. Þess er fyrr getið, að Oddur hafi boðizt til að kenna mér hnefaleik. Eftir að samkomuhúsið var tekið til af- nota, sem mun hafa verið á árinu 1906, tók húsbóndinn mig með sér þangað, í nokkur skipti, í þeim tilgangi. Byrjuðum við fyrst tveir einir, en síðar bættust við þeir Jóhannes Jósefsson, Jón Helgason og Jón Pálsson. — Jóhannes varð eins og kunnugt er heimskunnur mað- ur og þjóðfrægur. Varð hann það ekki aðeins vegna íþróttaafreka sinna og landflóttamennsku, heldur engu síður fyrir efndir eigin drengskaparheits við sjálfan sig, og að lokinni útlegð fyrir stofnsetningu og stjórn á aðal-veitingahúsi höfuðstaðarins, „Hótel Borg“. — Jón Helgason var ættaður frá Grund í Höfðahverfi, frændi Jóhannesar, hann hefur alið mestan hluta aldurs síns fjarri heimalandi sínu. Dvaldi fyrst í Rússlandi og kvæntist þar rússneskri hefðarmey. í rússnesku bylting- unni lét hann undan síga til Kaupmannahafnar; gerðist þar stórkaupmaður. Nú, árið 1960, hyggst hann, í félagi við aðra, að reisa nokkurs konar dvalar- og elliheimili fyrir íslendinga í Danmörku. Jón Pálsson hvarf einnig ættjörðinni og ílentist að lokum sem bóndi í Vestur- heimi. Við hnefuðumst með þar til gerðum vettlingum, ýmist við kennarann eða innbyrðis. Vorum við klæddir leikfimibúningi, nema kennarinn. Hann var íldæddur bleikrauðum, ermalausum, jerseysamfestingi, með mitt- isskýlu úr dökku, rauðbláu flaueli, sem var skreytt að neðan allavega litu smáplötu-kögri. Þótti mér þetta afar skrautlegur búnaður. Eftir að hafa lært undirstöðu- atriðin í leik þessum og kynnt mér hann síðar, leystist allur áhugi minn frá honum. Noregsför „Hekluu. Veturinn 1905 bjóst söngfélagið „Hekla“, undir stjórn Magnúsar organleikara Einarssonar, að fara söng- för til Noregs. Er það fyrsta söngförin, sem ég minnist að farin hafi verið til annarra landa. Þótti í mikið ráð- izt, og var ferðin vandlega undirbúin. Mcðal annars þurfti að láta prenta söngskrár. Voru þær þannig gerð- ar, að hver síða var sett í tveimur dálkum. í fremri dálkinum var íslenzki textinn; þýðing hans á dönsku í þeim aftari. Hér fer á eftir lítið sýnishorn: Enn er lítil lands vors saga, / lengi raman við að draga. / Mun ei þjóð vor þreytt? / Er hún orðin ald- in, mæðin, / eða veldur landið, fæðin, / fátækt vor og fáu gæðin. / Eða viljum vér ei neitt, eitt, / eða viljum vér ei neitt? / Allir eitt, allir eitt, allir eitt, / eitt, eitt, eitt. — Þýðing skáldsins: Smaat det endnu gaar i landet, / strid og kævl og lidet andet. / Er det trætthed folk? / Er det alder- dommens möde, / eller mangler guld og gröde, /. eller ganske viljens bröde. / Mangler folkeviljen folk, folk, / mangler folkeviljen folk, / mangler folk, mangler folk, mangler folk, / folk, folk, folk? Framhald. 370 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.