Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 47

Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 47
459. „Komdu með mér,“ segir ungi sjómaðurinn. Hann fylgir mér hljóð- lega fram í hvalbaksklefa. Þegar við er- um komnir inn, verður hann strax við- mótsþýðari. Hann hlustar á mig og segir: 460. „Jaeja, ég skal hjálpa þér að bjarga Láka, ef hægt er,“ segir hann. „Ég er ný- liði um borð, skilurðu, og þekki skipið stafna á milli. Hér er um að gera að fara gætilega að öllu.“ 461. „Það er af Láka að segja, að skip- stjórinn ætlar að hafa hann fyrir káetu- þjón. En liann hefur engan rétt til að láta taka hann, þegar móðurbróðir hans er fjárráðamaður hans.“ 462. Allt í einu er kippt í klefahurðina, en sem betur fer er hún aflæst. Rudda- leg rödd fyrir utan hrópar: „Opnaðu hurðina!" og svo er barið harkalega á hurðina. „Þetta er skipstjórinn,“ hvislar hásetinn. 463. „Þú mátt til með að fela þig und- ir eins! Fljótt nú — farðu undir teppið þarna!“ hvíslar pilturinn. Ég hlýði honum á augabragði og skríð upp í eina rekkjuna, og hann breiðir upp yfir höfuðið á mér. 464. „Hvers vegna opnarðu ekki?“ rymur í skipstjóranum, þegar pilturinn loksins hefur opnað fyrir honum. Og án þess að bíða eftir svari, segir hann: „Við siglum i nótt. Þú verður að skreið- ast upp og hjálpa til að létta akkerum!" 465. Ég sé að nýliðinn fer nú með skipstjóranum upp á þilfarið. Þá smeygi ég mér upp úr rekkjunni og sé út um dyragættina, að sami maðurinn, sem ég sá inn um ljórann, er nú að draga upp seglin. 466. Út um gættina get ég nú fylgzt vel með öllu, sem fram fer á þiljum uppi. Og ég sé, að þeir eru nú sem óðast að búa sig til ferðar, og ég verð skelkaður. Ef þeir létta nú seglum í skyndi og sigla af stað....! 467. Allt í einu heyri ég skipstjórann kalla: „Láki, komdu hingað og hjálþ- aðu til, strákur!" Og að vörmu spori kemur drengur á mínu reki upp. „Þú getur farið ofan í keðjuhólfið og tekið á móti „kettingunni", skipar skipstjóri.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.