Heima er bezt - 01.12.1960, Page 6
ROSBERG G. SNÆDAL:
T Utttl!
u ara gamiir
li
ÞEGAR ÉG SÁ „HÁA-ÞÓR" í IÐNÓ
Z' .
Aöðrum dvalardegi mínum í höfuðborginni, rekst
ég loksins á mann, sem ég þekkti lítillega.
Hann hét og heitir Gunnar, fæddur og alinn
*• í Reykjavík, eftir því sem mín söguþekking
á hans persónu segir til um. En hann hafði verið í sveit
nokkur sumur og þá í næsta nágrenni við mig. Það var
fyrir kristnitöku okkar beggja.
Ekki get ég með góðri samvizku sagt, að við værum
miklir vinir í þann tíma, þó aldrei nema að við hefðum
talsvert mikið saman að sælda, vegna nágrennis og
skyldustarfa. Það var nefnilega ótalmargt, sem skildi
okkur að, einna staðfastast var þó djúpið milli fóta-
búnaðar okkar, því hann átti stígvél, gúmmískó og
stígvélaskó, en ég — bara kúskinnsskó.
En hvernig svo sem samskipti okkar voru í gamla
daga, þá var hitt víst, að hann heilsaði mér nú eins og
alhvítum hesti, aldavini og jafningja, enda var ég löngu
búinn að slíta skæðunum af henni Skjöldu gömlu,
ósællar minningar, og kominn á alsvarta Iðunnarskó.
Ég slóst í för með Gunnari, án þess að vita um áttir
eða áningarstað. Hann spurði mig margs að norðan, og
ég svaraði honum því, sem ég vissi að norðan. Eftir
nokkra stund vorum við staddir í námunda við Tjörn-
ina. Þá brýtur hann allt í einu blað í sinn sveitamann
og spyr mig upp á háborgaralega vísu hvort ég hafi
komið í leikhúsið, — Iðnó.
Ég kvað nei við og spurði hvað þar væri um að vera.
Hann sagði þetta vera leikhús höfuðborgarinnar, og
benti mér á stórt hús framundan okkur.
— Við erum að sýna Háa-Þór núna, sagði hann svo.
iVIér þótti hann mæla hraustlega og athugaði með
sjálfum mér hvort ég myndi eftir honum í útvarpsleik-
ritum, — en ég gat ekki munað til þess.
— Ertu orðinn leikari? spurði ég og leit ósjálfrátt
upp til hans.
— Já, ég er að byrja. Ég fer nú bara með statista-
hlutverk í þessu stykki, svaraði hann með raddblæ, sem
gaf ótvírætt til kynna að hann taldi lítil tormerki á
miklum frama í starfinu á næstunni. En ég skildi ekki
til hlítar útlenda orðið og blandaði því í fljótfærni við
sadista, sem ég hafði einhverntíma heyrt. iVIér fanns't
þess vegna ekki mjög mikið til hlutverksins koma og
furðaði mig ekki á því, þótt hann vildi vaxa sem fyrst
frá slíku hlutskipti.
— Það er bezt ég bjóði þér á sýninguna í kvöld. Ég
get sjálfsagt harkað út miða, ákvað hann í skyndi og
var þegar tekinn á rás í áttina til hússins, — og ég á
eftir auðvitað. Hann bað mig að bíða sín úti fyrir, en
gekk sjálfur rakleitt inn. Ég sá á því að hann hlaut að
vera heimamaður í húsi leiklistarinnar.
Að vörmu spori kom hann aftur út og rétti mér lít-
inn miða.
— Það er stúkusæti, sagði hann. Ég vona að það fari
vel um þig. Prógramm verðurðu að kaupa við inngang-
inn, ég náði ekki í neitt núna.
— Prógramm! át ég upp. — Er það eithvert meðal?
spurði ég svo í hálfgerðu hugsunarleysi, því ég var að
koma miðanum fyrir í buddunni minni.
Vinur minn rak upp kaldhæðnis hlátur, sem kafnaði
að lokum í orðinu:
— Jólasveinn! — Nei, það er leikskrá, maður.
— Nú, leikskrá, sagði ég dræmt og fyrirvarð mig.
Ég varaðist að ræða það mál nánar að sinni, því mér
var ekkert ljúft að kasta út peningum fyrir dýra skrá,
— með öllu tilheyrandi, sem ég gæti svo aldrei notað
nema við þetta eina tækifæri. Ég ákvað strax að
smeygja mér undan þeirri kvöð, ef þess gerðist nokkur
kostur.
— Jæja, sagði leikarinn. Sýningin hefst klukkan hálf
níu. Þú rambar á húsið, heldurðu það ekki?
Ég þorði ekki annað en halda það, og eftir stutta
stund skildum við, því hann þurfti að gegna áríðandi
erindum annars staðar, ekki vissi ég hvar.
Það sem eftir lifði dagsins, hélt ég mig í námunda
við leikhúsið og áræddi ekki einu sinni að leita mér að
kvöldverði á vertshúsi, heldur lét mér nægja að kaupa
mér vínarbrauð og appelsín í búðarholu, sem var svo
nærri Iðnó að ég gat gefið henni auga á meðan ég
neytti þess arna.
Þegar kukkan var á slaginu átta, réðst ég til inngöngu
í leikhúsið. Það var ólæst, og enginn minntist á skrá eða
lykil. í salardyrum stóð miðaldra maður, klæddur ein-
hvers konar viðhafnarbúningi, en að öðru leyti ekki
óárennilegur. Ég gat mér til, að þetta mundi húsráð-
andinn, bauð honum gott kvöld og spurði hvort ég
mætti fara inn.
— Hafið þér miða? spurði hann, án þess að svara
mér beint.
— Já, sagði ég, hann er hérna í buddunni minni. Ég
náði svo til buddunnar, fann miðann og terði hann að
manninum. Hann leit lauslega á hann og reif síðan af
honum nærri helminginn.
— Gjörið þér svo vel, sagði hann þá og benti mér
inn í salinn. Ég vatt mér fram hjá honum og innfyrir,
og þóttist góður að hafa sloppið við skrána.
450 Heima er bezt