Heima er bezt - 01.12.1960, Side 26
Ingibjörg Sigurðardóttir:
NÍUNDI
HLUTI
1
^jónustu Meistarans
SKALDSAGA
— Nei. Þeirra vegna finnurðu, að þú verður að
hyrja nýtt líf, sagði frú Eygló við hann, og þau orð
hljóma nú á ný í vitund hans. Enn stendur hann kyrr
fyrir utan dyr áfengisverzlunarinnar, og baráttan held-
ur áfram í sál hans. Freistingin og skyldurnar við lífið
berjast þar um sigurinn, og þau átök eru hörð. I fyrstu
virðist freistingin ætla að sigra. Hallur gengur að dyr-
um verzlunarinnar, leggur höndina á handfang hurð-
arinnar, og snýr því. En ekki lengra. Á þessu augna-
bliki er sem einhver óskiljanlegur máttur geri hönd
hans óvirka til að opna dyr verzlunarinnar. Hann kipp-
ir að sér höndinni, eins og hann hafi brennt sig, og
tekur á rás burt frá áfengisverzluninni í áttina heim
til sín. Hann gerir sér varla grein fyrir því, hvar hann
fer, en brátt er hann kominn heim að kjallaradyrunum
sínum. Hann reikar inn í kjallarann gegnum eldhúsið,
þar sem konan hans er að störfum, án þess að yrða á
hana, og heldur áfram inn í stofu. Þar kastar hann af
sér fötunum, veltir sér upp í legubekkinn og breiðir
teppi vfir höfuð sér. Þaðan skal hann svo ekki hreyfa
sig, á hverju sem gengur, fyrr en næsta morgun....
Björt árdagssól sendir geisla sína inn um litla kjall-
aragluggann þeirra Halls og Rögnu. Nýr helgidagur
ljómar yfir borginni. Hallur vaknar af löngum svefni
og opnar augun hress og endurnærður. Hann hvílir í
fyrstu kyrr á legubekknum og horfir í kringum sig, en
það er orðið langt síðan hann hefur vaknað þannig á
sunnudagsmorgni, heilbrigður og allsgáður eftir draum-
væra nótt. Honum finnst fátæklega stofan sín óvenju-
lega hlý og vistleg, og það er sem geislar sólarinnar og
friður morgunsins sveipi hana helgum töfrablæ.
Hallur sér að Ragna og börnin eru farin úr stofunni,
og barnarúmin uppbúin, en á stól við legubekkinn, sem
hann hvílir á, liggja sparifötin hans hrein og pressuð,
og skórnir hans standa gljáburstaðir á gólfinu. Svo
Ragna ætlar honum þá að spariklæðast í dag.
Hallur varpar öndinni. Sú var líka venja hans fyrir
eina tíð að ganga spariklæddur á helgidögum, en síðan
áfengisneyzlan varð honum fjötur um fót, hefur hann
lítið sinnt um klæðaburð sinn fremur en annað gott
og fagurt. Skyndilega man hann eftir hádegisverðar-
boði frú Eyglóar, og nú má hann eiga von á því, að
hún komi á hverri stundu til að heyra svar hans, því
hann efast ekki um, að það var henni full alvara, að
boð hennar yrði þegið. Á hann að manna sig upp og
fara með fjölskyldu sína í hádegisverðarboðið? Æ-i,
hann er svo langt niðri, en. ...
Hann hefur ekki næði til að hugsa setninguna á
enda. Stofuhurðin opnast, og Ragna kemur inn með
morgunkaffi á bakka. Hún býður manni sínum góðan
dag og réttir honum bakkann. Hallur tekur við bakk-
anum og fer þegar að drekka kaffið, en Ragna fær sér
sæti hjá honurn. Það er orðið langt síðan hún hefur
fengið tækifæri til að bera manni sínum morgunkaffi
á þennan hátt. f fyrstu er þögn, það er engu líkara en
þau hjónin séu hálffeimin hvort við annað. En svo
rýfur Hallur þögnina og segir:
— Hvað er orðið áliðið dagsins, Ragna?
— Klukkan er tæpt ellefu.
— Hvaða skelfing hef ég sofið lengi.
— Það er sunnudagsmorgunn, og ég tímdi ekki að
vekja þig. Mér fannst það svo unaðslegt að sjá þig
sofa svona, eins og þú leizt út á koddanum í morgunn.
— Jæja, en hvar eru börnin?
— Þau eru fyrir löngu komin út í góða veðrið.
Hallur hefur lokið við að drekka kaffið og réttir
konu sinni bakkann. — Lofaðu mér að þakka þér fyrir
kaffið með kossi, Ragna mín, segir hann. — Það er svo
Iangt síðan ég hef notið þess á þennan hátt að hressa
mig á morgunkaffinu hjá þér.
Ragna lýtur niður að manni sínum og meðtekur
þakklæti hans í hlýjum kossi. Þessi morgunstund er
óvenjulega björt og friðsæl á heimili þeirra hjóna. Er
hún kannske fyrirboði bjartari framtíðar? Bæði þrá
þau jákvætt svar.
Hallur stígur fram úr legubekknum og tekur spari-
fötin. — Þú ætlar mér víst að klæðast þessum fötum í
dag, segir hann og lítur með döpru brosi á konu sína.
— Já, það er helgidagur í dag, Hallur.
— Hallur andvarpar. — Og það er ekki svo oft helgi-
dagur í réttum skilningi hjá mér. Samtal þeirra hjóna
verður ekki lengra að sinni. Þau heyra að bifreið er
stöðvuð fyrir utan húsið, og einhver gengur heim að
kjallaradyrunum. Ragna hraðar sér fram úr stofunni til
móts við gestinn, en Hallur klæðist í skyndi.
Brátt kernur Ragna inn í stofuna aftur, og frú Eygló
með henni. Hún heilsar Halli með hlýju handabandi
og segir síðan glaðlega og fornrálalaust:
— Jæja, Hallur, nú er ég komin til að heyra svar
þitt. Ætlar þú að veita okkur hjónum þá ánægju að
koma ásamt fjölskyldu þinni til hádegisverðar í dag á
heimili okkar?
470 Heima er bezt