Heima er bezt - 01.12.1960, Side 31

Heima er bezt - 01.12.1960, Side 31
GUÐRÚN FRÁ LUNDI ÞRÍTUGASTI OG SJÖTTI HLUTI Ásdís þeysti út eftir næsta dag og kom aftur ákaf- lega sæl og kát. Hún hafði séð allar ærnar bornar. Þær höfðu verið komnar fram og upp í Seljadal og fátt heima af lambfénu. Líklega væri það rekið burtu úr landareigninni. „Það hefur víst engan rétt á því að vera þar leng- ur,“ sagði Hartmann gamli. „Er kannske eitthvað far- ið að fjölga í heimilinu á því stóra Hofi?“ Þangað hafði hún ekki komið. Bara að Bala og stanzað þar. Svo hafði hún orðið að koma við í Garði því Kristján hafði beðið Leifa að vera hjá sér tvo daga í mógröfum. Stína gamla hafði sagt henni að Geirlaug gamla skrölti alein í bænum og hefði það víst vel ró- legt. Það eina sem hún hefði að gera væri að mjólka kýrnar og reka þær út fyrir girðinguna og svo að hugsa um taðið. Henni hafði verið hjálpað við að kljúfa frá Þúfum og Garði líka. En ekki væri Stefán farinn að flytja þangað enn þá. Leifi kom í mógrafirnar. Hann var jafn ófróður og áður um hver yrði búandi á Hofi. Sumir væru að geta þess til, að Karen vildi heldur láta það standa í eyði en Kristján væri þar. En hver ætti þá að heyja fyrir skepnunum. Það var spurning sem ekki var gott að svara. Tíminn leið. Það þurfti að fara að smala til rúnings. Feðgarnir og Ásdís riðu út að Hofi. Hjá því varð ekki komizt en erfitt yrði það að sjá skepnurnar, sem hann hafði orðið að láta frá sér og túnið algróið. Ásdís gaspraði og hló alla leiðina en Kristján talaði varla orð. Þegar búið var að reka inn í stekkinn var komið með kaffi handa smölunum. Geirlaug kom með kaffi og heitar lummur handa því frá Grýtubakka. Hartmann gamli margkyssti hana. „Þú ert bara orðin eins og blómleg heimasæta hvít og feit. Eg er hræddur um að Arndís sakni þín talsvert en allt baslast þetta einhvern vcginn af,“ rausaði hann yfir kaffinu. „Það eru engin vandræði að lifa á eintómri nýmjólk eins og ungbarn,“ var það eina sem Geirlaug sagði. Ásdís þáði ekki kaffið hjá Geirlaugu cnda bauð hún henni það ekki nema einu sinni. Hún settist hjá Stínu gömlu á Bala og drakk kaffi hjá henni. Kristján var mikið kumpánlegri við nágrannana en hann hafði ver- ið þegar hann bjó á höfuðbólinu. Geirlaug var með skæri og tók af sínum ám og einhverjum fleiri, sem Stefán í Þúfum fékk henni. Þær tilheyrðu Hofi eða þeim mæðgunum. Þúfnafólk tók af þeim og Leifi og Gerða. Það var fátt sem þau áttu í stekknum. Kristján spurði Gerðu hvort þau hefðu fengið nokk- urt kvígildi með kotinu. „Jú, við fengum eitt,“ svaraði hún. „Hver afhenti ykkur það?“ „Stefán í Þúfum. Hann gekk á milli með það að við fengjum kotið.“ „Það var ég sem tók við þeim þegar Leifi fór frá Garði,“ hugsaði Kristján. „Það kemur líklega reikn- ingur þó seinna verði frá þeim mæðgum. Geirlaug tróð reyfunum sem hún átti í poka og lagði af stað heim þegar kýrnar voru komnar að tún- hliðinu. Hún bauð Kristjáni að koma heim og fá mjólk- urglas þegar hún væri búin að mjólka. „Ég þigg það með ánægju," sagði Hartmann gamli. „Ég verð orðinn þyrstur þegar ég kem heim í nótt.“ Hann heyrði ekki hvað Krstján sagði. Honum var svo sem sama, hann léti engan hafa af sér svo góða hressingu. Þegar hann þóttist viss um að Geirlaug væri búin að mjólka sagði hann við Ásdísi: „Hún var að bjóða okk- ur heim og fá mjólkurglas blessunin hún Geirlaug.“ „Ég ætla ekki að troða henni um tær, kerlingargarm- inum, var búin að fá nóg af matreiðslunni hennar,^ hnussaði í Ásdísi. „En hvað segir þú, Kristján? Ert þú kannski orðinn jafnmerkilegur með þig?“ spurði gamli maðurinn. „Nei, ég verð þér samferða,“ sagði Kristján. Þeir gengu heimleiðis. „Það er bara komið kafgras á túnið,“ sagði Hartmann. „Mikill munur er að hafa girð- inguna.“ „Það er heldur ekki sama utanum hvað girt er,“ svar- aði Kristján stuttlega. Maskínuhúsið var jafntómlegt og þegar þeir fóru Heima er bezt 475-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.