Heima er bezt - 01.12.1960, Side 9
ÞORSTEINN JÓSEPSSON:
Um FljótsKIíé
og Fljótshlíéinga
Nokkur brot
egar við beygjum hjá Hvolsvelli út af Suður-
landsvegi — þjóðbrautinni frá Reykjavík aust-
ur í Skaftafellssýslu — í þeim tilgangi að heim-
sækja Fljótshlíðina, liggur leiðin yfir lágan háls
eða hæðardrag fram hjá Stórólfshvoli, bæ þeirra feðga
Stórólfs og Orms sterka.
Handan við hæðardragið tekur við dalur. Hann ber
að vísu ekki nafn dals, en er dalur samt. Og það sem
meira er: Hann er einn af fegurstu, svipmestu og and-
stæðumestu dölum Islands. Hann gæti heitir Markar-
fljótsdalur.
Vestanmegin í þessum dal liggur ein grózkumesta og
fríðasta sveit á íslandi: Fljótshlíðin. Hinum megin —
að austanverðu — rís Eyjafjallajökull, svipmikið jökul-
hvel, um 1600 metra hátt, með brattar undirhlíðar,
skriðjökulsfossa og hyldjúp gljúfragil. Fram af jöklin-
um til suðurs gengur fjallsrani og heitir hinn vestasti
hluti hans Seljalandsmúli. Fram af honum falla Gljúfra-
búi og Seljalandsfoss — tveir nafntogaðir fossar á Suð-
urlandi.
í dalbotninum milli Fljótshlíðar og Eyjafjallajökuls
liggur grásvört ömurleg auðn. Það er sandur og möl
sem beljandi jökulvötnin — einkum þó Markarfljót —
bera sí og æ fram á þessa víðáttumiklu sléttu.
Inn frá þessum dal gengur annar dalur og allur minni
um sig, en þó enn þá svipmeiri. Þar er Þórsmörk, óum-
deilanlega eitt af skrautlegustu djásnum íslenzkrar nátt-
úrufegurðar.
Fljótshlíðin er eina byggða svæðið í þessum dal, þeg-
ar undan eru skildir örfáir bæir austan Markarfljótsaura
og handan Markarfljótsbrúar. Hlíðin er grösug sveit,
en líka fögur, meira að segja annáluð fyrir fegurð sína.
Hún var svo fögur að Gunnar á Hlíðarenda vildi held-
ur bíða hel en hverfa á brott frá bleikum ökrum og
slegnum túnum. Þannig hefur fegurð Fljótshlíðar orðið
manns bani — margra manna bani.
Fljótshlíðin er stór sveit, alls um 60 býli og sum
þeirra stórbýli. Úthlíðin er svo þéttbýl að ekki mun
gefa öllu þéttbýlli sveitir á íslandi og má segja að þar
standi bær við bæ. Talið er að um 20 kílómetrar séu á
milli neðsta og efsta bæjar sveitarinnar, Núps og Fljóts-
dals. Þeir standa flestir sem næst 100 metrum yfir
sjávarmál.
Fyrsti bærinn í Fljótshlíð, þegar komið er sunnan
frá Hvolsvelli, heitir Núpur. Þar er gróðursæld mikil,
fallegur klettaröðull ofan við bæinn og skjólsælt í bezta
máta, enda liggur sveitin öll vel við sólu og í vari fyrir
norðannæðingnum. Fljótlega eftir að komið er fram
hjá Núpi breytir Hlíðin um svip — í bili. Klettabeltið
hverfur, en við tekur mikil og aflíðandi brekka, öll
grasi gróin frá efstu brún og niður á jafnsléttu. Utan í
þessari brekku og undir henni blasir við hvert býlið
af öðru — mesta þéttbýli í íslenzkri sveit; þegar inn
fyrir Hlíðarenda kemur breytir Hlíðin aftur um svip.
Hún verður miklu brattari, víða með lágum klettabelt-
um og urmul af bergvatnsám og lækjum, sem falla í
fossum — sums staðar stall af stalli — niður hlíðina.
Grózkan minnkar, bæjunum fækkar, en svipur lands-
ins vex.
Upp af Innhlíðinni rísa há fjöll og brött. Þau heita
Tindfjöll og bera nafn með rentu. Þau eru framverðir
Tindfjallajökuls, sem liggur handan við þau og dreg-
ur nafn af þeim.
Þannig er heildarmynd þessa dals, sem Fljótshlíðin
myndar öðrum megin, Eyjafjallajökull hinum megin,
Þórsmörk, Goðaland og Mýrdalsjökull loka í norðri,
en flatneskja Suðurlandsundirlendisins opnar í suðri
með hafið og Vestmannaeyjar að bakhjarli. Andstæð-
Gamall maður með orf.
Heima er bezt 453