Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 10
urnar í þessu landi, og á jafn litl- um fleti, eru stórkostlegar. Einn fyrsti sögustaður, sem að er komið í Fljótshlíð, er Breiða- bólstaður, sem löngum hefur ver- ið talið eitt af beztu brauðum landsins og sagt að þaðan hafi aldrei prestur sótt nema til þess að taka við biskupsembætti. Breiðabólstaður var eitt af höfð- ingjasetrum Sturlungaaldarinnar og oft síðar verið getið í skráð- um heimildum. Þar hafa margir mikilhæfir prestar búið, meðal þeirra Ogmundur Pálsson, síðar Skálholtsbiskup, og Tómas Sæ- mundsson, einn Fjölnismanna, sem kunnugt er. Á Breiðabólstað er sagt að orð- ið hafi til máltækið: Þá skal grípa gæs, er hún gefst, og hafi það orðið í tíð Ogmundar Pálssonar. Segir sagan að það hafi verið á harðindavorinu 1508 að fugla- net var spennt upp á Breiðaból- stað rétt fyrir páska. Lengi vel kom enginn fugl í netið, en á páskadagsmorgun var klerki tjáð að hópur gæsa væri kominn í net- ið. Ögmundur bannaði að drepa fuglinn á þessum degi, því páska- dagur væri lífsins dagur en ekki dauða. En þá vildi það til að óð kýr í fjósi sleit sig lausa, hljóp út á tún og kom við netið svo það slóst yfir fuglinn og drap hátt á fjórða hundrað gæsir. Þótti at- burður þessi sem ráðstöfun æðri máttarvalda þar eð fólk var illa haldið orðið af langvarandi bjarg- arskorti. Elafi prestur sjálfur orð- ið harla glaður og síðan máltæki það eftir honum haft að grípa skuli gæs þegar hún gefst. Annar gerðist sá atburður á Breiðabólstað í tíð Ögmundar prests, sem sagt er að hafi haft örlagarík áhrif á feril hans áður en lauk. Það vildi þannig til að þáverandi hirðstjóri á Bessastöð- um, eða umboðsmaður hans, hafi átt þar leið um með flokk manna. En hvernig sem því var háttað kom til orðasennu, og síðan átaka milli Bessastaðamanna og heima- manna prests. Höfðu konungs- menn betur í fyrstu og hröktu 454 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.