Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 18
má á enda. Nýr heimur blasir við, hrikalegur og auðn-
arlegur — en fagur. Það eru afréttir og óbyggðir.
Fauskaheiði liggur inn með Markarfljóti að norðan, og
þar ber mest á undarlegu fjalli, sem heitir Einhyrning-
ur. Sunnan Markarfljóts heita Emstrur, en Þórsmörk
þar suður af og nær.
Hér á byggðarenda dylst manni ekki að landið —
þótt fagurt sé og gróðurmagn mikið — hefur engan-
veginn farið varhluta af náttúruhamförum og af eyði-
leggingarmætti jökulvatna. Markarfljót — sú mikla
jökulelfur — hefur um aldir brotið land Fljótshlíðinga
og gert þeim margar og miklar skráveifur.
Alarkarfljót á upptök sín undan Torfajökli og er um
75 km langt frá upptökum til ósa. Fyrst í stað er þetta
lítið vatnsfall og meinleysislegt og ber fremur svip
lindár heldur en jökulvatns. En von bráðar falla í það
vatnsmikil jökulvötn, fyrst úr Mýrdalsjökli og Tind-
fjallajökli og seinna úr Eyjafjallajökli. Úr því verður
Markarfljót að þeirri miklu móðu, sem byltist kolmó-
rauð yfir svarta sanda, rífur með sér jarðveg og gróð-
ur sem á vegi hennar verður og hlífir engu. Hún ber
fram ógrynni af leðju, sandi og aur og byltir því án
afláts úr einum stað í annan eins og jökulvötnum er
títt. Fyrir bragðið hefur Markarfljót aldrei átt sér fast-
an farveg eftir að niður á flatlendið kom, heldur kast-
azt milli landa, ýmist suður að Eyjafjallajökli eða norð-
ur undir Fljótshlíð. I þessum staðlausa gauragangi sín-
um hefur það valdið stórkostlegu landbroti á báða bóga,
en einkum þó Fljótshlíðarmegin.
Önnur á — Þverá heitir hún — hefur frá órofa tíð
runnið meðfram endilangri Fljótshlíð og safnað að sér
vatninu úr lækjunum og ánum sem buna fram af hlíð-
arstöllunum. Þetta var bergvatn og vatnsmagnið ekki
ýkjamikið. Seinna sameinaðist Markarfljót farvegi
Þverár að nokkru leyti, að á stundum var erfitt að
greina á milli hvað raunverulega var Þverá og hvað
Markarfljót. Sum árin féll aðalvatnið í Þverá, önnur í
Markarfljót.
Þegar þannig hafði gengið um ár og aldir var lág-
lendi Fljótshlíðar með engjum og jafnvel túnum eytt
svo að til stórvandræða horfði, en aldrei sem á þessari
öld. Fyrir nokkrum árum var gripið til þeirra ráða að
byggja varnargarða mikla og trausta bæði frá Þórólfs-
felli og síðar frá Hlíðinni út á miðja Markarfljótsaura
til að bægja vatninu frá frekara landbroti og spjöllum í
Fljótshlíð. Þessar framkvæmdir hafa gefið ágætustu
raun. Nú eru þær stöllur — Þverá og Markarfljót —
hættar að spilla landeignum þeirra Fljótshlíðinga, og
landnám jafnvel að hefjast þar að nýju.
Þótt landspjöll af ágangi ánna hafi sennilega aldrei
verið jafn stórkostleg eins og á þessari öld, áttu bænd-
ur samt í aldaraðir um sárt að binda af þessum sökum.
Fyrr á öldum var einnig reynt að breyta framrennsli
ánna, ekki með varnargörðum og fyrirhleðslum sem
nú, heldur með göldrum. Og galdrarnir voru með
ýmsum hætti eftir hæfileikum og kunnáttu hvers og
eins. Einn notaði til dæmis ullarhnak og fresskött til
þess að breyta gangi vatnanna og árangurinn varð með
hreinum ágætum, a. m. k. í bili. Annar tók gamla og
herta skötu úr hjalli sínum. Það gaf líka góða raun, en
\ arð næsta afdrifaríkt, því skatan varð að skrímsli og
hefur haldið sig ýmist í Þverá eða Markarfljóti allt fram
á þessa öld. Hver veit nema að hún sé þar enn.
Margir, jafnvel hinir sannorðustu og merkustu menn,
hafa orðið skötunnar varir í vötnunum undan Fljóts-
hlíð eða Eyjafjallajöldi. Jafnvel Sveinn Pálsson læknir
sem var raunsær vísindamaður og laus við hvers könar
bábiljur og hindurvitni, taldi sig hafa séð skötuna í
Frá gróðrarstöðinni l
Múlakoti. Sjn til Eyja-
fjallajökuls.