Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 7
Salurinn var mannlaus, utan hvað ein stúlka, ungling- ur sýndist mér vera, var að lámast milli bekkjaraðanna, nokkuð innarlega. Eg úrskurðaði hana strax í flokk með leikurunum, því búningur hennar var ekki hversdags- legur. Ég sá ekki betur en hún væri í svartri reiðtreyju upp á garnla móðinn. Ég tók mér sæti á fyrsta bekknum, sem varð á vegi mínum, og naut næðisins og einverunnar góða stund. En bráðlega fór fólk að tínast inn og taka sér sæti, sumt ekki fjarri mér. Það þóttist ég fljótlega sjá, að stúlkan í reiðtreyjunni væri í vitorði með því um sæta- val, því hún benti og pataði þvers og kruss um salinn, og von bráðar kom Iíka önnur í ljós í sams konar „múnderingu“ og samdi sig að siðum hinnar. Fólks- straumurinn úr dyrunum og inn í salinn hélt stöðugu rennsli, þannig að sýnilegt var að hvert sæti yrði skipað um það lyki. AI!t í einu er hnippt í öxlina á mér, fremur laust þó, og ég sé til hliðar við mig hvar kvenmaður stendur. þetta var stór kona, og hún segir formálalaust: — Þér eruð víst í mínu sæti. Ég hef þetta númer, sem þér sitjið í. Mætti ég biðja yður að færa yður. — Það er svo sem sama hvort sætið er, sagði ég og færði mig undan henni um tvö sæti innar í bekkinn. Þannig gat hver fengið sitt númer fyrir mér. — En Adam var ekki ýkja lengi í paradís. Næstum samstundis er yrt á mig hinum megin frá, og þar stend- ur þá önnur kvenpersóna, ekki eins fyrirferðarmikil að vísu, en með börn og gamalmenni í eftirdragi. Hún segir af töluverðum alvöruþunga: — Þér eruð í vitlausu sæti, hlýtur að vera, — ég hef miða upp á fjögur sæti hérna, samstæð. Ég anza henni engu orði, en stend tafarlaust upp, treð mér meðfram henni og „familíunni“, og sezt í endasæti, það eina sem hersingin skildi eftir. En einnig þar var mér ofgott að vera. Ystrumagi einn var óðara kominn yfir mig og bað, sæmilega kurteislega þó: — Má ég sjá númerið á sætinu, sem þér sitjið í? Ég stóð upp eins og í leiðslu, og hann skoðaði neðan á setuna á stólnum, en ekki mér. — Þetta er mitt númer. Þér hafið sennilega farið bekkjavillt, sagði hann. — Það getur svo sem vel verið, svaraði ég og lét hon- unt eftir sætið nteð góðu. Nú þótti mér fara að horfa all óvænlega fyrir mér, ef ég ætti að hrekjast svona endalaust um salinn og mér varð hugsað til orða Gunnars, vinar rníns, þegar hann sagðist vona að það færi vel um mig. Ég gat nærri því trúað að hann væri sadisti. Ég gekk nú inn eftir salnum og svipaðist urn eftir auðu sæti. Loksins fann ég eitt, á fremsta belck. Þar settist ég umsvifalaust — og fór nú svo fram um hríð. Þá gerist þrennt í sömu andránni: slökkt er í salnum, leikurinn hefst og — enn er ýtt við mér. — Þú ert í mínu sæti, manni, var sagt hvíslandi. Rödd- in reynist vera frá dreng um fermingu. — Það er held ég ómögulegt, sagði ég. Ég er búinn að vera hérna svo lengi. — Lof mér að sá miðann þinn, sagði drengurinn. Ég dreg upp minn hálfmiða og við bjarmann frá sviðinu getunt við báðir lesið orðið: Stiíkusæti. — Stúkusæti! sagði drengurinn. Þú átt að vera í stúk- unni, maður. — Nei, ég er ekki í neinni stúku. Ég kom að norðan í gær og hef aldrei drukkið, maldaði ég í móinn, en lét þó undan og stóð upp fyrir drengnum. Ég sá að ekki var til neins að leita meira að auðu sæti og þar af leiðandi tók ég þá ákvörðun að standa bara frarnan við alla bekkina og njóta leiksins þannig. Eng- inn gat þá sagt að ég væri fyrir. Aðrir máttu rífast um númer fyrir mér. En elcki var ég meira en svo kominn að efni leiksins, þegar ég fór að heyra hálfkæfðar radd- ir fyrir aftan mig, og þær margar og sundurleitar: — Farið þér til hliðar, maður! Hann skyggir á svið- ið! Setjizt þér, maður! Og þegar ég ekki hætti að standa og fylgjast með sýningunni, varð þessi kór enn háværari og fjölradd- aðri, hafði í fullkomnum hótunum við mig og fór með hæpnar fullyrðingar: — Eruð þér úr marmara eða steinsteypu, nema hvort tveggja sé? Frá með yður! Það verður að fjarlægja þetta merkikerti, — eða hætta sýningunni! Þegar hér var komið, þótti mér ekki ráðlegt að þrjózkast lengur og færði mig út að vegg, þó ég sæi þaðan ekki nema lítinn hluta af sviðinu. Ég beið nú þess eins að ég sæi Gunnari bregða fyrir á sviðinu og þá ætlaði ég að gera honum skiljanleg vandræði mín, með illu eða góðu. En ég varð að bíða lengi áður en ég sæi vin minn í hlutverki sadistans birt- ast á senunni. Mér var farið að detta í hug, að ef til vill stæði þessi meðferð á mér í einhverju sambandi við hlutverk hans í leiknum. Loksins þóttist ég sjá hann skálma inn á sviðið, í blátt áfram fötum og ekki ólíkan sjálfum sér. Hann var í fylgd með fleiri leikurum og sagði ekki aukatekið orð. Ég færði mig óðara upp und- ir pallinn, til hliðar þó, og reyndi þannig að vekja eftir- tekt hans á vandræðum mínum. En allt kom fyrir ekki. Þá fór ég að hvísla: Gunnar, Gunnar! Hvar er sætið mitt, Gunnar? Hvar er sætið? En hann virtist ekki síður heyrnarlaus, en mállaus og tók ekki eftir neinu. Ég þorði þó ekki að kalla mjög hátt, því það var ótti í mér við fólkið á bak við mig. Svo hvarf hann aftur af sviðinu og tjaldið féll rétt við nefið á mér. Þá var kveikt í salnum. Ég þóttist skilja að nú yrði hlé á leiknum og leikarar tækju sér hvíld að tjaldabaki. Þá hlaut að vera tilvalið tækifæri fyrir mig að ná tali af Gunnari — og heimta stúkuna. Án þess að hika lengi, skutlaði ég mér undir skörina og inn á svið- ið. Ég brá fyrir mig hálfgerðu hérastökki, sem ég hafði lært á íþróttanámskeiði fyrir skömmu. Ég hafði ekki hugsað út í notagidi þess fyrr en eftir þessa ferð. Þegar ég var búinn að koma fyrir mig fótunum þarna uppi og dusta af mér mesta rykið, kom til mín Heima er bezt 451

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.