Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 30
— Gerið þér svo vel, hér er Björn. — Ég þakka yður fyrir, svarar ljúf og kunnugleg kvenrödd rétt hjá honum. Hendurnar falla í skyndi frá andliti fangans, og hann lítur fram að dyrunum. Klefahurðin fellur þegar að stöfum, og fangavörðurinn er á brott, en fyrir framan hann stendur kær æskuvinkona að heiman og horfir blíðlega á hann. — Eygló! hrekkur niðurbælt af vörum hans. — Þú komin hingað! — Já, sæll og blessaður, Bjössi minn! — Hún réttir honum höndina, og þau heilsast með hlýju, innilegu handtaki. Síðan færir hann sig til á bekknum og segir raunalega: — Ég get varla boðið þér sæti — við hlið mína, hér á þessum stað. — Jú, ég get alveg eins setið við hlið þína hér eins og forðum heima í sveitinni okkar, ég er sama Eygló og þá. — Þú varst alltaf eins og góð systir, en þeir björtu dagar eru nú langt að baki, og nú er ég.... Hann þagnar í miðri setningu og andvarpar sárt. Frú Eygló sezt við hlið hans og segir glaðlega: — Já, þeir dagar eru liðnir, en við eigum þá í endur- minningunni, og í þeirri von, að við séum sömu vinir sem í æsku, kom ég hingað til þín nú. — Svo þú hefur verið búin að frétta, hvar ég væri niðurkominn? — Ég frétti það fyrst í dag, annars hefði ég verið búin að koma hingað til þín fyrr. — Aiikið ertu góð, Eygló, þú hefur nú reyndar alltaf verið það. Hún brosir. — Við höfum þá víst frá því fyrsta haft svipað álit hvort á öðru, þú hefur ætíð verið góður drengur í mínum augum. — Ég góður! Nei, mig telur enginn góðan. Það er heldur ekki hægt, ég sem er orðinn afbrotamaður. — Það getur alla hent að villast af réttri leið. En sem betur fer, má finna hana aftur og byrja nýtt líf. — Ég hef glatað möguleikanum til þess, mér finnst ég ekki geti látið nokkurn mann sjá mig framar, og ég væri bezt kominn að vera hér kyrr. — Nei, svona svartsýnn máttu ekki vera, Bjössi. Hugsaðu um blessaða gömlu foreldrana þína, hve þau hljóta að verða glöð, þegar drengurinn þeirra er frjáls að nýju. — Ég hlýt að hafa glatað allri þeirra foreldraást til mín með framkomu minni, og ég get aldrei komið til þeirra framar. Ekki að fyrra bragði. Mér finnst ég vera svo sekur gagnvart þeim. — En foreldraástin er kærleikur, og hann fyrirgefur allt. Hvenær ertu laus héðan? — Á morgun, hefur mér verið sagt. — Og hvert hefur þú þá hugsað þér að fara? — Það veit ég sannarlega ekki, Eygló mín, hvert ég á að fara, ég á hvergi hæli. Framhald. Um Fljótshlíð og Fljótshlíðinga Framhald af bls. 463 --------------------------------- inga. Flóðið brauzt fram undan skriðjökli, sem fellur norður úr Eyjafjallajökli innundir Þórsmörk. Það stóð aðeins yfir í þrjár klukkustundir, en varð ægilegt á meðan. Flæddi það yfir allt láglendi hlíða á milli Fljóts- hlíðar- og Eyjafjallajökulsmegin, þannig að hvergi örl- aði á sandeyri eða steini. Markarfljótsaurar urðu að hafsjó. Það varð Fljótshlíðingum til láns að sézt hafði frá bæjum þegar flóðið brauzt undan jöklinum. Fyrir bragðið vannst tími til að reka búsmala af láglendinu og upp í brekkur. Varð tjón því minna en ætla hefði mátt. Mjög brotnaði framan af skriðjöklinum við flóð þetta, bárust heljarstórir jakar fram á sandinn og tók þá tvö ár að bráðna til fulls. Samtímis myndaðist stór slakki í jökulinn og sá fyrir honum í marga áratugi á eftir. Um þetta segir í samtímakvæði: „Verður í sumar frónið fegra, þá fjölga grænu blómsturin en þó er efnið óttalegra með Eyjafjallajökulinn: Hundrað faðma í hreina loft hitagufunni spýtir oft.“ Komið hefur fyrir að Fljótshlíðin hafi orðið fyrir búsifjum af völdum Heklugosa. Er þess skemmst að minnast frá gosinu 1947 að þykkt vikurlag féll yfir alla Inn-Fljótshlíð. Munaði minnstu að bæir legðust í eyði, og moka varð vikrinum burtu af túnunum með skóflum svo unnt yrði að nýta þau. Heklugosi árið 1294 fylgdu jarðskjálftar, sem ollu miklu tjóni í Fljótshlíð. Þá er sagt að þar hafi jörð sprungið, mörg hús fallið og menn týnzt. Á öldinni sem leið komu einnig snarpir jarðskjálftar í Fljótshlíð, þannig að flestir bæir sveitarinnar féllu. Ekki er getið að manntjón hafi orðið að undanskildu því að barn hafi týnzt, er kona ól á bæjarhlaði í háskanum. Bóndi konunnar var ekki viðstaddur, en vinnukona var hjá henni og lét hún barnið undir húsvegg þar sem það dó af bjargarleysi. Hér hefur verið stiklað á nokkrum brotum úr sögu Fljótshlíðar á ýmsum tímum, ekki til að gefa heildar- innsýn í líf og sögu fólksins, sem byggir þessa undur- fögru sveit, heldur til að varpa fram í dagsljósið örfá- um dráttum — eins konar sundurlausu brotasilfri úr margra alda baráttu, þjáningum og gleði íbúanna. Þetta litla brotasilfur ætti að nægja til að sýna að Fljótshlíðin er sögurík byggð, ekki aðeins aftur úr söguöld — tíma- bili Njálu, heldur og um allar aldir fram — allt til dags- ins í dag. 474 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.