Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 27
Hallur lítur dapurlega á frú Eygló án þess að svara strax, en hann mætir þegar augum hennar, sem ljóma af hlýju og einlægum vinarhug, og frá þessari konu stafa enn sem fyrr hin undursamlegu áhrif, sem hans friðvana sál þyrstir eftir. Hann getur ekki neitað boði hennar, og hann segir að lokum: — Ég þakka þér fyrir, frú Eygló, ég get ekki hafnað þínu vinsamlega boði, þó mér finnist ég varla sam- kvæmishæfur. — Þú ert áreiðanlega hæfur til að sitja það sam- kvæmi, sem ég býð þér til, Hallur. Á heimili mínu eru allir skoðaðir bræður og systur, það hef ég sagt þér áður. Þið ætlið þá öll að koma með okkur hjónunum, maðurinn minn bíður í bifreið hér fyrir utan húsið. — Já, við komum öll, svarar Ragna og lítur með heitu þakklætisbrosi til frú Eyglóar. Hún finnur, að þessi góða vinkona, sem hún hefur eignazt á svo undra- verðan hátt, er að vinna stóran sigur heimili hennar til blessunar. Ragna og börnin eru klædd sínum beztu fötum, og þeim er ekkert að vanbúnaði. Fjölskyldan fylgist þegar með frú Eygló út að stórri bifreið, sem stendur við húsið. Séra Ástmar hefur beðið í bifreið sinni, meðan kona hans fór inn í kjallarann til að ræða við hjónin, en nú sér hann að hún kemur þaðan út aftur, og fjölskyldan með henni. Hann stígur þegar éit úr bifreiðinni til að heilsa fólkinu, og nú er komið að honum að rétta hér fram bróðurhönd í nafni meistara síns. Hann heilsar fjölskyldunni af hlýjum innileik og kynnir sig. Síðan opnar hann bifreiðina og býður þeim öllum að taka sér sæti í henni, en að því loknu, er öll hafa komið sér fyrir, ekur hann af stað heim á leið. Heimili prestshjónanna er mjög vistlegt, en fjarri öllum íburði og látlaust. Frú Eygló býður gestum sín- um fyrst inn í bjarta og hlýja setustofu, og séra Ást- mar sezt þar hjá gestunum og ræðir við þá. En frú Eygló hraðar sér fram í eldhús og framreiðir þar há- degisverðinn. Hallur hefur aldrei séð séra Ástmar fyrr en í dag, en hann finnur þegar sömu áhrifin streyma frá honum sem frá konu hans, og honum líður svo undarlega vel í þessu umhverfi. Presturinn ræðir við gestina eins og jafningja sína og vini, og litlu systkinin eru fljótt komin að knjám hans í barnslegri hrifningu. En samræðurnar vara aðeins skamma stund, því frú Eygló býður þeim brátt til hádegisverðar í vistlegri borðstofu, og þar setjast þau öll að snæðingi. Það er orðið langt síðan Hallur og fjölskylda hans hefur neytt svo Ijúffengrar máltíðar sem að þessu sinni, er prests- hjónin veita þeim ríkulega af gnægð sinni og hjarta- hlýju, og djúpur friður og tign hins helga dags ríkir yfir öllu. Þegar máltíðinni er lokið, sitja prestshjónin um stund og ræða við gesti sína. En svo rís séra Ástmar fyrstur upp frá borðum og segir: — Ég bið ykkur að hafa mig afsakaðan, nú þarf ég að fara að búast til ferðar. — Hvert er presturinn að fara, með leyfi? spyr Hall- ur eins og ósjálfrátt. — í kirkju mína, svarar séra Ástmar með björtu brosi. — Þar á ég að flytja guðsþjónustu klukkan tvö. — Bömin hafa setið þögul við borðið og notið mat- ar síns, en nú snýr Nonni litli sér að prestinum og segir: — Mega ekki allir koma í kirkjuna þína? — Jú, þangað eru allir velkomnir, vinur minn. — Má ég þá fara þangað með þér núna? Mig langar svo mikið til þess. Ég hef aldrei komið í kirkju. — Já, það máttu sannarlega, ef pabbi þinn og mamma leyfa það. En aldrei þessu vant snýr drengurinn sér ekki fyrst til móður sinnar heldur föður síns og segir með barns- legri biðjandi röddu: — Pabbi minn, má ég fara í kirkjuna, og viltu koma þangað með mér, af því ég er ókunnugur? Halli verður í fyrstu svara fátt. Hann hefur ekki komið í kirkju í mörg ár, ekki síðan elzta bamið hans var skírt þar. En bæn Nonna litla knýr á viðkvæmustu strengina í sál hans. Hann getur ekki sagt nei við dreng- inn né bannað barni sínu að ganga í guðshús. Nei, svo ómerkilegur faðir er hann ekki, þrátt fyrir allt. En áð- ur en hann nær að svara, endurtekur drengurinn bæn sína: — Pabbi minn, lofaðu mér að fara í kirkjuna og komdu þangað með mér. — Hallur lítur á drenginn og segir hlýrri röddu: — Já, góði minn, þú mátt fara í kirkjuna. En eigum við þá bara ekki að fara þangað öll? Hann beinir þeirri spurningu til konu sinnar. — Jú, fús er ég til þess, svarar Ragna glaðlega. Prestshjónin horfast í augu mcð björtu brosi. Þetta er þeim báðum mikið fagnaðarefni, meira en þau höfðu þorað að vona. En þar sem Guð er með í verki, verður alt til góðs, og séra Ástmar segir: — Verið þið öll hjartanlega velkomin til kirkju minnar á þessum bjarta helgidegi.... Hátíðlegir organtónar fylla helgidóm Drottins. Hall- ur situr í fremsta (innsta) bekk kirkjunnar ásamt fjöl- skyldu sinni, og hlustar. Það er sem hugur hans opnist ósjálfrátt eins og óskráð bók fyrir því, sem gerist um- hverfis hann, og hver tónn vekur nýjar kenndir í sál hans. En brátt dvínar forleikurinn og deyr út, og þrótt- mikill söngur er hafinn. Fyrsti sálmurinn hljómar um kirkjuna samofinn unaðslegum organtónum, og Hall- ur greinir orðin skýrt, þótt hann kunni ekki sálminn: Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, því halla að brjósti mér.“ Ég heyrði Jesú ástarorð: Kom, ég mun gefa þér að drekka þyrstum lífs af lind, þitt líf í veði er. Heima er bezt 47 1

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.