Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 22
Vorið og sumarið 1923 dvaldi ég um þriggja mánaða skeið í Danmörku. Mest af þeim tíma var ég í Kaupmannahöfn og heimsótti skóla þar. Enn fremur var ég um vikutíma í Askov, tíu daga í Hróarskeldu lýðskóla, og eina viku í Silki- borg. Hafði ég þá séð allmikið af landinu, en mig langaði til að sjá meira. Ég keypti því sérkennlegan járnbrautarfarseðil, sem gilti í hálfan mánuð. A þessum hálfsmánaðartíma mátti ég ferðast eins mikið og ég vildi með þeini járnbrautarlestum, sem ríkið rak. En á þeim tímum voru í Danmörku örstuttir kaflar járn- brauta, — að mig minnig á Fjóni — sem lagðir voru og reknir af einstaklingum. Ég mátti hvar sem var og á hvaða járnbrautarstöð sem ég vildi, fara inn í lestina, ef ég sýndi farseðilinn, og ferðast með lestinni eins langt og ég vildi þann dag og næstu daga. Þessi hálfs- mánaðar farseðill kostaði þá aðeins 35 krónur danskar, en dönsk króna var þá sem næst í gullgengi. Síðasta morguninn, sem ég dvaldi í Silkiborg, reis ég árla úr rekkju. — En Silkiborg er rétt við „Himmel- bjerget“, sem næst miðju Jótlandi. — Ég tók mér far með morgunlestinni, sem fór frá Silkiborg kl. 6.10 um morguninn. Leið hennar iá í vesturátt, þvert yfir Jótlandsheiðar, með viðkomu í Herning, Skærn o. fl. borgum, vestur að Ringköbing-flóanum, og síðan suður Vesturströnd- ina um Esbjerg og Ribe. Eftir nær því 8 klukkustunda stanzlausa ferð í þriðja flokks járnbrautarvagni, steig ég loks út úr lestinni í Ribe, en þar ætlaði ég að stanza um stund og bíða þar síðdegislestarinnar og skoða þessa sögufrægu borg. Þetta var síðla í júní. Morgunninn hafði verið regn- kaldur og umhverfið drungalegt, — blátt áfram ömur- legt. Á þessari leið er farið yfir Jótlandsheiðar, þar sem gróðurleysi og auðn er mest. — Á þessurn árum voru hafnar stórvirkar framkvæmdir með ræktun heið- anna. Var gróðursettur nytjaskógur, þar sem áður voru brúnleitar, ófrjóar lyngheiðar, engum til nytja. Víða var þarna strjálbýlt og fátæklegt um að iitast, en síðan þessi ferð var farin, hefur danska þjóðin unn- ið frábært afrek í ræktun józku heiðanna. Þegar ég kom út úr lestinni í Ribe, var ég þreyttur og einmana. Ferðin yfir józku heiðarnar hafði verið daufleg og þreytandi. Fátt fólk var með lestinni og ekkert af skemmtilegu samferðafólki. í þriðja flokks vagni er setið á trébekkjum og þetta jafna, stöðuga rugg lestarinnar gerir mann sljóan og þreyttan. Ég fór strax inn í gistihús, sem lá nærri járnbrautar- stöðinni í Ribe og fékk mér herbergi til að hvíla mig í, þótt ég ætlaði ekki að gista. Ég þvoði mér og fór í hreina skyrtu, og minntist þess þá allt í einu að nú var sunnudagur. En í huga mér var engin sunnudags- helgi. Einmanaleikinn vildi ekki yfirgefa mig, og aldrei þessu vant, fann ég ekki til neinnar heillandi forvitni eða löngunar, þótt ég væri hér staddur í sögufrægri, ókunnri borg. Þá barst mér allt í einu að eyrum hljóm- ur af kirkjuklukknahringingu. Þá minntist ég þess að í Ribe var fornhelg, merkileg dómkirkja. Ég fékk löng- un til að ganga í kirkju. Ég snaraði mér í dökk föt, sem ég var með í ferðatöskunni, og hélt af stað til kirkjunnar, sem var skammt frá gistihúsinu. Mér varð strax léttara í skapi, er ég heyrði klukknahringinguna. Ég tók mér sæti í auðurn bekk um miðja kirkjuna,

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.