Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 2
Líður að jólum
Fullvel man ég fimmtíu ára sól
fullvel meir en hálfrar aldar jól
kvað síra Matthías fyrir löngu, þegar hann, roskinn
maður, horfði yfir hálfrar aldar ævi, auðuga að við-
burðum og andlegri reynslu. Þótt því fari fjarri, að
vér almennt getum mælt oss við slíka andans menn að
reynslu og skilningi á lífinu og umhverfi voru, getum
vér þó fylgt skáldinu eftir í einu. Vér getum numið
staðar og horft um öxl, rifjað upp atburði liðinnar ævi,
skotizt snöggvast í baðstofuhornið, þar sem vér lékum
oss sem börn, vér getum staldrað við á sjónarhólum
ævinnar og borið saman hið liðna og það sem er. Og
ég held að það sé eitt af því, sem hverjum manni er
vænlegt til nokkurs þroska að staldra þannig við og at-
huga reikningsskilin við liðinn tíma og samtíðina, sjálf-
an sig og umhverfið.
Tímarnir breytast, og vér breytumst með þeim. Hálf
öld er ekki langur tími í sögu mannkynsins. Þegar á
hana er litið frá þeim sjónarhóli er hún eins og dropi
í úthafinu. En í ævi einstaklingsins er hún mikill þáttur.
Ef vér lítum á tímann frá því fyrst vér förum að skynja
heiminn umhverfis okkur og rekjum síðan hálfa öld
áfram, þá er liðinn athafnamesti og viðburðaríkasti
hluti ævinnar, og farið að halla undan fæti fyrir mörg-
um.
Vér, sem nú munum 50 ára sól, höfum eins og aðrar
kynslóðir eignazt vora persónulegu reynslu, ólíka
reynslu allra undanfarandi kynslóða. Vér höfum verið
svo lánsöm eða ólánssöm, að lifa stórfelldari breyting-
ar en nokkurn tíma hafa áður gerzt í heimssögunni.
Þetta á við um allan heim, og ekki sízt oss íslendinga.
Tvær heimsstyrjaldir hafa geisað. Ríki hafa hrunið í
rústir en önnur risið af grunni. Þjóðir hafa varpað af
sér aldalöngum fjötrum ófrelsis og kúgunar, en aðrar
hafa verið hnepptar í harðari helfjötra efnislega og
andlega en mannkynssagan hefur áður þekkt dæmi til.
Risavaxin átök hafa verið gerð, til þess að auka vel-
farnað mannkynsins. Barizt hefur verið gegn hungri,
sjúkdómum og félagslegu böli með miklum og glæsi-
legum árangri, en á sama tíma hafa verið fundin upp
ægilegri gjöreyðingarvopn, en mannkynið hafði nokk-
urn tíma dreymt um fyrr. Fleiri og meiri friðarráð-
stefnur hafa verið haldnar en í allri sögu mannkynsins
samanlagt áður, og meira rætt um styrjaldarbölið, en á
sama tíma er vígbúizt af kappi, og sumir þeir, sem
hæst tala um frið hafa umhverfzt á sjálfum friðarþing-
unum, þegar eitthvað hefur verið sagt, sem þeim féll
ekki í geð. En síðast en ekki sízt, gömul siðakerfi hafa
hrunið í rústir, og hamingjudraumar liðinnar aldar hafa
reynzt hégóminn einn.
A slíkri öld andstæðna og umbreytinga höfum vér
lifað. Og sennilega vildi enginn af oss hafa misst af
þeirri lífsreynslu, sem hún hefur veitt oss, þótt vér
ættum þess kost. Hér úti á íslandi höfum vér orðið
vitni að og tekið þátt í stórfelldari þjóðfélagsbyltingu
en nokkur önnur þjóð hefur lifað á jafnskömmum tíma.
A nokkrum áratugum höfum vér lifað þróun margra
alda. Og sú bylting hefur verið gerð án blóðsúthellinga
og kúgunar, með sameinuðu átaki fólksins, enda þótt
oss greini á um margt, og þjóðin sé sjálfri sér sundur-
þykkari en sæmilegt má telja.
En oss er ætíð tamast að líta mest á ytra borðið. At-
hygli vor beinist meira að glæsilegum mannvirkjum,
stórhýsum, hraðskreiðum skipum, skrautvögnum og
tæknisigrum, en að horfa inn á við, skoða í barm vor
sjálfra og kanna þær breytingar, sem óhjákvæmilega
verða þar, eftir því sem tíminn líður.
Ef vér gerum örlitla tilraun til þess að skyggnast inn
á við, munum vér komast að raun um að flest erum
vér börn tímans. Umhverfið, tímarnir hafa sett mark
sitt á oss, og vér fylgt straumi þeirra bæði í því sem
oss var Ijúft og hinu, sem síður skyldi. Eirðarleysi og
hraði samtíðarinnar hefur merkt oss, og uggurinn um
hvað framtíðin kunni að bera í skauti hafa fremur
öðru markað hugsanalíf vort. Eitt af einkennum sam-
tíðar vorrar er það að lifa fyrir líðandi stund. Knýja
frá henni þau lífsgæði, sem hún framast getur veitt oss,
án þess að spyrja um afleiðingarnar, hvað þau kosti, eða
hvað morgundagurinn beri í skauti sér. Sennilega er
þetta viðhorf skapað af tveimur heimsstyrjöldum, sem
kollvarpað hafa hugsanakerfi og siðmati liðinnar aldar
en fátt eitt gefið í staðinn.
En í öllu þessu umróti, þessum heimi hins ytra, þar
sem gullkálfur efnishyggjunnar situr í öndvegi, eigum
vér þó alltaf einn friðsælan reit: minningar bernskunn-
ar. Það er einungis alltof sjaldan sem vér leyfum oss þá
ánægju að heimsækja hann og dveljast þar um stund.
Hversdagslega erum vér feimin við að láta í ljós þá
tilfinningasemi, að þessi reitur sé okkur kær. En það er
ein af kröfum tímanna að varpa tilfinningunum fyrir
borð, og vera harðsoðinn að hinum innsta kjarna. En
þegar líður að jólum, þá getum vér leyft oss að hverfa
446 Heima er bezt