Heima er bezt - 01.12.1960, Side 14
í skála sínum á Hlíðarenda var Gunnar sóttur heim
af óvígum her. Hann var einn vopnfærra manna heima
og þar féll hann eftir frækilega viirn. Hafði hann sært
16 fénda sinna og drepið tvo, þeirra er að honum sóttu.
Enda þótt á Hlíðarenda séu enn til örnefni, sem
benda til sögu Gunnars og atburða frá því tímabili,
mun þar þó fátt eða ekkert um fornminjar frá þeim
tíma. Bent hefur verið á gamlar tættur þar sem skáli
Gunnars á að hafa staðið, en fornleifafræðingum ber
saman um að fyrir því séu ekki minnstu líkur, enda
ekki á þeim stað, sem Njála telur bæinn hafa verið.
Gunnarshaugur er í hlíðinni fyrir ofan Hlíðarenda. Þar
er sagt að Gunnar hafi verið heygður, en sá hóll er
ekki mannaverk og þar mun kuml aldrei hafa verið.
Sámsreitur er líka til á Hlíðarenda. Þar átti hundur
Gunnars — Sámur — að hafa verið grafinn.
Saga Gunnars á Hlíðarenda er saga stórra atburða —
framar öllu þó mikilla mannvíga. En það kemur manni
á óvart að fæst vígin eru unnin í Fljótshlíð. Það hvílir
heillastjarna yfir þessari fögru byggð. Hún er að vísu
sögurík, en hún hefur frá öndverðu fremur verið vett-
vangur mikilla örlaga heldur en atburða.
Hlíðarendi var eftir daga Gunnars höfðingjasetur um
aldir. Þar sátu stundum menn sem hæzt bar á í íslenzku
þjóðlífi og athöfnum og er þar skemmst að minnast
Gísla sýslumanns Magnússonar, sem oftast gengur und-
ir nafninu Vísi-Gísli. Hann var talinn mestur höfðingi
á íslandi um sína daga, lærður maður og margfróður,
veglyndur og góðgerðasamur. Gísli er talinn fyrsti Is-
lendingur, sem lagt hefur stund á náttúrufræði við há-
skóla. Hann var brautryðjandi um kornrækt og ræktun
matjurta og annarra nytjajurta. Hann flutti m. a. inn
kúmen, sem enn í dag er all útbreitt í Fljótshlíð. Gísli
hafði áhuga fyrir málmvinnslu, leirvinnslu, brenni-
steinsvinnslu, saltsuðu og fleiru. Hann barðist fyrir
auknu pólitísku sjálfstæði íslands og kom ,í þeim efn-
um einarðlega fram við konungsvaldið danska. Hann
vildi koma á ýmsum efnahagslegum umbótum er mið-
uðu til almenningsheilla og þegar á allt er litið er Vísi-
Gísli óumdeilanlega einn af jöfrum íslenzkrar þjóðar-
sögu í svartnætti miðaldanna.
Sá þáttur umbóta hans, sem snýr sérstaklega að Hlíð-
arenda, eru kornræktartilraunirnar. Vísi-Gísli mun
hafa verið minnugur þeirra sagna, sem gengu um bleika
akra í Fljótshlíð til forna og hann hefur talið að eins
og korn gat þrifizt þar áður eins gæti það gert nú.
Samkvæmt samtíðarheimildum hefur akuryrkja hans
borið einhvern árangur, en þó ekki svo mikinn að ná-
grannar hans tækju upp kornrækt eftir honum. Kart-
öflur hugðist Gísli einnig ætla að rækta, en þá var kart-
öflurækt með öllu óþekkt á Norðurlöndum. Er þetta
Ijóst dæmi um mikla framsýni hans, framfaraviðleitni
og trú á landið.
Svo virðist sem akrar Gísla hafi verið í brekkunni
fyrir ofan Hlíðarendatún, en akrar Gunnars á flatlend-
inu fyrir neðan bæinn. Þar hefur Þverá seinna hulið
þykkan jarðveg og skilið eftir möl og sand.
Á sviði kornræktar á Fljótshlíðin merkari sögu að
baki en nokkurt byggðarlag annað á íslandi. Þar er
vitað að kornrækt hefur verið stunduð að einhverju
Ieyti í fjórar aldir. Þýzk heimild, en það er ferðabók
Thienemanns frá 1821, getur um kornræktartilraunir í
Fljótshlíð snemma á öldinni sem leið. Loks eru korn-
ræktartilraunir Klemenzar Kristjánssonar, sem hann
hefur gert á vegum Búnaðarfélags íslands á Sámstöð-
um með góðurn árangri.
Annar mikill höfðingi, sem sat Hlíðarenda, var Vig-
fús Erlendsson hirðstjóri. Hann fór með sýsluvöld í
Rangárþingi í byrjun 16. aldar, um margt ágætismaður,
réttsýnn í dómum og læknir góður, en þótti yfirgangs-
samur á yngri árum, fédrægur og kvensamur. Páll son-
ur hans, lögmaður sat og Hlíðarenda. Hann var talinn
höfðingi mikill, auðugur, stórgerður og óhlutdeilinn.
Einn af fyrirmönnum á Hlíðarenda var Br\mjólfur
Thorlacius sonur Þórðar biskups Þorlákssonar og dótt-
ursonur Vísa-Gísla. Ekki þótti hann í neinu jafnoki afa
458 Heima er bezl