Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.12.1960, Qupperneq 15
síns og sízt hvað andlegt atgervi snerti, en þó talinn höfðingi mikill, vellauðugur og veitull. Sonur Brynjólfs var Jón, gárungi hinn mesti, léttúðarfullur og ófyrir- leitinn, ekki sízt við höfðingja, en reyndist lítilmagn- anum vel. Hann þótti betur gefinn en faðir hans og fara ýmsar sagnir af glettni hans og brögðum. Þegar Jón kom heim að Hlíðarenda að námi loknu í Kaup- mannahöfn var sagt að foreldrar hans hafi breitt rautt klæði á hlaðið honum til heiðurs. Skömmu síðar glett- ist Jón við foreldra sína, sem ekki gátu unnt honum þess kvonfangs, sem sonurinn þráði. Hafði hann þegar í æsku fellt hug til uppeldissystur sinnar Þórunnar Halldórsdóttur biskups á Hólum. Var ættgöfgin nóg til þess að til gjaforðs kæmi, en samt lögðust foreldrar Jóns á móti ráðahagnum, því þeim þótti biskupsdóttir- in léttúðug og auk þess lítt gefin fyrir búsýslu. Sendu þau hana norður á Hóla skömmu áður en Jóns var von frá Kaupmannahöfn og voru ákveðin í að stía þeim sundur. Jóni líkaði þessi ráðstöfun miður þegar hann kom heim og bjóst brátt til ferðar norður í land að heimsækja heitmey sína. Brynjólf föður hans grunaði erindið og skrifaði þess vegna Halldóri biskupi bréf með syni sínum, þar sem hann bað biskup þess lengstra orða að gefa Jóni ekki Þórunni dóttur sína þótt hann færi þess á leit. Jón tók við bréfinu, en grunaði hins vegar föður sinn um græsku, reif bréfið upp á leiðinni og eyðilagði það, en skrifaði biskupi annað bréf í nafni föður síns þar sem hann mæltist til þess við biskup að hann gæfi Jóni dóttur sína ef líkur séu fyrir því að þau felli hugi saman. Við þessari ósk varð biskup og gaf þau saman í hjónaband skömmu eftir komu Jóns norður. Þóttist Jón hafa leikið vel á föður sinn og kom sigri hrósandi suður að Hlíðarenda aftur. Þótt Jón og kona hans tæki við stórkostlegum eignum í föðurarf hans hvarf sá auður úr höndum þeirra áður en varði, bæði vegna drykkjuskapar og sinnuleysis beggja um búsýslan og fjármál. Dó Jón í örbirgð. Síðastir stórmenna á Hlíðarenda, sem orð fór af, voru Vigfús Þórarinsson sýslumaður, tengdasonur Bjarna landlæknis Pálssonar og sonur Vigfúsar Bjarni skáld og amtmaður Thorarensen. Vigfús fluttist þangað 1789 þegar honum var veitt Rangárvallasýsla og dó á Hlíð- arenda árið 1819. Sagt var að andlát hans hafi borið að með þeim hætti að hann hafi gengið til smiðju að smíða undir hest, en komið skyndilega að honum brjóstkrampi. Hafi hann þá staðið upp, tekið höndum um smiðjubitann, en fallið og lent ofan á steðjanum. Vrar hann þegar örendur. Vigfús var talinn héraðsríkur og stjórnsamur, en réttlátur í dómum og hjálpsamur við þá sem honum líkaði vel við. I tíð Vigfúsar var á Hlíðarenda maður sá sem Lúsa- Hrólfur var nefndur og naut lítillar virðingar sem nafnið bendir til. Voru ýmsar glettingar hafðar í frammi við hann sökum heimsku hans, og stóðu þar fremstir í flokki synir sýslumanns, ekki sízt Bjami. Eitt sinn var Hrólfur keyptur til þess að stinga upp í sig haus af ketti, en munnstór var Hrólfur með eindæm- um. Hrólfi tókst þetta og fékk spesíu fyrir, en hins vegar gekk í miklum brösum að ná kattarhausnum út úr munni hans aftur. Bjarni skáld, sonur Vigfúsar, lifði að vísu ekkert af starfsferli sínum á Hlíðarenda og er að heldur ekki fæddur þar, en hann ólst þar upp. Og í þessari fögru og söguríku byggð naut hann þeirra áhrifa sem urðu honum að haldgóðu vegarnesti á braut skáldskaparins síðar meir. Það sama má segja um annað stórskáld íslenzku þjóð- arinnar, Þorstein Erlingsson, sem ólst upp í sama um- hverfi og Bjarni og á næsta bæ — Hlíðarendakoti. Báðir þessir menn settu svipmót á andegt líf þjóðarinnar, annar á öldinni sem leið, hinn á þessari öld, og báðir verða þeir að teljast í röð beztu skálda og beztu sona íslendinga. Skammt innan við Hlíðarendakot hafa að- dáendur Þorsteins Erlingssonar reist honum minnis- Heima er bezt 459

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.