Heima er bezt - 01.11.1965, Side 3
NUMER II
NÓVEMBER 1965
15. ARGANGUR
wtbwztt
ÞJOÐLEGT HEIMILISRIE
Efnisyíirlit
Bls.
Jón í Yztafelli Karl Kristjánsson L/J OO OO
Fuglaveiðar Mýrdælinga Gunnar Magnússon 398
Gulnuð blöð frá Hawaii Guðmundur J. Einarsson 400
Hjónin á Hærukollsnesi Guðmundur Eyjólfsson 403
Afríka — Meginland í fæðingu Arnold J. Toynbee 406
Hvað ungur nemur — 411
Menntasetur í strjálbýlinu:
VI. Laugarvatnsskóli Stefán Jónsson 411
Dægurlagaþátturinn Stefán Jónsson 416
Á blikandi vængjum (5. hluti). Ingibjörg Sigurðardóttir 418
Samstarf þjoðanna bls. 386. — Áskriftarverð hækkar bls. 387. — Ævidagar Jóns á Laxa-
mýri bls. 410. — Bréfaskipti bls. 417. — Myndasagan: Óli segir sjálfur frá bls. 427.
Forsíðumynd: Jón Sigurðsson i Yztafelli. (Ljósm. Bjarni Sigurðsson.)
TIL ÁSKRIFENDA
Síðastliðin tvö ár hefur áskriftargjald Heima er bezt verið kr.
200.00. Á þessu tímabili hafa orðið fjórar launahækkanir hjá
prenturum, þ. e. 1. jan. 1964 12%, 1. nóv. 1964 10%, 1. marz 1965
3.5% og 1. okt. 1965 18%, eða samtals 43.5%. Á sama tímabili hafa
allir aðrir liðir í útgáfukostnaði, svo sem póstgjöld, pappír og
miklu fleira einnig hækkað, svo sem öllum er kunnugt. Allar þess-
ar hækkanir nema um kr. 90.00 af tvö hundruð króna áskriftar-
gjaldi Heima er bezt. Vegna þessa neyðast útgefendur því til að
hækka áskriftargjaldið um hluta af þessum miklu hækkunum eða
kr. 50.00, sem er þó ekki nema 25% af áskriftargjaldinu, og verð-
ur því áskriftargjaldið fyrir árið 1965 kr. 250.00. — Heima er bezt
flytur engar auglýsingar, og hefur engar auglýsingatekjur, sem
flest önnur blöð hafa. Allt lesefni blaðsins er því lestrarefni til
gagns og skemmtunar. Þegar þess er gætt að lesmál í einum ár-
gangi Heima er bezt er álíka mikið og 1100 blaðsíður af bók í
venjulegri stærð, en slík bók mundi ekki kosta undir eitt þúsund
krónum nú, þá er augljóst, að Heima er bezt er enn sem fyrr lang-
ódýrasta lesefni, sem fáanlegt er hér á landi. Áskrifendur Heima
er bezt hafa gert sitt til þess, að hægt er að halda áskriftargjald-
inu svona lágu, ineð því að senda sjálfir áskriftargjaldið til útgáf-
unnar, en við það sparast mikil vinna og kostnaður.
Að svo mæltu árna ég lesendum Heima er bezt hamingju og
heilla á nýbyrjuðum vetri.
Með beztu kveðju
SIGURÐUR O. BJÖRNSSON.