Heima er bezt - 01.11.1965, Side 7

Heima er bezt - 01.11.1965, Side 7
í Suður-Þingeyjarsýslu. Kvæntur Nönnu Jónsdóttur. Hann er dáinn fyrir nokkrum árum. IV. Kristbjörg, f. 8. júní 1919. Hún er gift Ingólfi Kristj- ánssyni frá Reykjavík, vélvirkja. Búa þau að Yztafelli III, og stundar hann vélaviðgerðir ásamt iandbúnaðin- um. Jón Sigurðsson naut menningarlegs uppeldis á heim- ili foreldra sinna. Nógur kostur góðra bóka var á heim- ilinu, af því að faðir hans hafði mikla aðdrætti bóka, ekki sízt úr Bókasafni Þingeyinga. Sigurður var að eðlis- fari mikill fræðari, og drengurinn notaði sér það af ástríðu; fylgdi föður sínum jafnvel í slægjuna um tún og engi, spurði og spurði; sat hjá honum við vefstólinn og leitaði fræðslu. Þá lærði Jón einnig af föður sínum að beita sér kapp- samlega við verk, jafnharðan og hann fékk aldur til að vinna; gerðist eins og faðir hans víkingur að vinnu- kappi, en segist jafnan hafa unnið meira af kröftum og harðfylgi en lagni, sem sér hafi einhvern veginn ekki verið tiltæk. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að Jón veiktist, þegar hann var 11 eða 12 ára gamall, þann- ig, að hann datt niður allt í einu og varð máttlaus hægra megin. Var fyrst í stað á eftir tilfinningarsljór og mál- haltur. Tók að batna eftir nokkrar vikur, og náði sér þá á stuttum tíma, nema hann segist ekki hafa orðið full- komlega jafngóður í hægri höndinni og hún sé sér aldrei vel hlýðin, t. d. við skriftir. Má vera, að í þessu áfalli eigi að einhverju leyti rætur það, sem hann kallar skort á verklagni hjá sér. Fljótt kom það á Jón, sem var elzti sonur, að veita heimilinu forstöðu í fjarverum föður síns, sem oft þurfti að vera að heiman og stundum langdvölum vegna þátt- töku í félagsmálum, eins og segir sig sjálft. Seinna varð svo Marteinn félagi Jóns um forstöðuna. Loks kom þar að 1917, þegar Sigurður gerðist ráð- herra, að hann brá búi og Jón og Marteinn synir hans tóku við búinu og ráku það sem félagsbú sitt fyrst í stað. Sumarið 1918 kvæntist Jón Helgu Friðgeirsdóttur frá Þóroddsstað í sömu sveit. Hún er f. 9. marz 1893. Faðir Helgu var Friðgeir, bóndi á Finnsstöðum og víðar í Ljósavatnshreppi, Kristjánsson, bónda á Hóli í sömu sveit, Kristjánssonar. Móðir Friðgeirs — kona Kristjáns — var Bóthildur Grímsdóttir frá Krossi í sömu sveit. Móðir Helgu — kona Friðgeirs — var Kristbjörg Ein- arsdóttir, bónda á Björgum. Móðir Kristbjargar var Agata — kona Einars — Magnúsdóttir, bónda á Sandi. Ættir þessar eru traustar bændaættir. Helga og Jón eru fimm-menningar að frændsemi. Helga Friðgeirsdóttir var gott gjaforð. Hún er gjörvi- leg kona, prýðilega greind, heilsteypt að skapgerð, hag- sýn húsmóðir og hefur verið manni sínum skilnings- ríkur og umhyggjusamur förunautur. Jón og Helga eiga sex börn á lífi. Einn dreng misstu þau skömmu eftir fæðingu hans. Börnin, sem lifa, eru þessi í aldursröð talin: Kristbjörg Jónsdóttir. Sigurður Jónsson. Jónas Jónsson. Hólmfriður Jónsdóttir. Friðgeir Jónsson. Hildur Jónsdóttir. Heima er bezt 391

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.