Heima er bezt - 01.11.1965, Page 13

Heima er bezt - 01.11.1965, Page 13
Tímabilið 1183—1889 í búnaðarsögu Suður-Þingey- inga. (Hluti af bókinni Byggðir og bú. Kom út 1963). Samvinnan á íslandi. (Þýðing. Höf. Thorsten Odhe. Kom út 1948). í handriti er ævisaga Torfa í Ólafsdal (óprentuð). í prentun er hjá Menningarsjóði: Sigurður í Yztafelli og samtíð hans. (Allstór bók. Fróðleg aldarfars- og þjóðháttalýsing). Um þessar mundir er svo Jón að ljúka skáldsögu, sem hann hefur alllengi haft í smíðum. Er hún um atburði og menn, er koma við frumsögu íslandsbyggðar. Þessi saga er mjög rómantísk og ólík öðrum tilraunum, er mér vitanlega hafa verið gerðar, til þess að leiða land- námsmanninn, Náttfara, út úr myrkri aldanna fram á sjónarsviðið. X. Norðan við íbúðarhúsið í Yztafelli II stendur allhá steinsúla. Hún er hvít og sést því vel frá þjóðveginum. Súla þessi er minnisvarði um stofnun Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Einmitt þarna, í húsi, sem stóð á grunninum, sem varðinn er reistur á, var stofnfundur Sambandsins haldinn 20. febrúar 1902. (Sjá mynd á bls. 396). Virðulegt er fyrir staðinn að hafa þennan sögu- lega varða í hlaði. Listakonan Karen Agnete Þórarinsson hefur gert mál- verk af fundinum. Mynd af málverkinu er hér birt. Jón var 13 ára, þegar fundur þessi var haldinn. Man hann fundinn vel og mennina, sem þar voru saman- komnir. Sagði hann eitt sinn í samsæti að afloknum að- alfundi S. í. S. frá stofnfundinum og lýsti fundarmönn- um. Ræða Jóns þótti afburðasnjöll, enda er hann mik- ill ræðumaður. Hann virðist alltaf viðbúinn að halda ræður. Efni skortir hann manna sízt, og sagan og bók- menntirnar eru honum tiltækar til áherzlu. XI. Jón í Yztafelli er stór vexti og atkvæðalegur maður, sem sker sig úr fjöldanum og vekur á sér athygli, hvar sem hann fer. Ber með sér kraft og dugnað, laus við sundurgerð og tildur. Andlit hans er fallega letrað rún- um eftir óhlífisama áreynslu bóndastarfsins og djúpa þanka við andleg viðfangsefni. Hann er alvörumaður í verki, en eigi að síður gleði- maður á góðvinafundum, þegar því er að skipta, og kann sæg gamansagna. Á honum festir ekki skop, þótt til verði, því hann kann sjálfur að kynda ofna kímninn- ar og umgangast hana. Jón sameinar í afstöðum sínum ræktarsemi við fom- ar dyggðir og velþóknun á nýjungum, er til framfara horfa. Hann er þjóðrækinn maður, sem vill að íslend- ingar gleymi aldrei uppruna sínum og gæti vel sérstöðu Helga Friðgeirsdóttir. sinnar. Hann er lýðræðissinni að lífsskoðun og bjartsýnn umbóta- og hugsjónamaður. Hann ólst upp í hugbirt- unni, sem kennd er við aldamótin. I þeirri geislahollu birtu dafnaði vel þrá hans og dugur til sjálfsmenntunar og stórra skila í dagsverkum. Hann kaus að vera bóndi á föðurleifð sinni og vinna þar hörðum höndum land- bótastörf í þjónustu hugsjóna sinna um betra land fyrir komandi kynslóðir, þó að honum stæðu opnar leiðir til léttari lífsstarfa. Samhliða búskapnum hefir hann svo verið snjall rithöfundur. Með þessum hætti hefir Jón í Yztafelli fyrir sitt leyti á okkar nýja tíma haldið skörulega á loft merki hinnar fornu íslenzku bændamenningar. Um hann eiga við orð Gríms Thomsens: „Stuðill lands og sinna feðra sómiu. Húsavík, 1. september 1965. Karl Kristjánsson. Heima er bezt 397

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.