Heima er bezt - 01.11.1965, Page 23
spyrja sjálfa sig, þegar þeir hafa losnað undan drottin-
valdi Evrópumanna, til þess eins að verða undirokaðir
af öðrum Afríkubúum.
Ósk hinnar sjálfstæðu Afríku er að verða sameinuð
Afríka, og til þess er full ástæða. Ef álfan sameinast ekki
kemst hún ekki hjá að verða dregin inn í deilur þær, sem
ríkjandi eru á hinum meginlöndunum milli ólíkra stefna
og lífsskoðana. Engin þessara stefna er afríkönsk, og
Afríkumönnum finnst þær ekki koma sér við, hvort sem
þeir hafa þar rétt eða rangt fyrir sér. Megin hugsjón
þeirra er að koma málum Afríku svo, að þeir megi feta
áfram í menningu og efnahagsmálum, svo að þeir fái
nálgast hinar svokölluðu þroskuðu þjóðir. Til þessa
þarfnast þeir friðar, og til þess að fá frið trúa þeir því,
að þeir verði að einangra sig stjórnmálalega. Þeir sem
utan Afríku búa geta vel skilið þessa stefnu og haft sam-
úð með henni. En hið endurtekna vafamál er, hvort sá
einstefnuakstur í stjórnmálum ásamt hlutleysi sé fram-
kvæmanlegt.
Vér skulum líta á uppdráttinn að nýju. Við nánari
athugun verður ljóst, að þessi einleita Afríka er aðeins
ímyndun. Jafnskjótt og vér byrjum að fylla upp kortið
innan útlína þess kemur þetta í Ijós. Vér skulum fyrst
athuga um samgöngurnar og samgönguleiðirnar. Jafn-
skjótt pg þær verða oss ljósar, er einangrun Afríku rof-
in og sundrung hennar augljós. Höfin, sem liggja milli
Afríku og Evrópu og Asíu einangra hana síður en svo,
því að þau eru hinar greiðustu samgönguleiðir, og svo
er einnig loftið yfir Afríku. Margar höfuð flugleiðir
heimsins liggja um Kairó, og þjóðgötur pílagríma Mú-
hameðsmanna liggja um Rauðahafið, milli Afríku og
Arabíu. Norðvestur-Afríka er um flest miklu skyldari
Evrópu en hitabeltislöndum Afríku, hvort heldur sem
vér lítum á loftslag, gróður eða þjóðerni. Sahara er
vissulega þurrlendi. En örðugra getur verið að komast
yfir belti af sandauðnum en álíka breitt haf. Úlfaldinn
er og hefur verið „skip eyðimerkurinnar“, og jepparnir
virðast verða arftakar hans. Engu að síður er Sahara
meiri tálmun mannlegra samskipta en Miðjarðarhafið
enn í dag allt um tækni nútímans.
Sunnan eyðimerkurinnar verður önnur tálmun fyrir
henni samhliða. Það er hálendi Eþjópíu, fen og foræði
upplands Nílar og frumskógar Norður-Kóngó og Vest-
ur-Afríku. Þessi tvöfalda tálmun, sem liggur um hjarta-
stað álfunnar, einangrar þjóðirnar norðan hennar og
sunnan hverjar frá öðrum. Hún hefur haldið þeim
sundruðum í þúsundir ára, og hrúgað upp misskilningi
og fordómum milli þeirra. Sunnan girðingarinnar ligg-
ur kristin, þeldökk Afríka, en norðan hennar múham-
eðsk, arabisk Afríka. En í skógunum, fenjunum og eyði-
mörkinni búa negraþjóðir, sem ekki kunna að mæla á
arabiska tungu en eru Múhameðstrúar. Menningarlega
og í lífsviðhorfum heyra þær til Aröbum en ekki hin-
um svörtu kynbræðrum sínum í sunnanverðri Afríku.
Einungis eitt Afríkuríki er utan beggja þessara and-
stæðna, sem er því harðla mikilvægt. Ríki þetta er Eþjó-
pía. Þar býr kristin þjóð eins og í Vestur-, Mið- og
Suður-Afríku, en Eþjópar eru ekki negrar og kristin-
dómur þeirra er af öðru tagi en hinna kristnuðu negra-
þjóða í Afríku, sem hafa hlotið kristni sína frá evrópsk-
um og amerískum trúboðum á síðustu hálfri annarri
öld. Kristni þeirra er ung, og þeir heyra til kaþólskri
kirkju eða kirkjudeildum mótmælenda, eins og þær eru
á vorri öld. Eþjópía var kristnuð á fjórðu öld, eða um
sömu mundir og Rómverjar réðu á Englandi, og um
þremur öldum fyrr en England var kristnað. Kristni-
boðar Eþjópíu voru frá austur-rómverska keisaradæm-
inu, og kristni þeirra er skyldust trú Koptanna í Egypta-
landi, Gregorskristninni í Armeníu, Jakobítanna í Sýr-
landi og Keralanna í Indlandi. Hún skilur sig jafnt frá
kaþólsku og mótmælendatrú Vesturlanda og grísk-
kaþólskri trú Rússa og Balkanþjóðanna. Hin klassiska
tunga Eþjópa Gees, sem biblían og trúfræðirit þeirra
eru þýdd á, er semitiskt mál, og skyldar mállýzkur eru
enn talaðar í Eþjópíu. En þótt tungan sé semitisk, heyr-
ir hún til annarri grein þeirra mála en arabiskan, sem
er drottnandi tungumál Norður-Afríkuþjóðanna, og
Kóraninn er ritaður á. Eþjópía var kristið þjóðfélag
mörgum öldum áður en Múhameðstrú kom til sögunn-
ar, og Eþjópar skipa sérstakt virðingarsæti meðal krist-
inna þjóða í augum Múhameðsmanna, af því að fylgj-
endur Múhameðs áttu þar athvarf, þegar þeir voru of-
sóttir snemma á trúboðsárum þeirra. Samtíðarmenn spá-
mannsins í Eþjópíu fundu að Múhameðstrú var ein-
gyðistrú eins og kristnin, 'og því nutu Múhameðsmenn
nokkurrar samúðar þeirra.
Af þessu má ljóst vera, að Eþjópar hafa sérstöðu með-
al Afríkuþjóða, og þessi sérstaða veitir þeim aðstöðu til
að gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni. Núverandi
keisari Eþjópíu, Haile Selassie, og ráðgjafar hans gera
sér þetta fyllilega ljóst, og metnaður þeirra er mikill
fyrir hönd lands síns og þjóðar. Þeir vonast eftir að fá
Afríkuþjóðirnar til þess að viðurkenna Eþjópíu sem
brennidepil hinnar sameinuðu Afríku. í höfuðborginni,
Addis Abeba, hefur stjórn Eþjópíu reist hina stórfeng-
legu og fögru Afríkuhöll, í þeirri von að þar megi verða
miðstöð fyrir ráðstefnur sam-Afríku, og ef til vill að-
setur fastrar framkvæmdarstjórnar fyrir Samband Af-
ríkuríkja. Hinar táknrænu skreytingar Afríkuhallarinn-
ar voru gerðar af eþjópskum listamanni, sem sameinar
þar hina hefðbundnu list Eþjópíu og vestræna nútíma-
list. Grunntónn listaverka þessara er endurreisn Afríku,
og að henni sé ætlað mikilvægt hlutverk í samskiptum
þjóðanna í framtíðinni.
Engu að síður er það svo, að einmitt vegna þess að
Eþjópía hggur utan við megin athafnasvið Afríku, gæti
svo farið að hún hefði ekki úrslitaatkvæðið um það,
hvort tilraunir þær, sem gerðar hafa verið til að sameina
Afríku heppnast. Löndin, sem mest hvílir á í þessum
efnum eru Súdan og Nigería. Næstum því tilviljunar-
kennd afleiðing baráttu vestrænna ríkja um yfirráð Af-
ríku á síðasta fjórðungi 19. aldar varð, að ríki þessi vega
Heima er bezt 407