Heima er bezt - 01.11.1965, Side 25
ing og útsaumað lendaklæði, sem vissulega huldi ekki
mikið af líkama þeirra, þegar vér minnumst þess að
meðalhæð karlmanna þar er sex fet og sex þumlungar.
Á því einu er létt að sjá, að það er örðugt fyrir norður-
og suður-Súdana að lifa saman.
Þjóðir þessar hafa verið knúðar inn undir sömu landa-
mæri sjálfstæðs ríkis af sams konar tilviljun, og gert hef-
ur verið Norður- og Suður-Nigeríu að einu ríki. Landa-
mæri Nigeríu og Súdan hafa ekki verið gerð af þjóðun-
um sem þar búa, heldur eru þau arfur frá evrópsku ný-
lenduveldi, sem sjálfstæð nútíma ríki Afríku hafa tekið
við. En landamæri nýlendnanna í Afríku voru gerð af
fullkomnu handahófi. Meðan ríki Evrópu börðust um
yfirráðin í Afríku háðu þau kapphlaup um að ná undir
sig svo stórum landsvæðum, sem unnt var án þess að til
opinberrar styrjaldar kæmi milli þeirra. Stjórnmálamenn
Evrópu tóku ekkert tillit til hinna raunverulegu marka-
lína milli ólíkra þjóðflokka og ættbálka, sem skapazt
höfðu frá fornu fari. Landamærin, sem þeir drógu á Af-
ríkukortinu, hlutuðu annars vegar sundur þjóðflokka og
lönd þeirra í smábita, og skeyttu á hinn bóginn saman
brot úr hinum ólíkustu þjóðflokkum, til þess að mynda
brezkar, franskar, belgiskar eða ítalskar nýlendur. Land-
svæði þau, sem hin sjálfstæðu Afríkuríki hafa erft, eru
þannig byggð óskyldum þjóðflokkum, og líkjast þjóð-
fræðilega marglitu tiglagólfi.
í keppni Evrópumanna eftir nýlendum í Afríku,
reyndust allar þjóðirnar, nema ein vera varnarlaus fórn-
arlömb fyrir ágengni hinna framandi þjóða. Hin eina
þjóð sem varði frelsi sitt var Amhara-þjóðflokkurinn í
Eþjópíu. Þeir tóku þátt í kapphlaupinu um lönd og lýði,
því að þeir gerðu sér Ijóst, að það var eini möguleikinn
til þess, að þeir sjálfir sættu ekki sömu örlögum og aðr-
ar Afríkuþjóðir, að verða skipt milli sigurvegaranna. Og
Amhararnir reyndust sigursælir. Þeir tvöfölduðu eða
þrefölduðu yfirráðasvæði sitt, svo að nú er nálægt helrn-
ingurinn af íbúum Eþjópíu hvorki af ættstofni Amhara
né kristinnar trúar.
Þar sem Amharar lögðu undir sig yfirráðasvæði sitt af
cigin rammleik var það mannlegt, þótt ekki væri það
heppilegt, að þeir hafa haldið fast við þau landamæri,
sem þeir höfðu náð, og leyfðu ekki þeinr þjóðum, sem
eru af öðrurn stofni, að ná sjálfstæði sínu. En hvað skal
þá segja um hin Afríkuríkin, sem hlutu sjálfstæði sitt að
lokinni síðari heimsstyrjöldinni? Engin stjórn hinna
nýju ríkja átti nokkurn þátt í að marka landamæriþeirra.
en fengu þau í hendur frá hinum evrópsku fyrirrennur-
um sínum. Það hefði í fyrstu mátt vænta þess, að þeir
myndu gera upp ný landamæri eftir gagnkvæmu sam-
þykki og samningum þjóða þeirra, sem hlut áttu að máli,
svo að hin nýju landamæri færu eftir náttúrlegum þjóða
og ættbálka mörkum eftir því sem unnt var. En sú varð
ekki stefna þeirra. Það sem gerzt hefur í þeim málum
er, að í öllum hinum fyrrverandi nýlendum, hafa hinir
nýju stjórnendur haldið dauðahaldi í nýlendu landamær-
in eins og þau væru heilagur þjóðararfur.
En ef vér athugum málið betur, verður ljóst, hvers
vegna þessi stefna hefur verið tekin. Fyrsta boðorð
hverrar ríkisstjórnar er að halda völdum og treysta til-
veru sína. Þetta var erfitt fyrir reynslulitlar og van-
rnegna stjórnir, sem urðu að feta í fótspor evrópiskra
fyrirrennara. Þessar óþjálfuðu og reynslulausu stjórnir
óttast, að ef þær gefa það eftir að landamærin verði tek-
in til endurskoðunar, muni allt annað í ríkjum þeirra
hrynja saman, og þau lenda í bræðsludeiglunni. Þau ótt-
ast að allt lendi í álíka stjórnleysi og gerzt hefuríKongó.
Þess vegna hafa þær reynzt ósveigjanlegar í þeim efn-
um að leiðrétta landamærin, eða láta fermetra af landi
af hendi.
Þetta er eðlilegt og óhjákvæmilegt. En það hefur
vandræða ástand í för með sér. Afríkubúar hafa verið
frelsaðir undan nýlendukúgun Evrópu, en til þess eins
að verða skipt í tvær heildir Afríkubúa, þeirra, sem ráða
og hinna, sem eru kúgaðir. Hinir undirokuðu hafa skipt
um húsbændur. I stað Evrópumanna eru komnir Af-
ríkumenn, en þeir hafa ekki á nokkurn hátt öðlazt meira
frelsi. Sem dæmi má taka hina gömlu brezku nýlendu
Kenýa. Þar hefur Kikuyu þjóðflokkurinn hlotið sam-
svarandi valdaaðstöðu og Amharar í Eþjópíu. Og Ki-
kuyu-stjórnin í Kenya, hefur verið fyllilega sammála
Amhara-stjórninni í Eþjópíu um að harðneita kröfum
Sómala minnihlutans um að sameinast frjálsu Sómalíu.
Sómalíu hefur verið skipt í þrjá hluti. Einn þeirra er
sjálfstætt ríki, en hinum tveim hlutunum er skipt milli
Kenya og Eþjópíu. Sómalar halda því fram, að í frjálsri
Afríku sé ekki stætt á því, að halda þjóð þeirra sundur-
greindri. Hún eigi fullan rétt á að sameinast í eitt sjálf-
stætt ríki, rétt eins og Amharar og Kikuyar eru sjálf-
stæðir. Vér, sem heima eigum utan Afríku, hljótum að
vera þeim sammála. Það lítur út fyrir, að um leið og ný-
lenduveldi Evrópu fjarar út í Áfríku, þá skapist þar
flóðalda nýrrar nýlendustefnu Afríkuríkjanna sjálfra.
Allt virðist benda í þá átt að hinar máttugri Afríkuþjóð-
ir fái ekki staðizt freistinguna að undiroka hina veikari
frændur sína. Þetta er í beinni mótsögn við þær grund-
vallarreglur, sem hin nýju Afríkuríki halda fram og
segjast aðhyllast. Það er líka alrangt í eðli sínu. í stuttu
rnáli, þetta er nýr harmleikur.
Afríka virðist nú eftir heimsstyrjöldina síðari vera að
ýmsu leyti svipuð Evrópu að loknum Napóleonsstyrj-
öldunum. Ráðríkum, erlendum stjórnum hefur verið
steypt af stóli, en frelsið, sem vænst var hefur ekki kom-
ið í þeirra stað, að minnsta kosti ekki alls fjöldans. Verð-
ur Afríkukort tuttugustu aldarinnar endurteiknað á lík-
an hátt og Evrópukort nítjándu aldar? Gerist þetta á
hálfri öld, eða verður það gert í skyndingi eftir hinni
harðúðgu blóðs og járns reglu Bismarks? Vér getum
ekki séð fyrir um örlög Afríku. En eitt vitum vér.
Hvort sem framtíð Afríku verður einkennd af friði eða
ofbeldi, hvort sem hún gengur veg gæfunnar, eða fetar
ógæfustiginn, þá er það víst, að taka verður fullt tillit til
hennar á komandi árum. St. Std. þýddi.
Heima er bezt 409