Heima er bezt - 01.11.1965, Page 28

Heima er bezt - 01.11.1965, Page 28
arkjarrinu og gengur eftir melum, þar sem ómögulegt er að sjá nokkur spor, enda er hann búinn að týna þeim. Svo hleypur hann upp á hæð, sem er þar skammt frá. Þar getur hann séð niður að ánni, sem liðast áfram eftir krókóttum farveginum. Niður á árbakkanum getur hann greint mannveru, sem gengur hægt niður eftir bakkanum. Það er hún. „Svanhildur“, kallar hann. Ver- an á árbakkanum stanzar og lítur upp á hæðina til Hall- dórs. Þau horfa hvort á annað stutta hríð, og svo hleyp- ur Halldór af stað. En þá byrjar eltingaleikur, því að Svanhildur fer einnig að hlaupa. Fljótlega dregur þó saman, unz Halldór nær Svanhildi. „Ó, kjáninn þinn, að vera að hlaupa á undan mér,“ segir hann móður af hlaupunum. Þau standa andspænis hvort öðru og horf- ast í augu. Svanhildur er rjóð í vöngum, Ijóst, sítt hár hennar er ógreitt, og fellur niður um herðarnar í falleg- um bylgjum. Aldrei hefur Halldóri fundizt hún eins yndisleg. „Hvað varstu eiginlega að gera? Því gaztu ekki komið á réttum tíma?“ hreytir Svanhildur reiðilega út úr sér. „Vertu ekki að gera þér þessa illsku upp, elskan mín,“ segir Halldór. „Þú þarft ekki að halda, að þú sért nokkurn skapaðan hlut fyndin,“ segir hún í sama tón og fyrr. „Það er nú líka það, sem ég er alls ekki að revna,“ svarar hann, „og nú skulum við hætta þessu rifr- ildi og tala heldur um eitthvað annað.“ „Hvað á þá að vera til umræðu?“ spyr hún. „Ó, kjáninn þinn, þú ert alveg dásamleg,“ segir Halldór, um leið og hann leggur handlegginn yfir herðar hennar, og dregur hana til sín. Nú er ekkert framar, sem heitir ósamlyndi. Líkamir þeirra nálgast. Astarþránni er fullnægt í löngum, brenn- heitum kossi. Næst fer ég yfir elztu árganga skólablaðsins, og þar verður fyrst fyrir valinn þáttur um æskuárin. Höfund- ur er Áslaug Kristjánsdóttir, en þátturinn birtist í skóla- blaðinu 1931. Þessi þáttur nefnist: HUGLEIÐING UM ÆSKUÁRIN Æskan er yndislegasti tími ævinnar. Þá erum við mót- tækilegust fyrir allt hið góða og fagra, sem lífið hefur að bjóða. Ég hygg líka að unglingurinn sé engu síður fær um að mæta alvörunni og erfiðleikunum, heldur en þeir fullorðnu. Þótt æskumaðurinn sé ef til vill ístöðuminni en fullorðinn maður, þá er honum ekki cins mikil hætta búin og ætla mætti. Réttlætis- og sómatilfinning ungl- ingsins er næm og verður því auðveldlega særð. Ungl- ingurinn er viðkvæmur, — gcrir sér háar vonir og háar hugmyndir um sjálfan sig og aðra. Þess vcgna cr hon- um það svo erfitt að sjá það, að margar fallegu hug- myndirnar hans og hugsjónir eru að mörgu leyti van- hugsaðar og rangar. En glaðlyndi hans hjálpar honum til að yfirstíga þetta. Þegar ein lciðin lokast, sein hann hefur hugsað sér að fara, þá opnar fjör hans og hug- kvæmni aðra leið, sem er eins vel fær. Það er dásamlegt að vera ungur. Enginn æskumaður er aumkunarverðari en sá, sem aldrei hefur getað látið lífsgleði sína fá útrás, því að lífsfjör æskumannsins er svo mikið, að því verður að fullnægja á einhvern hátt, og bezt er að það sameinist starfslönguninni. Næmleiki unglingsins kemur vel fram í því, hvað hann getur fund- ið mikla fegurð í mörgu, sem eldra fólki finnst fátt um. Lítill frjóangi í skauti náttúrunnar, hlýtt orð eða at- lot frá öðrum, getur vakið ákafa og heita gleði hjá unglingnum. Á slíkum stundum finnst honum hann vera sterkur og voldugur. Og þegar fögnuðurinn yfir því að lifa er einvaldur í huga æskumannsins, finnur hann til fulls hve mikið honum er gefið, og hve mikils hann er megnugur í raun og veru. Hann finnur að hann hefur framtíð sína að mestu í eigin höndum, og það stælir hann og heldur áhuganum vakandi. Hann finn- ur, hvað við liggur, að honum takist að ráða rétt gát- una um ókomna cevina sína. Sé honum þetta Ijóst, eru honum allir vegir færir. Þá getur hann af heilum hug sagt með skáldinu, sem kvað: „Gott er að vera ennþá ungur, eiga í vændum langan dag, numið geta nýjar tungur, nýja siði og háttalag.“ Ennþá fletti ég upp í árgöngum frá fyrri árum. í ár- gangi skólaársins 1939—1940 vel ég þátt til birtingar, en höfundur skrifar undir dulnefni. Höfundur nefnir þáttinn ENDURMINNINGU Eitt af fyrstu minnisstæðu atvikum úr bernsku minni er það, þegar ég í fyrsta sinni tók stúlku á löpp. Þetta gerðist haustið, sem ég var 6 ára. Móðir mín hélt þá saumanámskeið heima hjá sér, og tóku þátt í því 6—8 stúlkur. Allar voru þær ungar og lífsglaðar, og eins og gefur að skilja, var aðalumræðuefni þeirra piltar og dansleikir. Á síðasta balli hafði þessi dansað mikið við þessa, og þessi tekið þessa á löpp o. s. frv. Þannig var umræðuefni þeirra. Þessi samtöl stúlknanna fóru ekki fram hjá mér, því að ég var daglegur gestur á saumastofunni. Ég átti held- ur bágt með að skilja þeirra rósamál um þetta efni. en þó sérstaklega orðatiltækið „að taka á löppu. Ég komst fljótlega að raun um það, að það var eitt- hvað leyndardómsfullt við þann verknað, og ásetti mér að komast að því. Ég byrjaði auðvitað að spyrja stúlk- urnar, — þær hiifðu reynsluna, — cn svörin fíest voru á þá leið, að ég væri kjáni, hefði ckki vit á slíku, fengi að vita það, þegar ég væri orðinn stór, og börn ættu ekki að vcra að spyrja um slíkt. Tilgangslaust var að spyrja hitt 412 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.