Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 39
442. Ég var viðbúinn því að sjá Mikka
detta dauðan niður fyrir drepandi skoti.
En í þess stað rykkti Mikki svo fast í
bandið við kippinn sem hann tók við
skot-skelkinn, að snúran slitnaði, og
Mikki þaut af stað.
445. Mikki er langt á undan mér og
virðist hissa á, hve seinn ég sé. Allt í
einu festi ég annan fótinn í rifu á milli
plankanna og steypist á höfuðið, en hef
samt hendur fyrir mér.
448. Ég kalla í Mikka og segi honum
að halda áfram. En hann heldur auðvit-
að að ég sé í hættu og hikar við aðvörun
mína. En svo snýr hann við og kemur
hlaupandi til mín.
443. Við Mikki hlaupum nú af stað yfir
stokk og stein eitthvað út í bláinn, og
Þorpa-Línus á eftir okkur á harða spretti
með byssuna á lofti. Hér gat ekki verið
um neina aðra skyttu að ræða en þennan
ógnarkarl.....
446. Ég losa mig fljótt og stend upp
aftur. En Þorpa-Línus hefir verið sprett-
harður og nær mér nú! Hann þrífur í
jakkakraga minn og hvæsir: „Nú hefi ég
náð í þig, drengur minn!“
449. Þegar Mikki er aðeins um 20 m
frá okkur, bregður Þorpa-Línus upp
byssunni með annarri hendinni. Nú skal
honum ekki skjátlast! — hann miðar
vandlega á Mikka og ætlar að grípa í
gikkinn.
444. Allt í einu komum við að stóru
lóni, og yfir það liggur löng plankabrú,
losaralega stillt upp á lágar trönur í
vatninu. Við Mikki flýtum okkur út á
brúarnefnuna.
447. Þorpa-Línus heldur að hann muni
geta ginnt Mikka til sín með því að
halda mér föstum. Og til þess að æsa
hundinn enn meira fer hann að hrista
mig og skaka, eins og og hann ætli að
misþyrma mér.
450. Á þessu færi getur honum ekki
skjátlazt skotið, hugsa ég dauðskelkaður.
En ég er fljótur að átta mig og hrindi
skyttunni hart, um leið og hann ætlar að
hleypa skotinu.