Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 8
GÍSLI BRYNJÓLFSSON: Holti aé Göréum F“ rá þvx segir í Landnámu, að Ásólfur alskik kom úr Austfjörðum út undir Eyjafjöll og þeir 12 saman. Þar lentu þeir í árekstrum við bændur út af veiðiskap og fóru brott þaðan vestur á Akra- nes. Þar gerði Ásólfur bú að Hólmi á kirkjubólstað, og er hann eltist gerðist hann einsetumaður. Var kofi hans þar sem nú er kirkjan. Svo líða meira en 1000 ár og sagan endurtekur sig. Aftur er flutzt búferlum austan undan Eyjafjöllum, vest- ur á Skaga. Sumarið 1946 fékk presturinn í Holti, sr. Jón M. Guðjónsson, veitingu fyrir Garðaprestakalli á Akranesi. Ekki var það þó vegna þess að hann kæmi sér ekki saman við söfnuði sína þar eystra. Þvert á móti. Hann var ástsæll þar með afbrigðum, enda hvers manns hugljúfi er honum kynnast. En hann átti líka mikil ítök í hugum fólks á Akranesi frá veru sinni áður á Skagan- um er hann gegndi þar prestsstörfum árið 1933—34 í ráðherratíð sr. Þorsteins Briem. Sr. Jón Guðjónsson hefur nú verið prestur næstum hálfan fjórða áratug og getið sér í þeirri stöðu hið bezta orð sem mikilhæfur kennimaður, einlægur vinur fólks- ins í gleði þess og sorgum, fórnfús hugsjónamaður, brautryðjandi í margskonar framförum, sem til heilla horfa í söfnuði og samfélagi fyrir nútíð og framtíð. Prestshjónin á Akranesi með börnum sínum. 4 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.