Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 15
ekki að leyna, að ýmis þeirra stöðuvatna, sem rannsök- uð hafa verið, hafa síðan verið eyðilögð með hverskon- ar vatnsmiðlunaraðgerðum, en einmitt þessar fram- kvæmdir hafa knúið á um rannsóknina, til þess að meta það tjón, sem verða kynni á veiði við miðlunina. En fjöldamörgum spurningum um þessi efni verður ekki svarað, nema fram hafi farið rannsóknir um margra ára bil. Ný viðfangsefni skjóta stöðugt upp kollinum, og betri starfsaðferðir, gefa möguleika til að finna lausn á gömlum ráðgátum. í heilsufræðinni er heilbrigður maður í senn mæli- kvarðinn og fyrirmyndin, sem keppt verður að. í rann- sóknum á dýralífi og lífsskilyrðum er það hin ósnortna náttúra, sem fyrst verður að kanna, svo að unnt sé að finna hið raunverulega samræmi milli dýralífs og um- hverfis og þá um leið traustan samanburðargrundvöll. Ef náttúrunni er spillt, svo að vísindamennimir finna ekki þau náttúruskilyrði, sem rannsóknin þarfnast til viðmið- unar, verða þeir að gefast upp. Þó er það ekki sama sem að spjölluð náttúra gefi engin rannsóknarefni, síð- ur en svo. Til eru lönd, þar sem engin ósnortin vatna- svæði eru lengur til. Þar verður einnig að framkvæma hagnýtar rannsóknir, svo að unnt verði að nýta vatna- svæðin eins og þau em. En engu að síður eru þær gátur margar, sem ekki verða leystar til fulls, nema unnt sé að kanna náttúruna ósnortna af áhrifum mannsins. En einmitt vegna þess, hve náttúruspjöllin eru mikil í mörg- um löndum verður náttúra lands, sem enn er tiltölulega ósnortin, svo sem í Noregi, enn mikilvægara rannsókn- arefni. Þar við bætist einnig hin óvenjulega fjölbreytni í stöðuvötnum og ám Noregs, sem leggur oss sérstaka ábyrgð á herðar, að geyma ósnortin öll finnanleg dæmi um vatnsgerðir og vernda þau gegn árásum. Ef vér van- rækjum það, föram vér illa með náttúruarf vorn. Þess- vegna verður að friða stöðuvötn, tjarnir, ár, læki og mýrar í öllum landshlutum. Það er því von vor, að skipulegri friðun um land allt verði komið á sem fyrst með lagasetningu. Þar sem dýralíf og umhverfi breytist eða því er spillt, verðum vér að keppa að því að rann- saka þessi svæði áður en breytingin fer fram. Með þeim einum hætti verður nokkm bjargað handa síðari kyn- slóðum, líkt og t. d. fornleifafræðingamir gera, þegar vatnsmiðlun er ráðgerð. Það er hryggilegt, þegar dýra- lífið er ekki kannað, áður en til slíkra framkvæmda kemur. I Pasvíkur vatnasvæðinu í Norður-Noregi er dýralíf, sem á engan sinn líka annars staðar í landinu. Alllangt er síðan byrjað var á vatnsmiðlun þar. Áður en byrjað var á því verki, var árangurslaust reynt að fá menn til að taka þær rannsóknir að sér. En þegar þannig framkvæmdir eru í undirbúningi verður að skipuleggja rannsóknir svæðanna áður en verk er hafið, og ætti það að vera framkvæmt af háskólum og náttúru- söfnum einstakra landshluta. Eins og bent hefir verið á, eru hér í landi einstæð tækifæri til nýrra uppgötvana um lífið í ósöltu vatni. Aukin þekking á vatnasvæðum vorum mun létta oss að finna, til hverra hluta hvert svæði er bezt fallið, og hvernig megi fá sem mestar nytjar þeirra. Onnur svæði eru sérstaklega mikilvæg fyrir vísindin. Þau verður að varðveita ósnortin, sem þjóðgarða eða náttúruminjar, vísindamönnunum til gagns og ferðamönnum og sport- veiðimönnum til gamans og hvíldar. Til era einnig vatnasvæði, sem verður að umbreyta, en einnig þar er margt hægt að gera til að draga úr náttúruspjöllum. Auknar rannsóknar á vatnasvæðum, dýralífi þeirra og lífsskilyrðum, geta orðið til stórmildls gagns fyrir veiðina í þeim, því að vér skulum minnast þess, að ekki eru skýr mörk milli fræðilegra og hagýtra rannsókna. Niðurstöður hinna fræðilegu rannsókna eru oft notað- ar jafnóðum í hagnýtum tilgangi. Á hinn bóginn hafa hagnýtar rannsóknir oft mikið fræðilegt gildi. Meiri þekking á heimi vatnasvæðanna tryggir það, að ár og stöðuvötn verði nýtt á sem arðvænlegastan hátt á fjölmörgum sviðum. Vötn okkar eru viðkvæm, er harðla mikilvægur þáttur í náttúru lands vors. Grein þessi er þýdd úr norska tímaritinu Naturen. Þótt hún fjalli eingöngu um norsk viðfangsefni og vandamál, er þar svo margt skylt því, sem er hér á landi, að mér þótti hún eiga fullt erindi til almennings á íslandi. Eins og í Noregi er hér mikið af vötnum og votlendi, sem hefir mikið náttúrufræðilegt og hagnýtt gildi. En hér eru einnig farnar að verða stórfelldar breytingar, og þær fara vaxandi með hverju ári. Fallvötn eru virkjuð, þéttbýli rís upp þar sem áður var strjál byggð, t. d. kísiliðjuþorpið við Mývatn. Mýrar eru þurrkaðar í svo stórfelldum mælikvarða, að sumar gerðir þeirra era að hverfa í heilum landshlutum. Minnist ég í því sambandi hins fræga starengis, Safamýrar, að árið 1931 var ég svo heppinn að fá kannað gróður hennar, þá á síðasta augnabliki að kalla mátti, áður en mestum hluta henn- ar var breytt í þurrlendi. En svo mun nú vera komið víða á landinu, að frumgróðri er eytt úr víðáttumikl- um, merkilegum mýrasvæðum. Sportveiðimenn leggja sífellt leiðir sínar til fleiri og fleiri afskekktra veiðivatna, án þess nokkur tilraun sé gerð, til að kanna vötnin, lífsskilyrðin, sem þau veita, eða hve mikið mættí nýta þau án þess veiðin gangi til þurrðar. Einnig munum vér brátt standa gagnvart því að rækta upp eða skapa ný veiðivötn, með tilteknum aðferðum og jafnvel innflutningi nytjafiskjar, og þá förum vér að standa gagnvart svipuðu viðfangsefni með vötnin og nú með mýrarnar, þegar þeim er breytt í tún. í stuttu máli, það er ótalmargt, sem þarna kemur til greina og verkefnin eru óþrjótandi. En hvernig sem þau verða leyst er víst, að grundvöllur allra lausna verð- ur rannsókn hinnar ósnortnu náttúru, og um leið hóf- leg friðun og samstarf notkunar og friðunar. St. Std. Heima er bezt 11

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.