Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 30
Við bræður vorum nýbyrjaðir að róa aftur, eftir smá hvíld. „Hvenær skyldi nú strok okkar verða uppgötvað,“ spurði ég. „O — sennilega ekki fyrr en hann Jón gamli kemur niður á bryggju í sinni venjulegu morgungöngu,“ svaraði Halli, en bætti svo við: „Það verður gaman að leika á þá gömlu, þegar þeir taka upp á því að elta okkur. Já, við skulum svei mér leika skemmtilega / 1 r a a þa. „Já, en hvað eigum við að taka okkur fyrir hend- ur, þegar við komum til Litluvíkur?“ Það var ég, sem spurði enn. „Leitum að gulli,“ svaraði Halli. „Leita að gulli. Heldur þú að sú leit beri nokkurn árangur?“ spurði ég. „Hver veit? Gull getur leynzt á hinum ótrúleg- ustu stöðum. Þú veizt, að til er hellir í Litluvík, sem nefnist Gullhellir. Eftir gulli er hann skírður. Þess vegna er ekki ósennilegt, að í þessum helli leynist gull,“ mælti Halli. Við létum nú samræður niður falla og einbeittum okkur að róðrinum. Enn var blíðskaparveður, logn, og himininn heiðskýr. Það var orðið þó nokkuð bjart. Ekki liði á löngu, áður en það væri orðið full- bjart. Við rerum og rerum af miklum krafti og eftir nokkurn tíma kom Litlavík í ljós. Þetta var, sem fyrr er getið, lítil vík, girt háum fjöllum og var því við hana lítið sem ekkert undirlendi. Þess vegna hafði aldrei verið búið þarna, en vel gat ég trúað því, að í þessari vík hafi til forna, já, og jafnvel langt fram eftir öldum, kannske allt fram á þennan dag, hafzt þar við útilegumenn og aðrir óbótamenn, sem höfðu þurft að forðast aðra menn. Við rerum nú inn víkina og innan skamms vorum við komnir á þurrt land og búnir að draga séttuna upp í fjöruna. „Jæja, eigum við þá ekki að fara að leita að Gull- hellinum, sem á að leynast einhvers staðar hér í ná- grenninu?“ sagði Halli. Ævintýraþrá hans var mikil. „Nei,“ sagði ég, „fyrst verðum við að fela bátinn, «f ske kynni, að þeir sem á eftir okkur sækja, myndu rekast hingað.“ „Já, það er alveg satt hjá þér. Við verðum að fela hann á góðum stað. Á það góðum stað, að hann sjá- ist alls ekki,“ mælti Halli spekingslega. „En hvar er góður staður, þar sem hægt er að fela hann? Mér sýnist ekki, að margir staðir komi til greina,“ mælti ég. „Satt er það, bróðir sæll. En ég held, að sá eini staður sem komi til greina, sé í stórgrýtinu þama yf- ir frá. Já, þangað förum við með bátinn og þar fel- um við hann,“ sagði Halli. Þar eð ég samþykkti þessa uppástungu bróður míns, fluttum við séttuna til stórgrýtisins og komum henni þar fyrir á milli tveggja stórra steina og þökt- um hana svo með þangi. Er því var lokið var ekki hægt að koma auga á séttu í henni Litluvík. „Þá er þessu verki lokið,“ mælti Halli glaðlega og bætti svo við: „Nú tökum við með okkur nestið og leitum að Gullhellinum. Þegar við svo höfum fund- ið hann, leitum við að gulli. Heldur þú, að það verði ekki spennandi, maður?“ „Jú, en ég sting upp á því, að við fáum okkur eitt- hvað í svanginn af nestinu, áður en við förum að leita að Gullhellinum. Ég er orðinn glorhungraður,“ sagði ég. „Já, og ég líka,“ sagði Halli, „en samt vil ég, að við leitum nú þegar að Gullhellinum og snæðum svo í honum.“ Ég samþykkti það sem Halli sagði og fórum við þegar að leita að hellinum og fundum hann eftir stutta leit. Var hann í hömrum, er stóðu niður við fjöru, austan megin við víkina. Þetta var nokkuð stór hellir með þurru sandgólfi. „Jæja, þá er blessaður Gullhellirinn fundinn,“ sagði Halli, er við gengum inn í hann. „Já, og nú tökum við upp nesti okkar og snæðum,“ sagði ég um leið og ég settist í þurran sandinn og byrjaði að opna nestispokann. Þar eð þið þurftum að blanda ávaxtasafann með vatni, til að geta skolað kexinu og hinu góðgætinu niður, fórum við út úr hellinum í leit að vatni, með tvær tómar gosflöskur meðferðis, en í þær átti að sjálfsögðu að setja vatnið. Skammt frá hellinum fundum við svolitla lækjar- sprænu og í henni fylltum við gosflöskurnar með tæru og svölu íslenzku bergvatni, sem miklu menn- irnir segja, að eigi ekki sinn líkan sökum gæða, hvar sem er í heiminum. Við snerum nú aftur heim að hellinum og tókum til við að seðja hungur okkar. Ekki leið á löngu áður en við bræður vorum orðn- ir fullsaddir. Tókum við þá saman það, sem afgangs var, og létum aftur í nestispokann, þar sem það átti að bíða betri tíma. „Jæja, nú er ég kominn í reglulegan ævintýrahug, ‘26 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.