Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 21
PALA PALSDOTTIR, HOFSOSI: Raaéka nugsar — Brotabrot ó ég labbi þessar moldargötur, svo mjúkar und- ir fæti, með húsmóðurina á bakinu, og það í söðli, get ég vel hugsað um eitthvað, mér til af- þreyingar. T. d. um börnin mín, hana Brunku svona netta og fallega, ganggóða og þæga, líka föður sínum, og svo Stjörnu, sem er lík mér, stór og sterk, skapstygg og fælin. — Vambstór eins og ég er hún líka. íMig langar til að bíta húsbóndann, þegar hann gyrðir öftustu gjörðina á reiðingnum mínum. Helzt þegar hann setur hnéð upp á torfuna og rykkir í. Þá er eins og allt fari í rifrildi inni í mér. Eg er nú kannski ekki þæg við yngri telpuna, þegar hún er að sækja mig. Svona skrípi á heldur ekki að ráða ferðinni. Ef ég sé grænan topp, þá bít ég hann — þó flónið litla sé að dynnta sér á baki mínu. Og verður er verkamaður launa sinna, finnst mér, þess vegna ét ég úr böggunum þegar bundið er. Taðan er dýrleg á bragð- ið — og ég hló næstum að eldri stelpunni, þegar hún batt utan um sig teyminginn um daginn, svo ég gæti ekki étið á leiðinni. Það var óborgandi að sjá svipinn á henni í hvert sinn er ég sneri henni við, en þá var ég neydd til að éta úr báðum böggunum jafnt, annars fékk ég ríg í hálsinn. Verst er þegar húsbóndinn lánar okk- ur undir heyband, eins og kerlingin á næsta bæ fékk okkur og heyið var óætt brokrusl. Þá var ég svöng og reið og þess vegna beit ég um brjóstið á kerlu um kvöldið meðan sprett var af okkur. Eða þegar húsmóðirin ætlaði að senda eldri stelpuna með mig í kaupstaðinn. Auðvitað reiðing, og þegar ég sá skuggann minn, stóð einhver skollinn upp í loftið. Eg gat ekki hugsað mér að fara með þetta á bakinu, — eldrauðan ósóma, sem skrölti í þegar ég hristi mig. Nei takk. — Ég bara fældist, og þó það væri þreytandi, þeyttist ég upp og niður túnið þangað til ég var laus við allt draslið. En er ég fór að stillast brá mér ónota- lega, og var öll rósótt — með hvítar skellur hér og hvar, sem klíndust og klesstust í sólinni, svo ég var á blett- um eins og strýhræður hundur. Húsmóðir mín var reið og sagði að merar skömmin hefði hellt niður öllum mjólkurgrautnum, sem hafði verið í fötunni. Það lá við að ég iðraðist eftir allt saman. Hin hrossin vildu ekki kljást við niig meðan grautarklíningurinn var á mér. Jæja, ég lalla áfram, og nú förum við að nálgast ána. Þarna sé ég hana kolmórauða og ódrekkandi. Ég þarf nú að drepa grön í hana og kanna strauminn. Jú, fær er hún, en ekki má miklu muna. Bara að blessuð hús- móðirin væri ekki í þessu bölv... síða pilsi, sem slæst í nárann á mér þegar golar og tekur svo mikinn straum- þunga, rennblautt og blýþungt. Ég næ aldrei skarðinu í bakkann hinum megin, kom- in á hrokasund og helv.... pilsið þyngist alltaf. Já, satt er það, köld er Kolka, en ég er nú sögð köld líka og ég spinn mig bara beint upp á bakkann, þar sem ég næ landi. Gott hvað konan er óhrædd og gefur mér lausan tauminn. Ég skal ekki bregðast henni. Þarna finn ég botninn og upp er ég nú sloppin. Húsmóðirin vindur pilsskömmina, sem næstum var búin að drepa okkur báðar, en ég stend og titra, það er eins og ég geti ekki tætt við hægri lærvöðvann, hann skelfur einn sér, svo klæjar mig á eina þurra blettinum undir söðlinum, en ekki má ég velta mér þó mig dauð- langi til þess, því þá brýt ég þetta hrófatildur, sem fólk- ið kallar söðul. Svo erum við báðar komnar heim, og þar er gott að vera, en svei mér skal ég velta mér tvisvar um hrygg í kvöld, og njóta næturinnar hjá vinum mínum. arna stóð hann á hlaðinu nýkeyptur. Seldur af ekkju sæmdarmanns, sem hafði haft hann fyrir reiðhest og eftirlæti. Mitt 8 ára vit skynjaði strax fegurð skepnunnar. Höfuðið reist og fagurt, sívalan gljáandi bolinn, faxið þykkt, klofið í miðju, taglið mikið og liðað. Dásamlegt sam- ræmi í öllu — og svo augun dökkblá og djúp með vak- andi, orðvana vitund um allt sem var að ske. Nú vissi hann að hér átti hann heima, enda strauk hann aldrei. Ekki var Brúnn hræddur eða fælinn og al- veg hrekkjalaus, en stríðinn gat hann verið og hlaup- styggur. Þurfti því oftast að reka hann í hús til að ná honum. Vakti þetta oft reiði bónda, og sparkaði hann þá jafnvel í afturenda Brúns um leið og hann skaust inn. Mér fannst þetta ætíð auðmýking fyrir báða, þann sem sparkaði og þann sem sparkað var í. Reyndi ég því Framhald á bls. 28. Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.