Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 27
í guðsbænum þú verður að ganga ósköp hljótt, og gæta vel að öllu, hvort nokkur fer um veginn. Læðstu inn um hliðið, þegar líða fer á nótt. Læðstu upp með húsinu — eldhúsdyramegin. Beint á móti uppgöngunni eru mínar dyr. Elsku vinur, hægt, hægt, svo stiginn ekki braki, og þó þú hafir aldrei, aldrei farið þetta fyrr, þá finn ég að þú kemur, og hlusta, bið og vaki. Gættu að því að strjúka ekki stafnum þínum við, og stígðu létt til jarðar, og mundu hvað ég segi. Það iðka sjálfsagt margir þennan ævintýrasið, sem aldrei geta hitzt, þegar birta fer af degi. Opnaðu svo hurðina — hún er ekki læst. Hægt elsku vinur, það er sofið bak við þilið. í myrkrinu, í myrkri geta margir draumar ræzt. og mér finnst líka við eiga það skilið. Ég veit að þú ert góður og gætir vel að þér og gengur hægt um dyrnar, farðu helzt úr skónum. Þá er engin hætta. — Þú mátt trúa mér. Þei þei. Húsið er fullt af gömlum ljónum. Það grunar engan neitt svona í allra fyrsta sinn, og engum nema þér skal ég gefa blíðu mína. Og þó að ég sé feimin, þá veiztu vilja minn og veizt að ég er heima, þín elsku hjartans Stína. Nokkuð liggur enn hjá mér af bréfum, sem ég á ósvarað, en fleiri ljóð birtast ekki að sinni. Stefán Jónsson. Hugleiðing um Njál Framh. af bls. 15. _________________________ brúðkaupi þeirra Gunnars og Hallgerðar er hið furðu- legasta samsafn af gestum eins og sagt er frá því í sög- unni og þar gerast þeir atburðir, sem síðar komu við sögu. Þar finnur frændi Gunnars, Þráinn Sigfússon upp á því, að skilja við konu sína og biðja samstundis ann- arrar konu. Hvað sem sögulega rétt er í þessu boði, er augljóst af gangi sögunnar og því sem hægt er að sann- prófa að engin vinátta hefur verið milli goðorðsmann- anna og Sigfússona annars vegar og Njáls og sona hans hins vegar og kemur það enn betur í ljós því lengra sem líður. í Njálu er Hallgerður látin vera friðarspill- irinn og það lið, sem er látið fylgja henni, hins vegar er vandræðamaðurinn og vígamaðurinn Gunnar á Hlíð- arenda hvítþveginn í sögunni. Þegar höfundur sögunn- ar lætur Gunnar segja Njáli frá brúðarefni sínu, er Njáll látinn segja: „Af henni mun standa allt it illa, er hon kemr austr hingat.“ Þá verður að veita athygli sög- unni um ágengni Njálssona á hendur Þráni Sigfússyni vegna ófara þeirra í Noregsför sinni og vígi Þráins út af því. Sú saga er öll með ólíkindum og vafalaust að verulegu leyti tilbúningur. Víg Þráins er að líkindum söguleg staðreynd og fóstur Njáls á Höskuldi syni hans einnig a. m. k. að einhverju leyti. Mörður Valgarðsson var tengdasonur Gissurar hvíta, frændi Runólfs í Dal og Oddaverja. Hann var því með- al frændanna sem höfðu goðorðsvöld í Rangárþingi, þ. e. þessarar frændaklíku, sem vafalaust hefur verið nokkur þyrnir í augum Njáls. Gunnar á Hlíðarenda var frændi þessara Rangæingagoða. Höfundur Njálu er óspar að lýsa mannkostum þeirra Gunnars og Njáls, þegar hann kynnir þá fyrir lesendum. A næsta leiti er svo frásögn af ráðabruggi Njáls um það hvernig eigi að fara að því að ná heimanmundi Unnar Marðardótt- ur frændkonu Gunnars, sem síðar varð kona Valgarðs á Hofi og móðir Marðar Valgarðssonar. Sennilega er það rétt eins og sagan segir að Mörður verður andstæð- ingur Gunnars frænda síns. Astæðan til þess virðist vera vaxandi áhrif Njáls og sona hans. Mörður leitar sér styrks með mágsemd við Gissur hvíta. Vígaferli Gunn- ars á Hlíðarenda leiddu til þess að Gissur hvíti fékk sektardóm yfir honum, þegar hann hafði drepið frænd- ur Gissurar, sem bjuggu í Kirkjubæ í Rangárþingi. Sekt Gunnars og e. t. v. sættrof, urðu til þess að, Giss- ur lét Mörð tengdason sinn njósna um hagi Gunnars frænda síns (Marðar). Eftir bendingu Marðar safnaði Gissur mönnum og fór að Gunnari og lét drepa hann árið 992. Árið 997 kom Þangbrandur í kristniboðsleiðangur sinn til íslands. Þá tóku nokkrir forystumenn kristna trú, þar á meðal Njáll, eftir því sem saga hans segir og er líklegt að svo hafi verið. Sumir goðorðsmenn vildu ekki taka við kristni, þar á meðal Runólfur í Dal frændi Marðar og Valgarður faðir hans. Líklega hefur Mörð- ur orðið að láta skírast fyrir áhrif frá Gissuri hvíta þegar hann fékk dóttur Gissurar. Eins og kunnugt er var svo kristni lögtekin á Alþingi árið 1000, en ekki getur Njáls í sambandi við kristnitökuna. Hann sýn- ist ekki hafa verið sá áhrifamaður á Alþingi að ástæða hafi þótt til að hafa hann viðstaddan úrslita ákvarð- anir þess máls. Með kristnitökunni misstu goðarnir vald það yfir guðsdýrkun þeirri sem heiðninni var samfara. Margir höfðingjar brugðu þannig við, að þeir létu syni sína læra til prests og létu vígja þá, til þess að tryggja aðstöðu sína. Fimmtardómslögin virðast hafa komið í kjölfar kristninnar og gæti sú löggjöf stafað af mótþróa sumra goðorðsmanna gegn hinum margvís- legu siðabreytingum sem af kristninni leiddi. Senni- lega er það rétt sem segir í Njálu að Njáll sé meðal upphafsmanna þeirrar löggjafar, a. m. k. hagnýtti hann sér lög þessi til framdráttar áformum sínum, sem grein- ir hér síðar. Því lengra sem saga Njáls sígur fram og athugað er um sannfræði hennar skírist betur að Njáll hefur verið eins konar uppreisnarmaður gegn einræði goðanna og klíkuskap þeirra, eins og var a. m. k. í Rangárþingi. Svo virðist sem aukin áhrif almennra bænda hafi verið það sem hann stefndi að? Framhald. Heima er bezt 23

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.