Heima er bezt - 01.01.1968, Síða 31
og nú ætla ég líka að fara að leita að gulli,“ mælti
Halli um leið og hann stóð á fætur.
„Gull, gull, gull. Blessaður farðu að leita að gulli,
bróðir sæll. Frekar mundi ég nú fara upp í klettana
hérna fyrir ofan og príla þar heldur en að fara að
leita að gulli,“ sagði ég, sem nú var allt í einu búinn
að fá hina mestu andúð á gulli, af hverj u, sem það
nú stafaði.
„Uss, hvað heldur þú að þú getir prílað maður?
Svo er það líka til einskis. En að leita að gulli, það
er nú nokkuð, sem ekki er til einskis. Ég gæti vel
trúað því, að hérna innst inni í hellinum sé gull fal-
ið og ég ætla líka að athuga það,“ mælti Halli.
Ég lét mér fátt um finnast og horfði með vanþókn-
unarsvip á bróður minn, sem nú var farinn að róta
með höndunum í þurrum sandinum, innst inni í hell-
inum. Hann hlýtur að vara búinn að fá gullæði, hugs-
aði ég: En ég varð mjög undrandi, þegar Halli hróp-
aði allt í einu:
„Ég er kominn niður á gullkistu, maður. Komdu
bara og sjáðu.“
III
Hvort sem ég trúði Halla eða ekki, reis ég á fæt-
ur og gekk til hans. Og maður lifandi, hann var kom-
inn niður á eitthvað, sem vel gat verið gullkista.
„Brjótum upp þessa gullkistu. Já, við verðum að
athuga, hvort þetta sé í raun og veru gullkista,“ sagði
ég nokkuð æstur.
„Uss, engan æsing, maður. Nú strjúkum við fyrst
sandinn af lokinu og tökum það síðan af kistunni. Þá
sjáum við, hvort þetta er gullkista eða ekki. Ef svo
er, að þetta sé gullkista, þá gröfum við hana upp, þótt
við verðum að gera það með höndunum,“ sagði Halli
sem nú vildi auðsýnilega ráða öllu, enda hafði hann
líka ástæðu til þess.
Ég samþykkti það sem Halli sagði og við fórurn
þegar að koma sandinum af „gullkistulokinu“. Með-
an við vorum að því, taldi ég alltaf minni og minni
líkur á því, að þetta væri gullkista, sem bróðir minn
hafði fundið. Þetta gat bara verið hleri, sem einhverra
hluta vegna hafði grafizt þarna í sandinn. Ég virtist
hafa rétt fyrir mér, því að þegar við vorurn búnir
að sópa öllum sandinum af „gullkistulokinu“, þá leit
það út eins og hleri. En Halli var þögull, á honum
sáust engin svipbrigði. Hann beygði sig niður og tók
upp „gullkistulokið“, en það reyndist aðeins eins
manns verk að gera það.
En hvað kom nú í ljós, gull eða hvað? Nei, kol-
svart gat blasti við okkur bræðrum. Leynigöng, datt
mér þegar í hug.
„Nú vantar okkur illilega vasaljós, bróðir sæll,“
sagði Halli. Hann var, sem ég, undrandi yfir þessu
kolsvarta gati. Voru þetta kannske útidyrnar hans
Kölska gamla?
„Nei, nei, okkur vantar ekki vasaljós. Mitt, það
litla er í úlpuvasa mínum. Ég vissi ekki, að það væri
þar, fyrr en áðan, þegar við vorum að leita að þess-
um helli,“ sagði ég hróðugur.
„En sú heppni. En náðu nú fljótt í það. Ég er orð-
inn svo forvitinn,“ mælti Halli.
Ég sótti í flýti vasaljósið.
„Lýstu nú niður í þetta dularfulla hellisgólfsgat,“
sagði Halli spenntur, er ég kom með vasaljósið. Það
þurfti ekki að segja mér fyrir verkum, en Halla
fannst ég alltaf vera svo svifaseinn, hvort sem ég er
það eða ekki.
Ég lýsti nú niður í þetta dularfulla gat. Þá sáum
við bræðurnir okkur til mikillar undrunar, að niður
úr þessu gati lágu þrep, sem höggvin höfðu verið í
bergið.
„Ha, leynigöng, maður. Nú þykir mér vera farið
að týra,“ hrópaði Halli.
„Þetta er undarlegt, leynigöng, alveg eins og í
sögubók, og það hér í Litluvík. Og hvert skyldu þessi
göng eiginlega liggja?“
Ég sagði þessi orð alveg frá mér numinn af undr-
un. Ég er viss um, að ef ég hefði þessa stundina litið
í spegil, þá hefði ég bara séð eitt stórt spurningar-
merki.
„Hvert þessi leynigöng liggja verðum við nú að
rannsaka. Það gera alltaf hetjurnar í sögubókunum,“
sagði Halli í ævintýrahug.
„Já við verðum að gera það að sjálfsögðu,“ sagði
ég, en bætti svo við: „Þetta er svo merkilegur fund-
ur sem við höfum gert, að ég get ekki lýst því með
neinum orðum.“
„Já,“ sagði Halli, „þetta er mjög merkilegur fund-
ur, en hverjir skyldu hafa höggvið þessi þrep?“
„Sennilega útilegumenn,“ svaraði ég.
„Já ef til vill, eða kannski írar, þegar þeir voru að
forðast Norðurlandabúana, er þeir síðarnefndu voru
að nema land hér,“ sagði Halli.
Við hættum nú þessu tali og Halli stakk upp á því
Heima er bezt 27