Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 29
honum alveg sama um okkur. Að minnsta kosti gefur hann alltaf stelpunum veglegri gjafir í afmælis- og jólagjöf, en okkur.“ „Hvað með það, við stelum koppinum og strjúk- um.“ „Já, það verður svei mér f jör, maður.“ Við ræddum nú um þetta góða stund og komumst að þeirri niðurstöðu að bezt væri að framkvæma báts- stuldinn næstu, eða þar næstu nótt. Næsti dagur færi því í leynilegan undirbúning. II Svo rann næsti dagur upp, bjartur og fagur. Við bræður vorum, sem vanalega, snemma á fót- um. Fyrsta verk mitt þennan dag var að fara í mjólk- urbúðina fyrir móður mína, því að nú átti ég „vik- una“, eins og við bræður kölluðum það. En við skipt- umst alltaf á að sækja mjólkina og skiptum vikulega. Er ég svo var kominn úr mjólkurferðinni gengum við bræður niður á bryggju í góða veðrinu. Gáfum við þá séttunni hans Jóns hornauga, en hún lá bund- in við bryggjuna og hreyfðist varla í logninu. „Það verður svei mér gaman að stela henni þess- ari,“ sagði Halli við mig lágri röddu og benti um leið á séttuna. „Já, heldurðu, maður,“ sagði ég. Seinna um daginn keyptum við bræðurnir kex, ávaxtasafa og ýmislegt annað góðgæti fyrir vasapen- ingana okkar. Átti það að vera nesti í hina fyrirhug- uðu ferð. Matvörur þessar, ef matvörur skyldi kalla, földum við í kofanum hans Ara benzínsölumanns, en sá kofi stóð rétt austan við kaupstaðinn. Hafði Ari notað hann undir ýmislegt er hann átti, en nú stóð hann auður og opinn öllum þeim, er í hann vildu koma, sem ekki voru margir. Nú vorum við búnir að ákveða að strjúka um nótt- ina, því að Veðurstofan spáði mjög góðu veðri næsta sólarhringinn. Ætluðum við að strjúka um tólflevtið um nóttina, því að þá hlaut að vera dimmast og ör- uggast. Við vorum orðnir, sem vonlegt var, nokkuð spenntir og okkur fannst klukkan vera farin að ganga nokkuð hægt, er líða tók á kvöldið. Svo var gengið til náða. Við bræður háttuðum okkur að sjálfsögðu ekki, lögðumst bara upp í rekkj- urnar í öllum fötum og biðum spenntir. Ég hlýt að hafa dottað, því að ég heyrði Halla segja allt í einu: „Skari, þú mátt alls ekki sofna. Það fer bráðum að koma sá tími, þegar bezt er fyrir okkur að leggja af stað. Klukkan er hálf tólf og það er orðið aldimmt.“ „Bíðum til klukkan tólf, eins og við vorum búnir að ákveða. Það er vissara,“ sagði ég. Halli hafði ekki á móti því. Þegar klukkan niðri í stofu sló tólf, læddumst við fram úr rekkjunum, tók- um úlpurnar okkar úr fataskápnum og læddumst síð- an niður stigann og út úr húsinu. Það var víst engin hætta á því, að einhver í húsinu vaknaði, því að ég held að ég megi fullyrða, að það var sofið fastar í þessu húsi en nokkru öðru húsi í kaupstaðnum. Úti var kyrrlát, ekki svöl, síðsumarsnótt. Blæja- logn. Við gengum fremur hratt yfir til kofans, þar sem nesti okkar var geymt, tókum það og gengum síðan niður að höfninni, en fórum krókaleiðir, svo að það væri óhugsandi að eftir okkur yrði tekið. „Bara að við sjáumst ekki, þegar við stelum sétt- unni,“ hvíslaði ég, er við áttum skammt ófarið til hafnarinnar. „Nei, það sér okkur enginn, vertu viss. Hvert ein- asta mannsbarn hér í plássinu er í fastasvefni núna, fyrir utan okkur,“ svaraði Halli. Hann hafði sennilega rétt fyrir sér. Enginn virtist taka eftir okkur, er við leystum séttuna frá bryggj- unni og rerum hljóðlaust frá henni út í náttmyrkrið. „Jæja, guði sé lof fyrir það, að við höfum sloppið óséðir,“ mælti ég, er við vorum komnir út úr skini bryggjuljósanna. „Ójá, vissi ég ekki. Það hefur enginn séð til okkar. íbúarnir í þessum kaupstað eru of miklar svefnpurk- ur til þess að nota nóttina til annars en að sofa,“ mælti Halli. „Við erum bara eina undantekningin,“ sagði ég. „Mér sýndist þú nú steinsofna áðan, bróðir sæll. Hvernig hefði farið, ef ég hefði sofnað líka? Ekki orðið neitt úr neinu,“ sagði Halli. „Ég dottaði bara aðeins. Það var svo langt frá því, að ég hafi steinsofnað," mælti ég. Við þögðum nú um hríð og rerum rösklega út víkina í myrkrinu. Er við svo vorum komnir út úr henni sveigðum við til austurs. Vorum við búnir að ákveða, að róa til Litluvíkur, er var lítil eyðivík, skammt austan við Sléttafjörð. Það var tekið að birta. Heima er bezt 25

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.