Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 16
PÁLMI EYJÓLFSSON: urður Tómasson bóndi á Barkarstöðum sjötugur Bar mig irm að Barkarstöðum, bóndinn stóð þar út í tröðum. — Gunnreifur með glettni á vör. Umgjörð landsins hæfir honum, hinum fremsta af Hlíðarsonum. — Ylur í svip, en augun snör. — Fegri er enginn fjallageimur, fullhuganum réttur heimur. — Ungur kleif á klettabrún. — Jökulsýn var augum yndi og að horfa af fjallsins tindi, yfir græn og gróin tún. Fjallkóngurinn í réttum. Ljósmynd: Haraldur Ólafsson. Göfug móðir glæddi í snáða Guðsneistann og hug til dáða söngelsk, mild og sagnafróð. Setti tigin svip á bæinn, sinnti gestum, kenndi lagin börnum sögur, bænir, ljóð. Gítarspilið sálu seiddi, silfurtæra röddin leiddi, drenginn inn í draumalönd. Y1 og birtu á annir stráði ungur sonur móður dáði, sem lagði á meinin líknarhönd. — Áður fylgdi hann yfir Fljótið frá æsku þekkti hann jökulrótið, sandbleytuna, sund og vöð. — Allir sem hans leiðsögn lutu, lengi Merkurreisu nutu með ferðagarpi í fremstu röð. — Bregða ljósi á daufa daga, dýrir hættir ilmrík baga og frásögn, sem af fyndni brann. Hreint og skýrt er tungutakið með tilþrifum hvert atvik rakið að snjöllum enda upphaf rann. - Héma liggja um hlíðar sporin. Hérna gleðst hann enn á vorin. Héma fyrst hann sóley sá. — Hérna lagði hann hönd á plóginn. Hérna sá sinn akur gróinn. — Hérna ungur átti þrá. — Býlið inn á Barkarstöðum, brosir móti fornum vöðum, bóndinn öflugt lagði lið, að Ánni er veitt með varnargörðum voða bægt frá mörgum jörðum en numið land að nýjum sið. — Gamansögur ferskar fljúga fylgsnum inn að hjartans smjúga í huga vekja hlátrasköll. Að sitja að þeim sagnaranni er sálarhressing hverjum manni. Lifir sagan litrík öll. — Enn má sjá hann inn á heiðum, oft um haust á þeysingsreiðum, þegar kóngur kannar fjöll. — Vörpulegur vökumaður, vínlaus meira en hinir glaður. — Drengur heill og tryggðatröll. — 12 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.