Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 35
henni mætti vera sama, ekki hefðu Þjóðverjar gert
henni neitt eða hennar þjóð.
„Nei, en allir segja að þeir séu villidýr en ekki
menn.“
„Við skulum ekki tala um stríð, það er andstyggi-
legt. Finnst þér ég vera villidýr? Ég segja þér, það
eru bara fáir menn sem skipa þjóðunum í stríð. Þetta
er brjálæði. Menn sem voru beztu vinir mínir í gær,
drepa hver annan í dag.“
„Nei, menn drepa ekki vini sína,“ sagði Vala. Hún
var að hugsa um, að aldrei gæti hún látið gera Úlla
mein né gera það sjálf, þó hann sé óvinur.
„Jú, í stríði allt snýst við. Það voru oft útlending-
ar heima. Þeir voru eins og bræður okkar. Svo allt í
einu vorum við óvinir þeirra og þeir okkar, engum
var að treysta.“
Hann var búinn að segja henni frá íslenzkum
manni, sem var hjá foreldrum hans nokkur ár. Þegar
Úlli var drengur, lærði hann hjá honum hrafl í ís-
lenzku að gamni sínu. Og einmitt þess vegna hefði
hann nú, þótt ungur væri, verið þjálfaður sem njósn-
ari og sendur til fslands.
Vala fór einn morguninn með Úlla upp í hellinn.
Það var eins og henni hefði dottið nokkuð í hug. Það
var Bergmálshellirinn! Og hann var auðfundinn.
Hún sýndi honum hellinn hærra í berginu. Um þenn-
an helli vissi aðeins hún og Manga gamla. Og ótrú-
legt var að Manga færi að klifra í kletta, kornin um
sextugt, svo það ætti að vera öruggt fyrir hann að
halda þar til.
Vala hafði útvegað honum stoppunál, þá einu sem
til var á heimilinu, og hann hafði keppzt við að staga
bætur á föt sín, svo hún gæti skilað nálinni sem fljót-
ast. Það var ekki hlaupið í kaupstað á hverjum degi
frá Hamri.
Málfríður belgdi sig upp, þegar hún fann hvergi
nálina, leitað var á líklegustu og ólíklegustu stöðum,
allt kom fyrir ekki, nálin hafði orðið „uppnumin“,
því enginn þóttist hafa á henni snert. Mestu lætin
voru um garð gengin þegar Vala kom heim af engj-
unum, og hún var aðeins spurð lauslega eftir nálinni.
Hún hváði bara undrandi og slapp með það.
Morguninn eftir var nálin á sínum stað stungin í
þilkörfu sem hékk í eldhúsinu.
„Þarna sjáið þið,“ sagði Manga sigri hrósandi. „Ég
sagði að ekki þyrfti að leita þessi ósköp, nálin kæmi
þegar búið væri að nota hana. Það er skilvíst, huldu-
fólkið, það er víst um það.“
Málfríður sagðist ekki anza þessu huldufólks-
kjaftæði.
„Hvaðan kom þá nálin?“ spurði Manga snefsin.
Því gat Málfríður ekki svarað, enda varla von.
Það má fátt hverfa á fátæku heimili, svo ekki sé
eftir því tekið. Það mátti Vala reyna þetta haust.
Hún gat farið að grenja af öllum þessum látum. Ekki
mátti hverfa svo mikið sem teppisræfill eða striga-
poki, svo ekki væri farið að rexa:
„Hvar er pokinn sem ég lét þarna í gær? Komið
þið með pokann, svona sækið hann, ekki hefur hann
hlaupið burtu sjálfur!
Vala kenndi í brjósti um krakkagreyin, sem fengu
skammir fyrir hennar atferli, en hún gat ekkert sagt.
Manga gerði henni óviljandi oft gramt í geði. Hún
var reglusemin sjálf holdi klædd, og hafði augun alls
staðar. Að hennar dómi átti hver hlutur að vera á
sínum stað.
Vala óskaði þess oft, að hún gæti gert Möngu að-
ila að leyndarmáli sínu, þá hefði allt verið svo miklu
auðveldara, en þetta var alveg óhugsandi. Manga hat-
aði hermenn, hverju nafni sem þeir nefndust. Hefði
Vala beðið hana að leyna huldumanni, hefði Manga
óðar gert það eftir beztu getu. Aldrei datt henni samt
í hug að reyna að telja Möngu trú um, að Úlli væri
huldumaður, þó var hún ekki viss um nema það
hefði tekizt.
Einn morguninn færði hún Úlla spegilbrot og rak-
vél föður síns ásamt skærum. Hún gat ekki annað en
hlegið, þegar snyrtingunni var lokið. Varla var hægt
að segja að klippingin væri fyrsta flokks, og rakstur-
inn kostaði miklar þjáningar. Úlli hét því að reyna
þetta ekki aftur fyrr en hann væri kominn heim
aftur.
Það var ljótur söngur í húsbóndanum, þegar hann
næst sargaði af sér skeggið. Hann fullyrti að fiktað
hefði verið rakvélinni, þótt jafnvel Málfríður stæði
með krökkunum og segði, að þau væru öll saklaus.
Það væri þá helzt Manga, sem hefði þurft á henni að
halda.
Þetta var meira en Manga þoldi, því þótt hýjung-
urinn á efri vör hennar og höku væri ræktarlegur,
þóttist hún ekki þurfa að þola neinar glósur frá Mál-
fríði um það, hún væri sjálf litlu skárri. Svo strunsaði
Manga inn til sín, læsti hurðinni og gerði ekki svo
mildð sem koma fram og mjólka í þrjá daga. Það
voru aumu dagarnir, verkin hennar gerðu sig ekki
sjálf.
Heima er bezt 31