Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 40
J. F. COOPER: HJARTARBANI B tk p- . f Þ , jJ 1. Þessi saga hefst fyrir norðan upptök Missisippi- árinnar, en þar voru tveir menn að brjótast í gegn- um frumskóginn. Annar þeirra var heljarmenni á vöxt, á að gizka tuttugu og fimm eða sex ára gamall. Hann var góðmannlegur á svip og hét Harry March, en gekk undir nafninu Harry Elding, því að hann var allra manna fljótastur á fæti, og þá ekki síður með hnefana. Hinn var dálítið yngri, jafn-hár Harry en grennri. Hann var snyrtilega klæddur, og allar hans hreyfingar bentu til þess, að þar færi maður liðugur og með stáltaugar. Skírnarnafn hans var Nataniel Bumpo, en honum þótti sjálfum vænna um nafnið, sem Delaware-indíánarnir gáfu honum, en það var hjartarbani. Hann hafði alizt upp hjá indí- ánunum, og hjá þeim hafði hann lært slika skotfimi, að hann var nú orðinn meistaraskytta. — 2. Báðir fet- uðu þeir með hinum fjaðurmögnuðu skrefum, sem einkenna þá, sem mikið ferðast í skógum. Þeir gengu upp að skógarbrúninni og Harry, sem var orðinn svangur, skoraði á Hjartarbana að opna malpokann í snarheitum. „Góð hjartarsteik ætti að vera lostæti í þína Delaware-vömb, jafnvel þótt þú sért ekki ann- að eins átvagl og ég,“ sagði Harry. — 3. Harry hugð- ist heimsækja kunningja sinn, sem hét Tom Hutter (og almannarómur sagði að væri gamall sjóræningi), en Tom bjó nú einn í frumskóginum með tveim dætr- um sínum, Judit og Hetty, og lifði af bjóraveiðum við strendur Kristals-vatnsins. Hjartarbani ætlaði að finna vin sinn, Delaware-höfðingjann Sjingaguk, er hélt sig á svipuðum slóðum, og hafði þess vegna sleg- izt í för með Harry. — 4. Hvorki var vegur né troðn- ingur sem þeir fóru, og sólin var þeirra áttaviti, það er að segja, þegar þeir af og til sáu hana gægjast í gegn um laufþykkni skógarins. Þeir voru búnir að fara langa leið, og fóru sér nú rólega, er þeir nálg- uðust áfangastaðinn. Þeir tóku tal að nýju, og Harry, sem var hrifinn af hinum fiigru dætrum Tom Hut- tons, lét móðan mása: „Já, þær eru mjög fallegar báðar tvær. Bara verst að sú yngri, Hetty, er ekki laus við að vera smá-skrítin.“

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.