Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 26
Undanfarin sumur hafa bindindismenn efnt til sum- arhátíðar í Húsafellsskógi um Verzlunarmannahelg- ina, og hafa þessi sumarmót tekizt vel. Undirbúningur allur og stjórn hefur að miklu leyti hvílt á æskulýðs- samböndum í Borgarfirði. I sumar gerðu tveir ungmennafélagar hátíðarljóð fyr- ir þessa vinsælu sumarskemmtun og var ljóð þetta sung- ið við dansinn. — Þeir nefndu ljóðið Húsafellsvalsinn, og hér birtist ljóðið: Ég kominn er hingað og kann mér ei læti nú kyssa ég vildi hvern sem er. I Húsafellsskógi ég hoppa af kæti og hjartað þar skoppar í brjósti mér. Viðlag: Nú leikur allt í lyndi, hér liðast áin tær um hraunið og eykur yndi, og ilmandi birkið grær. Hér ómar hvert rjóður af ærslum og sköllum, því æskan sér helgar þennan stað, og dansinn er stiginn á dunandi pöllum, og Dátar og Óðmenn sjá um það. Og sólin hún víkur sér vestur á bóginn, og verður í framan heit og rjóð, og kvöldblærinn leikur við hvanngrænan skóginn. „Ó, komið þér sælar jómfrú góð.“ Við Eirík er jökullinn ískaldur kenndur og allt það hann veit, sem talað er hér. I viðhafnarbúningi björtum hann stendur og baðar í kvöldroða skallann á sér. Og húmnóttin kemur af heiðinni niður, og hefur í fangi bláa sæng. Þá hljóðnar hver þytur og þagnar hver kliður og þrösturinn hvílir lúinn væng. Viðlag: Nú leikur allt í lyndi, hér liðast áin tær um hraunið og eyltur yndi, og ilmandi birkið grær. Ein 16 ára fyrir vestan, en nafnið dulið, biður um ljóð, sem hún heldur að Alfreð Clausen hafi sungið á hljómplötu, en hún kann ekki nema nokkur stef úr þessu ljóði. Hér birtist þetta umbeðna ljóð. Höfundur ljóðs og lags er hinn velþekkti ljóða- og lagasmiður Jenni Jóns- son, en Alfreð Clausen hefur sungið það á hljómplötu. Ljóðið heitir: BRÚNALJÓSIN BRÚNU. Ó, viltu hlusta elsku litla ljúfan mín? Ljóð ég kveða vil um þig, því mildu brúnaljósin brúnu þín, blíð og fögur heilla mig. Hugfanginn hlýða sæll ég vil á sönginn þinn, syngdu þitt fagra ljúfa lag, þar sem alla tíð ég unað finn í ástar þinnar töfrabrag. Bjartar vonir vaka og þrá, um vorsins fögru draumalönd, og vin, sem þú gafst hjarta þitt og hönd. O, viltu hlusta elsku litla ljúfan mín? Ljóð ég kveða vil um þig, því mildu brúnaljósin brúnu þín, blíð og fögur heilla mig. Ó, — viltu mig. Guðbjörg Böðvarsdóttir, Ytri-Njarðvík, skrifar þætt- inum hlýlegt bréf og biður um að birt sé ljóð, sem byrj- ar þannig: „Ég skrifa þér með blýant, því blek er ekki til. . . .“ Hún heldur líka að Ijóðið sé eftir Davíð Stefánsson. Jú, það er rétt. Þetta Ijóð er vissulega eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson og er ljóðið bæði glettið og gaman- samt. — Því miður eiga ekld allir Ijóðabækur þessa ágæta skálds, og þess vegna ætla ég að verða við bón Guð- bjargar Böðvarsdóttur og birta þetta ljóð, sem heitir: Bréfið hennar Stínu. — Það minnir unga fólkið á, að eignast og lesa og læra ljóð þjóðskáldsins, sem öllum ljóðelskum mönnum, bæði ungum og gömlum, konum og körlum, þykir vænt um. BRÉFIÐ HENNAR STÍNU. Ég skrifa þér með blýant, því blek er ekki til, og blaðið það er krypplað, og Ijósið er að deyja. En þegar þú færð bréfið, þá veiztu hvað ég vil, og veizt að ég er heima og í náttkjól meira að segja. Ég svík þig ekki vinur, og sendi þetta bréf, til að sýna þér, að ég er hvorki hrædd við þig né gleymin, til að segja — til að segja — til að segja, að ég sef undir súðinni að norðan. — Eg er svo voðalega feimin. 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.