Heima er bezt - 01.06.1972, Page 9

Heima er bezt - 01.06.1972, Page 9
húmanisminn átti eftir að verða, að vísu einn burðarás- inn, en engu að síður varð húmanisminn einhver stað- föstust trú á meginreglur mannlegra samskipta, þ. e. frelsi, réttlæti, sannleika, fegurð og kærleika, en í átt til þessara mæta stefnir húmanisminn alla tíð. Þráin til lausnar undan oki ómanneskjulegrar kreddufestu kirkj- unnar og þrælaviðjum lénsskipulagsins varð því drif- fjöðrin í sókn húmanismans til þessa markmiðs. Þegar tímar liðu fram, átti húmanisminn fyrir sér jafnt hæðir sem lægðir líkt og aðrar hreyfingar, sem upp hafa komið með mönnum, en allt til okkar tíma er saga hans í rauninni órofa heild, og skal þess helzta getið. Þegar fram liðu stundir, stirðnaði hinn ítalski húman- ismi ýmist í kreddufasta eftiröpun fornaldarinnar eða flosnaði upp í siðleysi taumlausrar einstaklingshyggju. Með germönskum þjóðum rann húmanisminn saman við siðbótarhreyfinguna og varð með tímanum að hreinni siðvæðingarhreyfingu, þótt þar gætti ávallt mikils áhuga fyrir vísindum, einkum málfræði og efnisvísindum. Upplýsing 18. aldar og straumrót frönsku byltingarinn- ar eru í rauninni beinar afleiðingar húmanismans, enda mætin svipuð, því ekki er ýkja langt frá vígorðum borgarabyltingarinnar, frelsi-jafnrétti-bræðralag — til sígildra vígorða húmanista — sannleika-fegurðar og kær- leika. Þegar kom fram á 19. öld tók húmanisminn á sig æ sterkari svip af frjálshyggju (liberalismus) og þeim fél- agslegu umbótum, sem þá bar einna hæst í mannfélag- inu, hins vegar snýst húmanisminn öndverður gegn efn- ishyggju og náttúruheimspeki 20. aldar og þá jafnframt þeirri áráttu taumlausrar félagshyggju, að virða ekki hin fornu grundvallarlög um frelsi einstaklingsins. í rauninni er of djúpt tekið í árinni að halda því fram, að húmanismi 20. aldar hafni algerlega félagshyggjunni, en segja má, að félagshyggjunni sé hafnað, þar sem hún stuðlar að og verndar kreddufestu, þröngsýni og ómann- eskjulega stjórnarhætti. Ég reikna með, að ég hafi verið fenginn til skrifta um húmanismann í von um eitthvert hnútukast í garð raunvísinda, enda hef ég engar dulur dregið á það, að mér finnst raunvísindin um margt vera í óeðlilega litl- um takt við þá tóna, sem húmanistum fyrr og síðar hafa verið hvað ljúfastir. Ekki er því að neita, að það er meira en lítið vafasamt að draga þar raunvísindin öll í einn dilk og enn vafasamara er að skipa þar öllum raun- vísindamönnum sama sess. Raunvísindin hafa í seinni tíð dregið til sín slíkan aragrúa manna, að þar hlýtur að finnast misjafn sauður í mörgu fé, enda hafa sumir mæt- ustu menn raungreina jafnframt haldið fána húmanism- ans einna hæst á lofti og nægir þar að vísa til manna eins og Borlaug, Einstein og Bertrand Russel, þótt sá síðast nefndi verði að reiknast til hugvísinda, eða a.m.k. landa- mæramaður við hugvísindin, þar sem hann var stærð- fræðingur. Eðlileg afleiðing félagshyggjunnar var stór- aukin áherzla á raunvísindin, þar sem með þeim er lagð- ur grundvöllur að bættum efnahag, sem er alger for- senda félagslegra umbóta. Með tímanum hafa raunvís- indin hætt að vera í húsmensku hjá þeim húmanisma, sem í upphafi hratt af stað sókninni til betra og feg- urra mannlífs, en í þess stað öðlast sinn sjálfstæða til- verurétt og því komin mjög nærri því stigi, að þau miði að því einu að viðhalda sjálfum sér innan lokaðra og á stundum býsna þröngra hugmyndakerfa. Aðferðafræði raunvísindanna eru þannig orðin sum- um smærri spámönnum þeirra hreint trúaratriði. Gott dæmi um það er gagnrýni ýmissa raunvísindamanna á rannsóknaraðferðir hugvísindanna. Hugvísindin leitast yfirleitt við að sanna eða afsanna, hrekja eða styðja með óbeinni sönnun eða kenningum margvísleg fyrirbrigði mannlegs atferlis og hugsunar. Þar er þeirri aðferð oft beitt að reisa röksemdir hverja að annarri, svo úr megi sjá ákveðnar útlínur án þess að fastmótuð smíð sjáist. Þetta verður enn ljósara, sé dæmi tekið. í nýútkominni bók eftir hinn mikla Nestor íslenzkra húmanista, Sig- urð Nordal, þar sem hann fjallar um Hallgrím Péturs- son og Passionem hans, eru margar röksemdir fram færðar fyrir ákveðnum hugmyndum, sem gætu hafa legið að baki Passíusálmunum. Sigurður Nordal veltir fyrir sér samtíð höfundar og samfélagi og dregur fín- gerðum dráttum ákveðna heildarmynd sálarlífs Hall- gríms annars vegar og hins vegar þeirra menningar- strauma, sem skullu með einna mestum þunga að íslands- ströndum um þær mundir, að Passíusálmarnir urðu til. Jafnframt skyggnist Sigurður Nordal aftur og fram í íslenzku þjóðlífi og seilist vítt um til fanga, enda víða veiðivon um þær mundir, að germanskur trúarhreinleiki reið hvað harkalegast húsum hjá útkjálkaprestum. Höf- undur ætlar sér ekki þá dul að setja fram stóra sann- leika, kreddu, um Hallgrím sáluga eða hans sálma, enda óhægt um vik, þar sem eini maðurinn, sem úr rök- þrautum og spurningakvabbi gæti leyst, Hallgrímur Pétursson, hefur ekki verið mælandi málum nú í hart- nær fjögur hundruð ár. Meira að segja er það hið mesta vafamál, hvort Hallgrímur gæti leitt okkur í allan sann- leikann, þótt hann stæði okkur hið næsta og mætti mæla. í verki sínu um Hallgrím og sálmana ræðst Nordal Iítillega á það, sem hann nefnir vanmetakennd hugvís- indanna gagnvart náttúru- og efnisvísindum vorra tíma, en þar kemur hann einmitt við það kaunið, sem hvað sárast er viðkomu og mest er vesaldarefni með húman- istum nútímans. Þar á ég við sífelldan flótta ýmissa hug- vísindamanna ofan í raunverulegar eða ýmyndaðar „mó- grafir“ lokaðra hugmyndakerfa, þar sem þeir þykjast liggja á seið í kompaníi við raunamenn og hafa yfir formúlur til þess eins að sjóða saman fimbulskrár með yfirbragði „vísindalegra rannsóknaraðferða.“ Ekki er hægt að velta svo vöngum yfir húmanisman- um, að ekki sé þar tyllt niður fæti í hinum nýja húman- isma, en þar á ég við vaxandi andóf æskunnar víðs veg- ar um veröldina við kreddufestu og „trúarhreinleika“ tækni- og gróðahyggju. Astæðulaust er að fara út í ástæðu „hinnar nýju endurreisnar,“ en aðeins drepið niður fæti á það helzta. Framhald á bls. 192. Heima er bezt 189

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.