Heima er bezt - 01.06.1972, Page 10
ANDRÉS B. BJÖRNSSON:
FERÐ í ATLAVÍK
Fyrsta hópferð Borgfirðinga á skemmtisamkomu
í Atlavík, var farin snemma í júlí 1918. Þetta
var kvenfélagsskemmtun þar í hreppi.
Svo leiðis var að þetta sumar var hér á Borgar-
firði ungur maður, Gunnar Jónsson að nafni, uppahnn
á Hallormsstað. Gunnar kom hingað til Borgarfjarðar
með 5 dráttarhesta og jarðvinnslutæki, sem Búnaðarfél-
ag Austurlands átti, og plægði þurra móa fyrir bændur,
sem þeir tóku síðan í ræktun. Gunnar var búinn að vera
á Bændaskólanum á Eiðum og læra þar búfræði og
vinna óbrotið land með hestum, sem var nýlunda í Borg-
arfirði. Hann byrjaði að vinna með hestum hér á Snotru-
nesi, nálægt þrem dagsláttum á báðum búunum. Mér
féll vel við Gunnar, fannst hann bæði duglegur og lag-
inn að fara með hestana, og láta þá breyta þúfunum í
sléttan völl. Þegar Gunnar er búinn að vera á Borgar-
firði í eina eða tvær vikur fær hann boð að heiman að
skemmtun sé ákveðin í Atlavík, og hann beðinn að
koma og spila fótbolta með Vallamönnum á móti Fljóts-
dælingum. Gunnar var ákveðinn að fara á þessa skemmt-
un, einkum ef hann gæti fengið einhverja úr Borgarfirði
með sér. Hann skoraði á mig og fleiri að slá í ferðalag
með sér, og fara á þessa fyrirhuguðu skemmtun í Atla-
vík. Búið var að Ijúka vorverkum, þar á meðal rúning-
um og ullarþvotti, og beðið eftir grasprettu, svo hægt
væri að fara bera ljá í jörð. Tún voru óskaplega kalin
og illa sprottin eftir þennan mikla frostavetur og ekki
útlit fyrir að sláttur byrjaði að svo stöddu. Eftir að
Gunnar hreyfði þessu ferðalagi við okkur, fórum við
Eyjólfur Hannesson á Bjargi að orða þetta ferðalag við
nágranna okkar, bæði pilta og stúlkur, en fengum daufar
undirtektir, og þetta væri nýtt fyrirbrigði að fara þessa
löngu leið á skemmtisamkomu, sem tæki minnst 4 daga.
Niðurstaðan varð þó sú að 6 manns ákváðu að fara með
Gunnari á þessa skemmtun í Atlavík, þrjár stúlkur og
þrír piltar. Stúlkurnar voru Anna Guðný Guðmunds-
dóttir á Hól, Anna Sveinhildur Jónsdóttir á Bólum og
Valgerður Jónsdóttir, þá kaupakona í Geitavík. Piltarn-
ir voru Eiríkur Sigfússon verzlunarmaður, Eyjólfur
Hannesson Bjargi og Andrés B. Björnsson Snotrunesi.
Við karlmennirnir áttum hesta, en stúlkurnar ekki og
þurftu því að fá þá að láni og einnig reiðföt og söðla,
í þá daga þótti ekki kvenlegt að ríða tvívega í hnakk.
Eftir hádegisverð á föstudegi voru hestarnir teymdir
í hlað og járnaðir upp, ef með þyrfti, betra var að hestar
misstu ekki skeifur á löngu ferðalagi og grýttum veg-
190 Heima er bezt
um. Um fimmleytið kom ferðahópurinn í hlað á Snotru-
nesi. Ég stóð ferðbúinn með tvo hesta með hnakk og
beizli. Við höfðum töskur og ferðadót á öðrum hesti
mínum. Eiríkur var líka með tvo hesta, svo hestarnir
voru 9 í allt. Það var betra að hafa varahest, ef hestur
heltist og yrði úr leik. Við þeystum úr hlaði í sólskins-
skapi og góðu veðri. Fórum alfaraleið norður Njarð-
víkurskriður, um Njarðvík, yfir Gönguskarð og niður
á Eiðaver, þar var stanzað og sprett af hestunum og
þeim lofað að bíta smástund og kasta af sér vatni. Því
næst stigið á bak og skellt á skeið inn með Selfljóti inn
fyrir neðan Unaós, farið um hlaðið á Hrafnabjörgum
yfir Jökulsána niður af bænum, yfir Bjarglandsána á
Drangavaði, áin var meira en á miðjar síður á hestunum
og þurftum við að kreppa vel fæturna til að blotna ekki.
Þjóðvegurinn lá fyrir neðan Sandbrekku, um hlaðið á
Dölum. Ekki var stansað fyrr en á Hjaltastað, þar fór-
um við af baki og báðum um að gefa okkur að drekka
að gömlum sveitasið. Séra Vigfús Þórðarson bauð okkur
til stofu og var okkur borin mjólk í stórri könnu ásamt
glösum að drekka úr. Prestur var ljúfur og hress í máh
að vanda og spurði hvert för okkar væri heitið. Eiríkur
varð fyrir svörum og sagði sem var að við værum að
fara á skemmtisamkomu í Atlavík, og þyrftum mikið að'
hraða okkur til þess að ná háttum á Eiðum og fá þar
gistingu í nótt. Við þökkuðum góðgerðir, kvöddum
og stigum á bak og hleyptum á sprett inn í Rauðholt.
Við fórum yfir Selfljótið innan við Ketilsstaði, það
var mikið vatn í fljótinu en þó ekki á sund. Hestarnir
voru ólmir af fjöri eftir baðið og við riðum hratt alla
leið inn í Eiða. Þetta voru viljagóðir gæðingar sem við
vorum á, komnir í góð sumarhold og gljáandi í hár-
bragði.
Á löngu tímabili voru reiðhestar í Borgarfirði taldir
með beztu gæðingum austanlands, og eftirsóttir sem
reiðhestar og margir góðhestar seldir héðan fyrir mik-
inn pening.
Við náðum háttum á Eiðum og báðum gistingar og
var hún veitt af bændunum, sem þá höfðu Eiðabúið á
leigu en það voru þeir Þórhallur Helgason frá Skógar-
gerði og Magnús Stefánsson frá Fremraseli í Fellum,
þá báðir ógiftir. Hestar okkar voru settir í girðingu og
gátum við sofið róleg, þótt mýbitið leitaði á þá, sem
kom oft fyrir og gerði fjarðahesta alveg tryllta er því
voru óvanir. Daginn eftir var mjög hlýtt veður sól og
fegurð yfir öllu Fljótsdalshéraði. Að enduðum morgun-