Heima er bezt - 01.06.1972, Page 11
Andrés á gceðingi sinnm. Austur fjöllin við Borgarfjörð
i baksýn.
vcrði voru hestar okkar söðlaðir í Eiðahlaði, húsbænd-
um þakkaður góður næturgreiði, sem ekki mátti borga,
það þótti ekki sæmandi til sveita í gamla daga að selja
næturgreiða né aðrar góðgerðir. Stúlkurnar okkar báru
sig vel eftir mikið hoss á hestunum daginn áður, enda
hestarnir góðgengir þar sem gott var undir fæti, en það
var varla nokkursstaðar kominn vegspotti gerður af
mannshendi, mestallur þjóðvegurinn krókóttur og grýtt-
ar hestgötur og óvíða hægt að ríða samhliða þess vegna,
allar ár, lækir og keldur óbrúaðar á allri þessari löngu
leið, nema Eyvindaráin, enda sperrtu hestarnir eyrun,
þegar að brúnni kom, og voru hikandi að ganga yfir
hana þurrum fótum yfir beljandi vatnsfalhnu. Þegar
kom upp um Egilsstaði komum við á beinan og breiðan
veg gerðan af mannahöndum. Elestarnir urðu æstir í
fjöri , og þeim gefinn laus taumurinn og skilaði okkur
vel áfram inn Vellina. Það mátti segja að Eiríkur væri
fararstjórinn. Hann var okkar langelstur og öllu vanur
á löngu ferðalagi, hann var skemmtilegur í öllum sel-
skap, kátur og spaugsamur, einkum við stúlkurnar, bað
þær halda sér vel í söðulsveifina ef torfæra var á leiðinni.
Um miðaftansleytið vorum við komin inn á móts við
Höfða á Völlum. Þar bjó Herborg móðursystir mín
með Óla manni sínum og syni sínum Guðmundi. Ég
kvaddi samferðafólkið og fór heim að Höfða og var
þar um nóttina. Samferðafólkið hélt áfram í Hallorms-
stað og gisti þar í boði Gunnars.
Daginn eftir var sama góða veðrið, samkomudagurinn.
Guðmundur frændi fór með mér á samkomuna og vor-
um við mættir þar í tæka tíð, áður en byrjað var að spila
fótboltann. Mig minnir að Vallamenn gerðu fleiri mörk
en Fljótsdælingar. Að enduðum fótbolta steig í ræðu-
stól glæsileg frú með blöð í hendi og setti samkomuna
með velvöldum orðum og bað síðan Benedikt Blöndal
að stíga í stól og halda ræðu. Fleira var ekki á skemmti-
skrá nema kraftlítill söngur. Að þessu loknu var stiginn
dans undir berum himni. Kaffiveitingar voru seldar á
staðnum. Fólk sem sótti þessa skemmtun hefir naumast
verið 150—200 manns. Allir voru ríðandi, bílaöldin þá
ekki runnin upp. Ólafur læknir var þá á Brekku, hann
kom siglandi á báti sínum að heiman í Atlavík með full-
an bát af fólki í þægilegum vestankalda. Þetta sumar
voru ung hjón úr Borgarfirði í vinnumennsku á Vík-
ingsstöðum hjá Friðriki Jónssyni. Hjónin voru Jóhann
Helgason og Bergrún Arnadóttir. Bergrún var á sam-
komunni með okkur og bauð okkur með sér heim og
gista hjá þeim á mánudagsnóttina. Stúlkurnar og ég
þáðum boðið, en Gunnar og Eiríkur ekld, þeir sögðust
koma daginn eftir og taka okkur á heimleið. Eyjólfur
fór heim um nóttina af vissum ástæðum.
Við vorum æðistund á ballinu en fórum svo út í Vík-
ingsstaði með Bergrúnu og gistum þar um nóttina. Fyr-
ir hádegi komu þeir Eiríkur og Gunnar og þáðu þeir
góðgerðir með okkur áður en lagt var af stað heimleiðis
í sólbjörtu og yndælu veðri. Eiríkur var hress og kátur,
og lék við hvern sinn fingur, sagðist hafa hitt marga
frændur og vini úr Fljótsdal. Hann var þar fæddur og
uppalinn. Við þökkuðum elskulegar móttökur á Vík-
ingsstöðum, að því búnu kvöddum við blessað fólkið og
stigum á bak gæðingunum og hleyptum á sprett úr hlaði.
Hestarnir voru ofsafjörugir og við öll í sólskinsskapi á
vellukkuðu og skemmtilegu ferðalagi. Á úteftirleið
stönsuðum við stund og stund, fórum af baki og leyfð-
um hestunum að blása út og grípa í gras á velgrónum
grasvöllum, sprettum af hestunum svo þeir gætu velt sér
og pissað. Á Eiðum stönsuðum við æði stund til þess að
hvíla hestana og fá okkur kvöldverð, skyrhræring og
fleira góðgæti. Á meðan við vorum að borða fann Eirík-
ur upp á því að fara Sandaskörð til baka, sagði það vera
miklu styttri leið, hann hefði farið Sandaskörð og sagð-
ist rata þá leið. Okkur fannst sjálfsagt að láta Eirík ráða
þessu, eins og flestu öðru á þessu ferðalagi okkar. Um
tíuleytið var búið að leggja á hestana, við þökkuðum
góða máltíð, kvöddum bændur og búalið, stigum á bak
og stefndum á Sandaskörð með Eirík í broddi fylkingar
í leit að gömlum Borgfirðingagötum, nálægt Brennistöð-
um, Hamragerði og Ánastöðum. Við fundum óglöggar
götur grasigrónar og fylgdi Eiríkur þeim. Er við kom-
um á hálsana nálægt Ánastöðum, setti yfir svarta þoku,
og annað verra að við misstum af þessum götu-troðning-
um en við reyndum að halda sömu stefnu yfir hálsana,
sem voru illfærir vegna niðurhlaups. Á einum stað kom-
um við á þurran grænan og grösugan stað, þar fórum
við af baki til þess að hvíla hestana smástund. Þeir rifu
í sig grængresið, frísuðu og veltu sér um hrygg, lögðu
frá sér þunnt og þykkt ropuðu og ráku við í nætur-
kyrrðinni. Við áttum gotterí í tösku, þar á meðal stóra
ávaxtadós, til að gæða okkur á. Er dósin var tóm, tók
Eiríkur upp blað og blýant, skrifaði nöfn okkar á blaðið
og skrifaði öll á villtum vegi í glórulausri þoku, setti
blaðið í tómu dósina og batt hana fasta í lyngbrúska.
Seinna fréttum við að dósin hefði fundist frá Ánastöð-
um og hent gaman að. Við vorum þarna á lágnættinu í
blæjalogni og bezta veðri, syngjandi lóur á annarri
hvorri þúfu og vellandi spóar, gapandi af undrun og
hræðslu við menn og hesta sem gátu stigið á hreiður eða
unga í þeirra heimalandi. Okkur Eiríki kom saman um
að þessi leiða þoka væri heiðmyrkur svokallað, sem
reyndist rétt. Þegar hestarnir voru búnir að fá sér vel í
Heima er bezt 191