Heima er bezt - 01.06.1972, Síða 17

Heima er bezt - 01.06.1972, Síða 17
Þetta er fullkomið sannmæli, þar eð jökulhlaup úr Öræfajökli hafa stafað af eldgosum. Laugardagur 17. júlí rann upp bjartur og fagur. Nú átti að fara í Bæjarstaðaskóg. Stundu fyrir miðjan morg- un fórú menn að skríða úr húðfötum sínum. Síðan voru tjöld upp tekin og neytt morgundrykkjar. Á dagmálum var lagt af stað. Farkosturinn var stór flutningabíll. Stýrði honum Helgi Arason Fagurhólsmýri. Raðað var og hrúgað í bílinn fólki og farangri, svo að varla mátti greina sundur menn og rnuni. Nú skulum við litast um á Fagurhólsmýri en hún er í daglegu tali kölluð Mýri. Lýsa skal umhverfinu og síð- an leiðinni, sem farin var. Á Mýri bjó á árunum 1883— 1936 Ari (d. 1939) hreppstjóri Hálfdanarson bónda í Odda — nú í eyði — á Mýrum austur, maður fjölfróður og langminnugur. Kona Ara var Guðrún Sigurðardóttir bónda á Kvískerjum Ingimundarsonar. Nú búa þarna 3 börn Ara, þau Guðný kona Jóns Jónssonar, Sigurður oddviti Öræfinga og Helgi bílstjóri og raffræðingur. Á Mýri er útsýn mikil og stórfengleg en ekki hlýleg. Að baki gnæfir Öræfajökull við himin sjálfan, heiður og sviptiginn. Kennir kulda af návist hans. Upp úr honum skaga þrír hnjúkar, er heita Knappur, Rótarfjallskamb- ur og Hvannadalshnjúkur. Tveir þeir fyrr nefndu sjást að heiman en Hvannadalshnjúkur ekki. Til austurs sést til Hnappavalla. Til suðurs blasa við sandar og inn víði ver. í útsuðri rís Ingólfshöfði fram við hafið, áþekkur Þórðarhöfða í Skagafirði. í vestri þenur sig Skeiðarár- sandur og í fjarska sjást Síðufjöllin, Fljótshverfi, Lóma- gnúpur og Skeiðarárjökull. Vatnaflaumur mikill er á Skeiðarársandi eins og áður er getið. Leiðin liggur norður frá iMýri meðfram fjalli, er smá- hækkar. Eftir skamma stund er komið fram á ás nokk- urn. Blasir þá við breið og djúp hvilft undir fjallinu. Þarna eru Hofs-bæirnir. Græn og grösug flæðiengi eru þar til vinstri handar, en inni í kvosinni eru stór og slétt tún og hlýleg byggð. Þessi unaðarreitur er umlukinn bröttu fjalli með hamrabelti efst. I miðju þessu byggðar- hverfi stendur eina kirkjan, sem nú er til í Öræfum. Þetta er vönduð torfkirkja, byggð um 1880 og líklega síðasta kirkja, sem byggð hefur verið úr torfi hér á landi. Góðir garðlagsmenn hafa hlaðið veggina úr torfi og grjóti. Torfþakið fagurgrænt fer einkarvel í þessu græna og gróðursæla umhverfi. Undangengin tvö ár hefur verið unnið að endurbyggingu og endurbótum á kirkjunni en hvergi haggað stíl eða gerð. Hún er al- þiljuð að innan og máluð smekkvíslega. Yfir henni hvílir hljóðlátur helgiblær. Vér veitum athygli stórum lykli í kirkjuhurðinni. Kross er í skeggi miðju. Tjáði kirkjuvörður oss, að snillingurinn Eymundur Jónsson bóndi og smiður í Dilksnesi hefði smíðað lykilinn og skrána. Stórt hundrað kirkjugesta mun geta setið þar. Viðgerð var lokið í sumar. Vígsla fór fram sunnudag- inn áður en vér komum. Vígsluna framkvæmdi herra biskupinn yfir íslandi, Ásmundur Guðmundsson og fimm prestar að viðstöddu fjölmenni. Til eru 3 aðrar torfkirkjur. Sú elzta er að Gröf á Höfðaströnd, byggð sem heimiliskirkja um 1680 og sungin messa í henni samfleytt síðan. Tekur í sæti 30— 40 manns. Hún var nýlega endurbyggð og vígð að nýju. Ríkið á nú þessa merkilegu kirkju og varðveitir hana sem forngrip. Þá eru enn. torfkirkjur að Víðimýri í Skagafirði og Saurbæ í Eyjafirði. Báðar byggðar á fyrra helmingi 19. aldar. Frá Hofshverfunum liggur leiðin um grýtt og gróð- urrýrt land. Komum vér brátt að Sandfelli, sem talið er elzta byggt ból í Öræfum. Þar var fyrrum kirkja, Önnukirkja. Hún var lögð niður 1909 og sóknin lögð til Hofskirkju. Sveinn Benediktsson, faðir Benedikts sýslumanns og þingskörungs Héðinshöfða, Þórbjargar ljósmóður og fleiri barna, var prestur hér 1823-27. Að minnsta kosti einn niðja hans var í förinni, bláeyg mær og fagureyg. Þá má geta þess, að Ólafur Magnússon síðar prestur Arnarbæli Ölvesi, var prestur hér á árun- um 1888—1903. Hann var einn af höfuðprestum sinnar samtíðar. Svo sagði oss gamall bóndi að Svínafelli, að hann hefði verið barn að aldri, er síra Ólafur kom þar. Kvaðst hafa verið hræddur við prest. Hann hefði verið svo hvass á brún og fasmikill. En hrifinn kvaðst hann hafa verið af hestakosti hans. Hafði jafnan 2 eða 3 gæð- inga til reiðar og fór mikinn. Nú er Sandfell í eyði, kirkjugarðurinn vanhirtur og allt á kafi í grasi. Ferða- fólkið horfir dapurt í bragði á þennan niðurnídda stað og gengur þar um garð með því hugarfari, sem Stephan G. lýsti þannig: „ættjarðarböndum mig grípur hver grund, sem grær kringum íslendings bein.“ Bærinn Sandfell stendur undir berangurslegu fjalli. Til beggja handa eru urðir og aurar, en grænar flesjur að sjá fram á sléttlendinu. Þarna er einmanalegt. Stað- urinn drúpir. Næsti bær er Svínafell. Vegurinn þangað — síðasti spölurinn — er greiðfærari en áður. Er nú tekið að hvata ferðinni. Hér er nýtt umhverfi. Meiri gróður, meiri hlýleiki. Fjallið að bæjabaki er skógi vaxið og gróið upp undir eggjar. Hér er ilmur úr jörðu og angan úr grasi. Töðuilminn leggu á móti manni. Fólkið er frjálslegt og vingjarnlegt. Oss er boðið að slá tjöldum í túni. Síðan er tekið til matgerðar og matazt. Veizlumatur fram- reiddur, steikt lambakjöt úr Öræfum upprunnið. Halda skal að því búnu inn í Bæjarstaðarskóg. Menn eru sendir að smala leiguhestum í Hofi og Svínafelli. Fengust 15. Þeir, sem hestfærir þóttust vera, stíga á bak, en hinir eru fluttir á bílnum til Skaftafellsár. Verið er að byggja brú þar og komin göngubrú. Ganga þar yfir þeir, er eigi treystast að ríða ána. Hún er í vexti og á miðjar síður í einum álnum. Bíllinn hverfur nú til baka. Verða því margir að ganga. Farið er um garð á Skaftafelli. Eigi vinnst tóm til að skoða sig um þar í hinu fagra Bæjar- gili, sem er stórum tilkomumeira en skógargilin hjá Framhald af bls. 219. Heima er bezt 197

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.