Heima er bezt - 01.06.1972, Page 26

Heima er bezt - 01.06.1972, Page 26
skipið, sem hefir líkega flutt Bjarna hingað. Ég segi ykkur undir eins frá því, þegar eitthvað gerist í því máli, hvort sem það verður gleði- legt eða bara vonbrigði. Það er einkennilegt landslag hér. Ég ætla að kaupa kort héðan og senda ykkur bráðlega. Ég veit að „afi“ bæði að heilsa ykkur, ef hann vissi að ég væri að skrifa til ykkar. Ég bið hjartanlega að heilsa öllum. Guð blessi ykkur. Ykkar Sigrún“. Hún var að skrifa utan á umslagið, þegar gamli maðurinn kom inn til hennar. Hún virti hann fyrir sér með eftirvæntingu og sá, að hann hafði ein- hverjar fréttir að færa. „Jæja. Þetta gekk nú betur en vænta mátti. Ég fór undir eins á lögreglustöðina. Ég kom þeim fljót- lega í skilning um erindi mitt. Þeir brugðu við. Fyrst var síminn notaður um stund, en svo var ég beðinn að koma með tveimur lögregluþjónum í bíl. Við ókum talsverðan spöl, þegar loks var numið staðar frammi fyrir stóru húsi. Þangað fórum við inn og í lyftu. Svo komum við á skrifstofu, þar sem fyrir voru tveir aldraðir menn. Ég var kynntur fyrir þeim. Þetta voru útgerðarmenn skipsins. Svo kemur rúsínan: Þeir sögðu okkur, að Bjarni íslendingur væri sem stæði í vinnu uppi í sveit á bóndabæ. Þar væri hann hjá ungum bónda, sem er tengdasonur annars útgerðarmannsins. Þar er Bjarni ráðinn fram í júní, en fer þá sem háseti á skipið, þegar það byrjar síldveiðar. Þú getur sem sagt, fengið að síma til Bjarna eftir dálítinn tíma. Hann er sennilega ekki við fyrr en eftir 1—2 klukkustundir. — Til hamingju, vina mín.“ Meðan gamli maðurinn hafði sagt frá, horfði Sigrún á hann með vaxandi ákefð. Hún þagði, en lét tilfinningar sínar í ljós með svipbreytingum. Við síðustu orð gamla mannsins tóku tár að streyma úr leiftrandi augunum og táramóða huldi dýpt þeirra að mestu. Þegar gamli maðurinn lauk frásögn sinni og sagði, að bráðlega gæti hún talað við unnusta sinn í síma, gekk hún hratt til hans, faðmaði hann, en hjúfraði sig svo að honum eins og lítið þakklátt barn. Hvorugt þeirra gat fengið af sér að rjúfa þá fagnaðarríku þögn, sem þessi boðskapur hafði fyllt með litla gistihússherbergið í Álasundi. Loks var engu líkara, en unga stúlkan vaknaði af værum blundi, því að hún sagði óðamála: „Sagðirðu ekki, að ég ætti að fá að tala víð Bjarna núna í dag?“ „Jú, góða mín. Eftir 1—2 klukkustundir. Þá för- um við á símstöðina og þú talar við hann.“ „Það er undir eins búið að finna hann! Er þetta satt?“ „Já, það er sannarlega ótrúlegt, en satt. Ég varð líka æði undrandi, þegar mér varð ljóst, að þetta hafði gengið svona vel.“ „Ó, afi, elsku hjartans góði afi minn! Þú ert bú- inn að gera svo mikið fyrir mig!“ Hún þagnaði skyndilega og örvæntingu brá fyrir á andliti hennar. Hún var skjálfrödduð, þegar hún sagði: „En við vitum ekkert hvemig Bjami tekur því, að við erum búin að elta hann alla leið hingað.“ „Mér finnst nú að hann geti ekki tekið því nema á einn hátt: að vera okkur innilega þakklátur." Hún róaðist nokkuð við þetta svar, en sagði samt: „Ég er ekki alveg viss um það. Jæja, það.er bezt að sjá hvernig þetta fer.“ Þetta sama kvöld bætti Sigrún við bréfið ti for- eldra sinna: „Komið þið aftur blessuð og sæl! Já, ég get bara sagt ykkur það, að ég er líka sæl. En nú skal ég segja ykkur, hvers vegna ég sendi ekki bréfið undir eins í morgun. Ég var alveg nýbúin að kveðja ykkur í bréf- inu, þegar Háberg kom og sagði mér, að hann væri búinn að hafa upp á Bjarna. Hann vinnur hérna frammi í sveit. Fyrir stuttri stundu fórum við á símstöðina hérna og fengum fljótlega samband við — já, látið þið ekki líða yfir ykkur — við fengum samband við Bjarna. Það var Háberg sem tal- aði fyrst við hann. Hann — Bjarni á ég við, — varð svo hissa, þegar hann heyrði Háberg tala, að hann varð orðlaus. Svo sagði Háberg hon- um, að það væri hjá sér ung, íslenzk stúlka, sem langaði til þess að tala við hann. Svo tók ég við símatækinu og heilsaði Bjarna. Hann tók dauflega undir. Þá fór ég að segja honum, að hingað væri ég komin, til þess að leiðrétta misskilning hjá honum. Ég spurði hann svo, hvort hann gæti ekki skroppið til mín. Þá var eins og hann kæmi til sjálfs sín. Og svo tók hann orðið. Hann sagðist hafa orðið svo hissa, að hann gat ekkert sagt. Hann bauð mig hjartanlega velkomna og sagðist koma undir 206 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.