Heima er bezt - 01.06.1972, Side 27

Heima er bezt - 01.06.1972, Side 27
eins í kvöld, þegar hann hefði lokið verkunum. Hann sagði svo óskaplega margt fallegt, sem ég auðvitað fer ekki að skrifa. Mig langaði bara hreint og beint að þjóta eftir símaþráðunum alla leið til hans! Og nú kemur hann hingað í kvöld! Þetta er dásamlegt! Ég ætla að flýta mér að fara með þetta bréf í póstkassann, sem er skammt héðan. Ég veit, að þetta sendibréf verður ykkur kærkomið, þar sem það flytur svona góðar fréttir af henni dóttur ykkar. Ég er svo agalega spennt, að ég treysti mér ekki til að skrifa meira, þó að ég gæti það vegna þess, að nóg er til þess að skrifa um. Guð blessi ykkur. Ykkar elskandi, glaða dóttir Sigrún“. 17. kafli. Gleðin tekur völdin. Gamli maðurinn sat inni á herbergi sínu í Ála- sundi og las í stórblaðinu „SUNNMÖRPOSTEN". Þetta blað var gefið út í Álasundi og átti sér stór- hýsi hinu megin við götuna, þar sem gististaðurinn var. Gamli maðurinn var niðursokkinn í að lesa aflafréttiruar, þegar barið var að dyrum hjá honum. Hann þekkti bankið, brosti og sagði þetta venju- lega: kom inn. Það var auðvitað gangastúlkan hans heiman frá FRIÐHEIMI, sem kom inn úr dyrun- um. „Heldurðu ekki að hann hljóti að fara að koma? Ég er búin að bíða á ganginum sjálfsagt — ja, ég veit bara ekki hvað lengi,“ sagði hún óþolinmóð. „Við skulum bara bíða róleg, væna mín, eins og ég er víst búinn að segja þér nokkuð oft í kvöld. Hann kemur, þegar hann getur. Það verðum við að láta okkur nægja. Nú skaltu taka hérna við að lesa í „SUNNMÖRPOSTEN", ég á erfitt með það, því að ég þreytist bæði af því að lesa þetta letur og svo af því að halda á svona stóru blaði. Mér finnst það óþægilegt. En mig langar til þess að fá aflafréttirn- ar úr blaðinu," sagði gamli maðurinn og rétti Sig- rúnu blaðið. Hún brosti og sagði spozk: „Þú segir þetta nú bara til þess að dreifa hugsun- um mínum. En ég sé nú lengra en nef mitt nær, afi minn. Þetta er ekki neitt afskaplega smátt letur. Og ef þér þykir blaðið alltof stórt til þess að halda á því útbreiddu, þá er ekki annað en brjóta það þannig saman, að þægilegt verði að halda á því, — sjáðu, svona til dæmis.“ „O, þú sérð við afa gamla, telpa mín! Jæja, segðu mér þá 'heldur, hvað þú ætlar að segja við Bjarna. Og hvað ætlar þú að hafa mörg vitni viðstödd fund ykkar?“ „Ertu alveg galinn? Heldurðu að ég fari að segja þér, hvað ég ætla að segja við hann? Ég veit það heldur ekki. En bara þú mátt vera vitni að sam- fundum okkar, — það er að segja, ef þig langar til þess.“ „Þakka þér kærlega fyrir. Auðvitað langar mig til þess að vera viðstaddur, en ég hef ákveðið að sleppa því. Það er bezt að þið fáið að heilsast í næði. En nú ættir þú að fara upp á herbergið þitt, til þess að vera þar til staðar, þegar unnustinn kemur.“ „Já, það er alveg satt hjá þér. Bless á meðan.“ Hann tók undir og hún hraðaði sér út. Gamall maður stendur við gluggann á herbergi sínu og horfir út. Vegna stórhýsisins, beint á móti, virðist gatan mjórri en hún raunar er. Það er verið að vinna þarna í prentsmiðjunni. Það sést svo greinilega. Hugur gamla mannsins reikar víða. — Já, ekki hafði hann búizt við að lenda í nokkurs konar leynilögregluævintýri á gamals aldri, þó að þrá hans stæði til þess, þegar hann var að lesa sög- urnar af Sherlock Holmes. O-jæja, svona kasta örlögin mönnum úr einu í annað. Þetta er tilbreyt- ingin, sem gerir lífið innihaldsríkara. Nú, þarna gekk ungur maður heim að húsinu. Það höfðu raunar fleiri ungir menn gengið þessa sömu leið öðru hvoru um kvöldið. En þetta hlaut að vera Bjarni. Hann gekk hægt og hikandi, skim- aði kringum sig og leit oft upp eftir húshliðinni. Eftir lýsingunni, sem Sigrún hafði gefið af honum, gat ekki verið um að villast, að þarna var hann kom- inn. Gamli maðurinn fann gleðistraum fara um sig. Loksins, loksins gat hann launað ungu gangastúlk- unni sinni það, sem hún hafði gert fyrir hann. En hún hefði líka aldrei lent í þessum ástaraunum sín- um, ef hann hefði ekki gengið í veg fyrir hana. Það var langur tími órofinna andlegra þjáninga, eins og Sigrún hlaut að hafa haft. Gamli maðurinn sá ekki lengur unga manninn, Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.